Tenglar

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.

„Ég er auðvitað fyrst og fremst björt, þakklát og vongóð um að við öll sem kosin vorum eigum eftir að skila góðum verkum í þágu lands og þjóðar,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir á Suðureyri, þingmaður Vinstri grænna, um úrslit kosninganna. „Við fundum ótrúlega góðan meðbyr síðustu vikuna og bjuggumst ekki við því að kosningin yrði jafn tæp og raun ber vitni. Mér hefur verið sagt að það hafi bara munað um 50 atkvæðum að ég næði aftur inn sem kjördæmakjörinn þingmaður, en ég er bara þakklát fyrir baráttu félaga minna sem skilar okkar á endanum að minnsta kosti manninum inn,“ segir hún.

...
Meira
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.

„Það markmið sem við settum okkur í þessari kosningabaráttu hér í Norðvestukjördæmi, að tryggja Eyrúnu Ingibjörgu Sigþórsdóttur sæti á Alþingi Íslendinga, náðist því miður ekki,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson, annar þingmaður Norðvesturkjördæmis. Að hans mati var samt sem áður gríðarlega gott starf unnið af öllum flokksfélögunum í kjördæminu í þágu flokksins og ekki síst af hálfu Eyrúnar og félaga.

...
Meira
Jóhanna María Sigmundsdóttir.
Jóhanna María Sigmundsdóttir.

Á kosninganótt setti Jóhanna María Sigmundsdóttir met, en hún er yngst allra sem hafa náð kjöri til setu á Alþingi Íslendinga. En Jóhanna María er ekki aðeins yngsti þingmaður sem hefur náð kjöri í sögu lýðveldisins heldur er hún einnig sauðfjárbóndi á Látrum í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi og auk þess starfandi formaður Félags ungra bænda og varaformaður Félags ungra framsóknarmanna. Fyrir kosningar þegar kannanir sýndu að hún gæti jafnvel komist inn á þing tók hún því með miklu jafnaðargeði og jafnvel þegar hún lagðist til svefns á kosninganótt var hún ekki viss um að vakna sem þingmaður. Jóhanna María er full þakklætis og horfir brött fram á við.

...
Meira

Aðalfundur Krabbameinsfélags Breiðfirðinga verður haldinn í Rauðakrosshúsinu í Búðardal í kvöld, mánudag, og hefst kl. 17. Auk venjulegra aðalfundarstarfa og annarra mála verður kjörinn fulltrúi á fund Krabbameinsfélags Íslands og sýnd fræðslumynd um ristilspeglun til varnar gegn krabbameini. Stjórn félagsins hvetur alla núverandi félaga og aðra velunnara til að koma á fundinn. Nýir félagar velkomnir.

...
Meira
Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.

„Mér finnst það sorgleg niðurstaða að þjóðin skuli hafa kosið yfir sig þá tvo flokka sem báru mesta ábyrgð á því hvernig fór árið 2008 og hef áhyggjur af því hvaða afleiðingar það getur haft fyrir samfélagið ef Framsóknarflokkurinn ætlar að uppfylla þau gylliboð sem hann gaf fyrir kosningarnar. Þá hef ég áhyggjur af hækkandi verðbólgu, þensluáhrifum og óstöðugleika í efnahagslífinu“, segir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi á síðasta kjörtímabili. Hún heldur ekki þingsæti sínu eftir kosningarnar.

...
Meira
28. apríl 2013

Þrír vestfirskir þingmenn

Einar K., Jóhanna María og Lilja Rafney.
Einar K., Jóhanna María og Lilja Rafney.

Vestfirðingar eiga þrjá þingmenn á komandi Alþingi ef miðað er við bæði búsetu og uppruna. Þetta eru (talið eftir röð þingmanna í NV-kjördæmi í kosningunum í gær) þau Einar Kristinn Guðfinnsson í Bolungarvík (Sjálfstæðisflokkur), Jóhanna María Sigmundsdóttir á Látrum í Mjóafirði við Djúp (Framsóknarflokkur) og Lilja Rafney Magnúsdóttir á Suðureyri við Súgandafjörð (Vinstri grænir).

...
Meira
Eggert Ólafsson á Reykhólum greiðir atkvæði. Að því er virðist þykir hvorki honum né Áslaugu eða Steinunni þetta vera mjög leiðinlegur viðburður.
Eggert Ólafsson á Reykhólum greiðir atkvæði. Að því er virðist þykir hvorki honum né Áslaugu eða Steinunni þetta vera mjög leiðinlegur viðburður.
1 af 2

Heildarkjörsókn í Reykhólahreppi í Alþingiskosningunum í dag var 75,6%. Á kjörskrá voru 205, þar af karlar 101 og konur 104. Á kjörstað kusu 131 eða 63,9% en atkvæði utan kjörfundar kusu 24. Alls kusu því 155 manns. Stærri hluti karla en kvenna kaus á kjörstað í dag eða 72 á móti 59 konum. Atkvæði utan kjörfundar voru fleiri frá konum en körlum eða 14 á móti 10.

...
Meira
Skriðan var ekkert smáræði.
Skriðan var ekkert smáræði.
1 af 4

Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Geiradal tók meðfylgjandi myndir þegar verið var að ryðja burt skriðunni miklu sem féll á þjóðveginn um Litlaneshraun við Kjálkafjörð í Múlasveit, vestast í Reykhólahreppi. Áætlað var að um 150 þúsund rúmmetrar af jarðvegi hafi ruðst fram á veginn. Þarna er unnið að nýlagningu vegarins og var verið að snyrta neðan af skeringu þegar skriðan féll. Litlu mátti muna að slys yrði því að þarna voru menn og vinnuvélar að störfum og varð eitthvert tjón á tækjum.

...
Meira
Myndir: Sveinn Ragnarsson.
Myndir: Sveinn Ragnarsson.
1 af 3

Vel á annan tug þúsunda safnaðist á bingóinu á Barmahlíðardeginum á sumardaginn fyrsta. Alla vinninga gaf Eyvindur í Hólakaupum en afraksturinn rann til Vinafélags Barmahlíðar. Félagið var stofnað fyrir sex árum og hefur frá upphafi lagt heimilinu og heimilisfólkinu lið á marga vegu, hvort heldur með gjöfum eða félagsstarfi eða á annan hátt.

...
Meira
Kjartan og Rósa glugga í rímnabókina frá Staðarhóli í Saurbæ.
Kjartan og Rósa glugga í rímnabókina frá Staðarhóli í Saurbæ.

Menningarviðburður verður í Tjarnarlundi í Saurbæ kl. 14 á morgun, sunnudag. Þar veita Dalamenn viðtöku eftirgerð eins af handritunum sem Árni Magnússon safnaði saman hérlendis og kom til varðveislu í Árnasafni í Kaupmannahöfn. Um er að ræða eftirgerð rímnahandrits frá Staðarhóli í Saurbæ þar sem félagsheimilið Tjarnarlundur er núna. Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur mun segja frá handritinu og Steindór Andersen kveða rímur úr því.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31