Mér er það mál persónulega nokkuð skylt ...
„Síðar vann ég hér við aðhlynningu. Ólafur Vestmann, eiginmaður Maríu Bjarkar Reynisdóttur forstöðukonu, var á næturvöktum fljótlega eftir að heimilið var tekið í notkun. Eftir það var hérna enginn karlmaður í hópi starfsfólks í allmörg ár. Konurnar á Reykhólum sögðu að karlmenn gætu ekki unnið við aðhlynningu aldraðra og skoruðu á mig að koma hér til starfa! Ég tók mér frí á Karlseynni í janúar og febrúar 1994, að mig minnir. Þá var ekkert róið þannig að ég fékk mér bara launalaust frí og vann hér þann tíma.“
...Meira