Tenglar

Kjördeild í Reykhólahreppi í kosningunum til Alþingis í dag er í Bjarkalundi. Kjörfundur stendur kl. 10-18. Kjörstjórn Reykhólahrepps minnir kjósendur á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað. Kjörstjórn Reykhólahrepps skipa Áslaug B. Guttormsdóttir formaður, Steinunn Ó. Rasmus og Arnór Grímsson.

...
Meira
Efstu sveitir síðast. Sigurvegararnir Eyvindur og Jökull í miðjunni.
Efstu sveitir síðast. Sigurvegararnir Eyvindur og Jökull í miðjunni.

Davíðsmótið í bridge er fastur liður á Jörfagleði Dalamanna annað hvert ár. Síðast sigruðu Reykhólamennirnir Eyvindur Svanur Magnússon og Jökull Kristjánsson, sem nú er látinn. Einnig var Guðjón Dalkvist Gunnarsson á Reykhólum meðal keppenda. Að þessu sinni verður mótið haldið í Tjarnarlundi þannig að ekki er langt að fara fyrir Reykhólamenn. Mótið verður á morgun, laugardag, og hefst kl. 13.

...
Meira

Núverandi Reykhólavefur „fór í loftið“ á sumardaginn fyrsta árið 2008 og varð því fimm ára í gær. Af því tilefni birtust fréttir á vefnum bb.is á Ísafirði þar sem rætt var við Ingibjörgu Birnu sveitarstjóra og jafnframt á vef Morgunblaðsins. Miðað við íbúafjölda í sveitarfélagi telja menn sem til slíks þekkja að vefurinn sé einhver mest sótti sveitarfélagsvefur landsins.

...
Meira
Þau kepptu fyrir Breiðfirðingafélagið. Nánar í meginmáli.
Þau kepptu fyrir Breiðfirðingafélagið. Nánar í meginmáli.

Breiðfirðingafélagið sigraði í Spurningakeppni átthagafélaga, en úrslitakeppnin fór fram í Breiðfirðingabúð í gær. Lið sextán félaga tóku þátt í keppninni, þar af voru níu með rætur á Vestfjarðakjálka eða kringum Breiðafjörð. Félögin sem Breiðfirðingafélagið sló út á leið sinni á sigurbrautinni voru Barðstrendingafélagið, Árnesingafélagið, Skaftfellingafélagið og loks Norðfirðingafélagið í úrslitarimmunni í gærkvöldi.

...
Meira

Aðalfundur Handverksfélagsins Össu verður haldinn í Vogalandi í Króksfjarðarnesi á sunnudag, 28. apríl, og hefst kl. 16. Á dagskránni verða venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Nýir félagar eru boðnir velkomnir.

...
Meira

Þær fréttir berast úr Dýrafirði, þar sem höfuðstöðvar svokallaðs Vestfjarðalista eru, að listinn telji sig nokkuð öruggan með fjóra menn inn í Alþingiskosningunum 2017. Þar sem baráttumál Vestfjarðalistans hafa vakið nokkra athygli var slegið á þráðinn til Hallgríms Sveinssonar, sem er í senn bátsmaður og léttadrengur listans. - Er þetta ekki bara einhver della, Hallgrímur?

...
Meira
Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.
1 af 2

„Vestfjarðavegur 60 er og hefur verið forgangsverkefni stjórnarflokkanna á þessu kjörtímabili, og yrði það áfram verði sömu flokkar við stjórn eftir kosningar. Hins vegar er mikilvægt að leysa fljótt og vel þau vandkvæði sem verið hafa vegna leiðarvals um Gufudalssveit.“ Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður, sem skipar 2. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi. Þingmenn Samfylkingarinnar, þau Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Ólína Þorvarðardóttir, héldu opinn fund í SjávarSmiðjunni á Reykhólum á mánudag, þar sem samgöngumálin bar títt á góma.

...
Meira
Barmahlíð á Reykhólum.
Barmahlíð á Reykhólum.

Barmahlíðardagurinn á Reykhólum er með veglegra mótinu þetta árið enda er jafnframt verið að halda upp á 25 ára afmæli Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Barmahlíðar. Dagskrá verður bæði í Barmahlíð og Reykhólaskóla og hefst hún kl. 13. Héraðsfólk er hvatt til að fjölmenna og samfagna heimilisfólki og starfsfólki í Barmahlíð. Dagskrána má sjá hér:

...
Meira

Nemendur í 8.-10. bekk Reykhólaskóla eru með sína hefðbundnu pítsuveislu í kvöld, síðasta vetrardag. Veislan verður í matsal skólans og bæði er hægt að neyta pítsunnar þar eða taka með sér heim. Tekið er við pöntunum frá kl. 15. Pítsurnar eru 12 tommur og kosta með tveimur tegundum af áleggi aðeins kr. 1.800. Fólk er eindregið hvatt til að styrkja ungmennin með því að kaupa pítsu (helst tvær eða þrjár). Með þessu eru þau að safna fyrir ævintýraferð í skólalok.

...
Meira

Lið Breiðfirðingafélagsins og Norðfirðingafélagsins keppa í kvöld, síðasta vetrardag, til úrslita í Spurningakeppni átthagafélaganna. Rimman eins og allar fyrri umferðir fer fram í Breiðfirðingabúð við Faxafen í Reykjavík (fyrir ofan Bónus). Síðan verður slegið upp sveitaballi þar sem barinn verður opinn. Átthagafélögin hvetja fólk til að koma á ballskónum í Breiðfirðingabúð og kveðja veturinn saman.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31