Tenglar

Eins og hér kom fram var erindi frá lögmanni Daníels bónda á Ingunnarstöðum tekið fyrir á fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps í síðasta mánuði. Þar lýsti hreppsnefnd yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar stöðu sem upp væri komin á Ingunnarstöðum og fól sveitarstjóra að svara erindi lögmannsins fyrir hönd hreppsnefndar.

...
Meira
Sólveig Guðmundsdóttir og Sigmundur Magnússon með drenginn sinn litla.
Sólveig Guðmundsdóttir og Sigmundur Magnússon með drenginn sinn litla.
1 af 4

Tveir drengir hafa fæðst í hóp Reykhólabúa í þessum mánuði. Þeir eru frændur og eiga báðir ætt að rekja að Hafrafelli í Reykhólasveit. Foreldrar þess eldri eru að vísu ekki með fasta búsetu á Reykhólum en eru hér með annan fótinn, eins og sagt er, enda rammreykhólskir.

...
Meira
Frá skriðusvæðinu á Litlanesi í Kjálkafirði. Mynd: Vegagerðin.
Frá skriðusvæðinu á Litlanesi í Kjálkafirði. Mynd: Vegagerðin.

Gissur Sigurðsson fréttamaður sagði á Bylgjunni í morgun, að til greina kæmi að breyta nýja vegstæðinu í Kjálkafirði í Múlasveit vestast í Reykhólahreppi til að draga úr skriðuhættu. Eins og fram hefur komið hefur vegurinn verið meira og minna lokaður að undanförnu vegna hættu á skriðuföllum og fyrir mánuði lokaðist hann vegna geysilegrar skriðu sem á hann féll. Fram kemur á vefsíðu Vegagerðarinnar, að sérstök vakt verði við framhlaupið í Kjálkafirði í dag, föstudag. Síðan verði veginum lokað á miðnætti og stefnt að því að opna aftur klukkan átta í fyrramálið.

...
Meira
Skriðan mikla í Kjálkafirði fyrir mánuði. Ljósm. Sveinn Ragnarsson.
Skriðan mikla í Kjálkafirði fyrir mánuði. Ljósm. Sveinn Ragnarsson.

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps lítur þá stöðu sem komin er upp á þjóðvegi 60 í Kjálkafirði alvarlegum augum. Því er skorað á Vegagerðina að leysa það ófremdarástand sem komið er í samgöngumálum á sunnanverðum Vestfjörðum sem allra fyrst. Núverandi ógn við samgönguöryggi er vegna náttúruhamfara og sýnir sveitarstjórn því fullan skilning. Því er það afar mikilvægt að Vegagerðin sinni því að koma fréttum af ástandi vegarins í Kjálkafirði til íbúa og ferðamanna með eins skilvirkum hætti og kostur er.

...
Meira

Nú er komið að endurnýjun húsaleigubóta skv. 10. gr. laga nr. 138/1994 um húsaleigubætur. Venjulega er miðað við áramót en ákveðið var að bótaþegar í Reykhólahreppi þyrftu ekki að sækja um húsaleigubæturnar aftur fyrr en núna í maí þar sem upplýsingar um tekjur væru þær sömu og þegar umsókninni var skilað. Við viljum því benda bótaþegum á að senda á skrifstofu Reykhólahrepps afrit af skattframtali 2013 vegna tekna árið 2012. Hafi afritið ekki borist fyrir 30. maí verður greiðslu húsaleigubóta hætt.

...
Meira
Dagverðará á Snæfellsnesi.
Dagverðará á Snæfellsnesi.

Snemma í næsta mánuði hefst vettvangsferð til skoðunar og skráningar eyðibýla með uppistandandi húsum í Reykhólahreppi. Þessi rannsóknarferð er þáttur í verkefni sem nefnist Eyðibýli á Íslandi, en markmið þess er að rannsaka og skrá umfang og menningarlegt vægi eyðibýla og annarra yfirgefinna íbúðarhúsa í sveitum landsins. Jafnframt er tilgangurinn að stuðla að björgun áhugaverðra og byggingarsögulega mikilvægra húsa, meðal annars með endurgerð og nýtingu í ferðaþjónustu.

...
Meira
Mannskapurinn í íþróttahúsinu á Reykhólum við afhendinguna.
Mannskapurinn í íþróttahúsinu á Reykhólum við afhendinguna.
1 af 2

Guðjón Dalkvist Guðjónsson á Reykhólum (þekktari sem Dalli) fyrir hönd gróðuráburðarins Glæðis færði fyrir nokkru nemendum í 4.-10. bekk Reykhólaskóla badmintonspaða að gjöf. Hann stefnir síðan að því að fjórðubekkingar í skólanum hverju sinni fái spaða. „Þegar ég keypti spaðana hjá TBR [Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur] var mér tjáð, að þeir gæfu fjórðubekkingum sams konar spaða ár hvert. Við Kolfinna [íþróttakennari á Reykhólum] ákváðum að stefna að því sama hér, þ.e. að Glæðir gæfi fjórðubekkingum spaða næstu ár.“

...
Meira
Jón Kjartansson og vinnuskólafólk 2011 stilla sér upp fyrir myndatöku.
Jón Kjartansson og vinnuskólafólk 2011 stilla sér upp fyrir myndatöku.

Vinnuskóli Reykhólahrepps starfar sumarið 2013 frá 3. júní til og með 19. júlí, með þeim fyrirvara að næg þátttaka náist. Unnið verður í tveimur lotum með vikuhléi á milli. Fyrri lotan verður 3.-21. júní og seinni lotan 1.-19. júlí. Flokksstjóri verður Jón Kjartansson.

...
Meira
Sendiherrar fatlaðra á Íslandi.
Sendiherrar fatlaðra á Íslandi.
1 af 5

Á vegum sáttmála Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks eru nokkrir sendiherrar málefnisins á ferð um landið. Verkefni þeirra er að kynna samning SÞ um réttindi fatlaðra og freista þess að breyta viðhorfum til fatlaðs fólks til hins betra. Hópurinn verður með kynningarfund í Félagsheimilinu á Patreksfirði kl. 20 annað kvöld, miðvikudagskvöld. Ekki eru tök á því að þessu sinni að koma við á Reykhólum en vonir standa til þess að af því geti orðið frekar fyrr en síðar.

...
Meira
Hótel Bjarkalundur við Berufjörð.
Hótel Bjarkalundur við Berufjörð.

Sumarið lítur mjög vel út í Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit, að sögn Kolbrúnar Pálsdóttur hótelstýru. Þó að undanfarin ár hafi verið góð séu bókanir meiri en á sama tíma í fyrra. Eins og endranær hefur verið unnið að endurbótum á staðnum milli ára, bæði innan húss og utan. Að þessu sinni er helst að nefna, að handlaugar eru komnar í öll herbergi á efri hæð (elsta hlutanum frá 1947) og líka baðaðstaða á efri hæðinni.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31