Tenglar

13. maí 2013

Bókasafnið lokað

Héraðsbókasafn Reykhólahrepps í skólanum á Reykhólum verður lokað í kvöld, mánudag, en opið á miðvikudag að venju kl. 17-19. Enn um sinn verður opið samkvæmt vetrartíma eða þangað til annað verður auglýst. Harpa Eiríksdóttir sem sá um bókasafnið þar til í fyrrahaust mun annast það á nýjan leik núna í sumar.

...
Meira
Sólveig Sigríður Magnúsdóttir.
Sólveig Sigríður Magnúsdóttir.

Sólveig Sigríður Magnúsdóttir sjúkraliði og nuddari (Solla Magg), sem fluttist frá Reykhólum í fyrravor, kemur í heimsókn á gamlar slóðir um næstu helgi og verður á Reykhólum í nokkra daga. Hún bað um að því yrði komið á framfæri hér á vefnum, að hún ætlar að taka alla í nudd sem vilja dagana 18.-22. maí. Hún gefur nánari upplýsingar og tekur tímapantanir í síma 897 2570 og 581 2570. Helst þyrfti að vera búið að panta tíma fyrir fimmtudag.

...
Meira
Jóna Valgerður í Mýrartungu, formaður Landssambands eldri borgara.
Jóna Valgerður í Mýrartungu, formaður Landssambands eldri borgara.

„Kjaramálahópur á landsfundi Landssambands eldri borgara (LEB) samþykkir að hækka þurfi skattleysismörk verulega, enda sé það besta kjarabótin fyrir eldri borgara. Einnig samþykkti hópurinn að atvinnutekjur 67 ára og eldri skuli ekki skerða greiðslur frá Tryggingastofnun. Kjaramálanefnd LEB og stjórn Landssambandsins hafa margítrekað fjallað um niðurskurð á kjörum aldraðra frá miðju ári 2009 þegar bætur voru skertar.“ Þannig hefjast ályktanir sem Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu II í Reykhólasveit, formaður LEB og fyrrum alþingismaður, sendi vefnum til birtingar.

...
Meira

Í haust mun Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps opna IÐJU fyrir fólk sem hefur lítið fyrir stafni vegna atvinnuleysis, sjúkdóma eða fötlunar, fyrir þá sem eru félagslega einangraðir og þá sem eru í endurhæfingu og aðra sem áhuga hafa. Iðjan er staður þar sem opið er frá kl. 9 á morgnana til kl. 14 alla virka daga og er opið hús fyrir alla sem vilja.

...
Meira

Símasambands- og netsambandslaust er á skrifstofu Reykhólahrepps. Verið er að grafa fyrir heitavatnslögn og fór símalínan í sundur. Vonast er til að samband verði komið á ný upp úr hádegi.

...
Meira
Myndirnar tók Sveinn Ragnarsson.
Myndirnar tók Sveinn Ragnarsson.
1 af 12

Barmahlíðardagurinn var að venju haldinn hátíðlegur á Reykhólum á sumardaginn fyrsta. Núna var þess minnst að 25 ár eru liðin frá því að fyrsta heimilisfólkið fluttist inn á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð og tilstandið því öllu meira en endranær. Nokkra tugi mynda sem Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli tók á fagnaðinum, bæði í Barmahlíð og matsal Reykhólaskóla, er að finna í valmyndinni hér vinstra megin.

...
Meira
Að verkalokum í fyrra.
Að verkalokum í fyrra.

Hinn árlegi Umhverfisdagur verður á fimmtudag, 9. maí, og hvetur umhverfis- og náttúruverndarnefnd Reykhólahrepps íbúana til að nota daginn og snyrta í kringum sig. Ætlunin er að hittast í Reykhólaskóla kl. 11 og skipta með sér verkum í þorpinu. Gámastöðin verður opin og eru eigendur á iðnaðarsvæðinu og þar í kring hvattir til að nota daginn vel og nýta tímann þegar opið er. Grill og Svalar að loknu verki kl. 14.

...
Meira
1 af 4

Veturinn hefur verið einstaklega snjóléttur á Reykhólum. Var - myndi kannski einhver segja núna þegar komið er fram í maí. Jörð hefur verið alauð og þannig var hún í gær eins og lengi undanfarið. En upp úr miðnætti fór að snjóa í logni og drífan minnti á hinn klassíska jólasnjó og snemma í morgun var sjö sentimetra jafnfallinn snjór á Reykhólum. Gæsir sem hafa verið á beit á túnum flugu ráðvilltar fram og aftur í leit að lendunum sem voru þarna í gær. Stelkurinn í litlum hópum og vængjaslátturinn jafnvel ennþá hraðari en venjulega.

...
Meira

Áætlunarferðir Strætó bs. á Reykhóla hætta núna um miðjan mánuðinn og verður síðasta ferðin fimmtudaginn 16. maí. Frá því í byrjun september á síðasta ári hefur fyrirtækið verið með ferðir á Reykhóla tvisvar í viku. Breyting þessi verður þegar sumaráætlun Strætó tekur gildi en hún stendur til 14. september.

...
Meira
Hildur Jakobína Gísladóttir.
Hildur Jakobína Gísladóttir.

Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps, hefur sagt starfi sínu lausu. Af persónulegum ástæðum hyggur hún á flutninga til höfuðborgarsvæðisins og lætur af störfum í júlí. Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps er yngsta félagsþjónustan á landinu, stofnuð 1. febrúar 2011, og hefur Hildur Jakobína gegnt störfum félagsmálastjóra frá upphafi.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31