„Innilega“ fermingarbarnanna hjá sr. Elínu Hrund
Fermingarbörn í Reykhólaprestakalli eru fjögur þetta árið. Þessa dagana eru þrjú þeirra í „innilegu“ (sbr. útilega) á prestssetrinu á Reykhólum hjá sr. Elínu Hrund Kristjánsdóttur. Slíkar innilegur voru tvisvar fyrir áramót. Að þessu sinni hafði eitt þeirra sem fermast munu ekki tök á því að koma. „Þau eru dreifð um prestakallið og því hefur mér fundist gott að fá þau hingað á prestssetrið til helgardvalar nokkrum sinnum í staðinn fyrir að vera að hitta þau stund og stund,“ segir sr. Elína Hrund.
...Meira