Tenglar

Myndir af vef Breiðfirðingafélagsins.
Myndir af vef Breiðfirðingafélagsins.
1 af 3

Eins og myndirnar hér bera með sér fór því fjarri að einungis aldrað fólk hafi sótt hinn árlega Dag aldraðra hjá Breiðfirðingafélaginu syðra fyrir skömmu. Að vanda var á borðum veglegt kaffihlaðborð, sem er sameiginlegt verkefni Félags breiðfirskra kvenna, stjórnar og skemmtinefndar Breiðfirðingafélagsins og Breiðfirðingakórsins.

...
Meira
1 af 2

Vakin skal athygli á nýjum og nýlegum myndum í myndasafni Árna Geirssonar verkfræðings frá Reykhólum og úr Reykhólahreppi hér á vefnum. Annars vegar eru það nokkrar sólarlagsmyndir (Reykhólar í sólarlagsglóð) og hins vegar nokkur fjöldi loftmynda sem teknar eru á svæðinu sunnan Reykhólaþorps og niður að höfn. Tvær þessara mynda fylgja hér sem sýnishorn.

...
Meira

Enda þótt annar í hvítasunnu sé „rauður dagur“ á almanakinu verður Héraðsbókasafn Reykhólahrepps á Reykhólum opið kl. 17-19 eins og venjulega á mánudögum.

...
Meira

Ljóst má vera af meðfylgjandi myndum, að ekki hefur öllum leiðst æfingin í meðferð slökkvibúnaðar í Flatey á Breiðafirði í gær. Guðmundur Ólafsson slökkviliðsstjóri Reykhólahrepps og Guðmundur Bergsson eldvarnaeftirlitsmaður fóru þá út í Flatey ásamt fulltrúum úr brunavarnanefnd og slökkviliði Reykhólahrepps. Haldinn var fundur með heimafólki og húseigendum sem staddir voru í eynni og farið yfir brunavarnir, helstu áhættuþætti og mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða.

...
Meira
Grettislaug / Árni Geirsson.
Grettislaug / Árni Geirsson.

Grettislaug á Reykhólum verður lokuð um tíma frá og með næsta þriðjudegi, 21. maí, vegna hinnar árlegu viðhaldsvinnu. Ekki liggur fyrir hvenær hún verður opnuð á ný en ef að líkum lætur verður það nálægt mánaðamótum en tíðarfar hefur þar eitthvað að segja. Frá því verður greint hér þegar þar að kemur.

...
Meira
Prúðbúinn á leið á fund.
Prúðbúinn á leið á fund.

Sumarið horfir ekki á almanakið og mætir ekki alltaf samkvæmt því. Núna á hvítasunnudag má hins vegar fullyrða að sumarið sé komið í Reykhólasveit. Fíngerð rigning í hlýju logni, bændur að slóðadraga grænkandi túnin. Sjö tjaldar settust á Hellisbrautina miðja og stóðu þar um hríð kjólklæddir og ræddu saman steinþegjandi. Að fundi loknum vippuðu þeir sér út á tún og þá komu fjórir í viðbót og bættust í hópinn. Kannski sjö manna bæjarstjórn tjaldanna og fjórir varamenn.

...
Meira
Þjóðlagatvíeykið Funi, Chris Foster og Bára Grímsdóttir.
Þjóðlagatvíeykið Funi, Chris Foster og Bára Grímsdóttir.

Þjóðlagatvíeykið Funi, þau Bára Grímsdóttir og Chris Foster, verða með skemmtilega og fræðandi dagskrá um hrafninn fyrir börn í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi á miðvikudagsmorgun. Bára og Chris eru reynsluboltar þegar þjóðleg tónlist er annars vegar, þau syngja bæði og leika á íslenskt langspil, kantale og gítar. Til er fjöldinn allur af íslenskum alþýðulögum um krumma, sum þeirra eru mjög vel þekkt en önnur minna, og verða mörgum þeirra gerð skil í þessari dagskrá.

...
Meira
Vetrarmynd frá Mjólkárvirkjun í Arnarfirði. Vefur OV.
Vetrarmynd frá Mjólkárvirkjun í Arnarfirði. Vefur OV.

Orkubú Vestfjarða (OV) mun framvegis í kjölfar aðalfundar halda opinn upplýsingafund, Ársfund, sem opinn er öllum sem vilja kynna sér málefni fyrirtækisins. Fyrsti Ársfundur OV verður kl. 17 á miðvikudag, 22. maí, í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og verður öllum opinn. Framsögumenn eru:

...
Meira
Harpa Eiríksdóttir á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum.
Harpa Eiríksdóttir á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum.
1 af 3

Harpa Eiríksdóttir ferðamálafræðingur á Stað í Reykhólasveit, framkvæmdastjóri Báta- og hlunnindasýningarinnar á Reykhólum, var kjörin í stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða á aðalfundi samtakanna í Árnesi í Trékyllisvík. Þar var einnig kosinn nýr formaður, Ásgerður Þorleifsdóttir hjá Borea Adventures á Ísafirði, fyrrum verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða. Sigurður Atlason á Hólmavík, framkvæmdastjóri Galdrasýningar á Ströndum, baðst eindregið undan endurkjöri.

...
Meira
Skriðan sem lokaði veginum á Litlanesi í Kjálkafirði fyrir tæpum mánuði. Ljósm. Sveinn Ragnarsson.
Skriðan sem lokaði veginum á Litlanesi í Kjálkafirði fyrir tæpum mánuði. Ljósm. Sveinn Ragnarsson.

Vestfjarðavegur nr. 60 verður opinn um Kjálkafjörð í dag [laugardag] en lokast aftur um miðnætti aðfaranótt sunnudags 19. maí um óákveðinn tíma vegna hættu á skriðuföllum. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Vegfarendum skal bent á að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Vegagerðarinnar þar sem jafnóðum eru birtar upplýsingar um stöðu mála.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31