Lilja Rafney: Björt og vongóð
„Ég er auðvitað fyrst og fremst björt, þakklát og vongóð um að við öll sem kosin vorum eigum eftir að skila góðum verkum í þágu lands og þjóðar,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir á Suðureyri, þingmaður Vinstri grænna, um úrslit kosninganna. „Við fundum ótrúlega góðan meðbyr síðustu vikuna og bjuggumst ekki við því að kosningin yrði jafn tæp og raun ber vitni. Mér hefur verið sagt að það hafi bara munað um 50 atkvæðum að ég næði aftur inn sem kjördæmakjörinn þingmaður, en ég er bara þakklát fyrir baráttu félaga minna sem skilar okkar á endanum að minnsta kosti manninum inn,“ segir hún.
...Meira