Tenglar

Sr. Elína Hrund, Laufey Fríða, Soffía Sóley, Elín Lóa og Steinþór Logi.
Sr. Elína Hrund, Laufey Fríða, Soffía Sóley, Elín Lóa og Steinþór Logi.

Fermingarbörn í Reykhólaprestakalli eru fjögur þetta árið. Þessa dagana eru þrjú þeirra í „innilegu“ (sbr. útilega) á prestssetrinu á Reykhólum hjá sr. Elínu Hrund Kristjánsdóttur. Slíkar innilegur voru tvisvar fyrir áramót. Að þessu sinni hafði eitt þeirra sem fermast munu ekki tök á því að koma. „Þau eru dreifð um prestakallið og því hefur mér fundist gott að fá þau hingað á prestssetrið til helgardvalar nokkrum sinnum í staðinn fyrir að vera að hitta þau stund og stund,“ segir sr. Elína Hrund.

...
Meira
Staðarhólskirkja í Saurbæ. Ljósm. hþm.
Staðarhólskirkja í Saurbæ. Ljósm. hþm.
1 af 5

Léttmessa verður sungin í kirkjunni á Staðarhóli í Saurbæ kl. 20 annað kvöld, sunnudag. Sunnudagaskólinn verður í Reykhólakirkju kl. 11 í fyrramálið og helgistund verður á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum kl. 14.30. Presturinn er sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir, sem þjónar hinu víðlenda Reykhólaprestakalli, en til halds og trausts við athafnirnar verður Elín Lóa Kristjánsdóttir trúarbragðafræðingur.

...
Meira
Reykhólahreppur er meira en þúsund ferkílómetrar. Kort unnið úr grunni Landmælinga Íslands.
Reykhólahreppur er meira en þúsund ferkílómetrar. Kort unnið úr grunni Landmælinga Íslands.

Einhverjum kemur það kannski á óvart, jafnvel hundkunnugu fólki vestra, að Reykhólahreppur og Ísafjarðarbær skuli mætast á landamerkjum. Þetta er í einum punkti í tæplega 870 metra hæð á Glámuhálendinu upp af botni Arnarfjarðar, þar sem fyrrum var jökull. Í þessum punkti snertast reyndar fjögur sveitarfélög, þ.e. Vesturbyggð og Súðavíkurhreppur auk Reykhólahrepps og Ísafjarðarbæjar. Nú kann að vera örðugt að benda nákvæmlega á þennan punkt, sem fræðilega séð er óendanlega lítill. En væri það hægt, þá mætti þarna stíga inn í fjögur sveitarfélög í jafnmörgum skrefum á jafnmörgum sekúndum.

...
Meira

Óskað er eftir sem allra ítarlegustum upplýsingum frá staðkunnugu fólki um svæðið neðan við Reykhóla. Um þessar mundir er Reykhólahreppur að vinna að skipulagi á svæðinu kringum Langavatn og niður að sjó eða því svæði sem er innan þéttbýlismarka á aðalskipulagi. Ferðamálastofa styrkir þetta verkefni, sem Reykhólahreppur vinnur í samstarfi við m.a. Árna Geirsson og Halldóru Hreggviðsdóttur hjá ráðgjafastofunni Alta.

...
Meira

Mér finnst alveg ótrúlegt að þeir sendi PIN-númerin með kortunum, segir Jón Atli Játvarðarson, viðskiptavinur Landsbankans og íbúi á Reykhólum. Hann er einn nokkurra Reykhólabúa sem urðu fyrir því að kortum þeirra, greiðslukortum frá Landsbankanum, var stolið þegar Íslandspóstur var að flytja pakka með kortum Reykhólabúa frá Patreksfirði til Reykjavíkur. Þaðan áttu kortin að fara aftur vestur á firði, til Reykhóla. Landsbankinn sendi PIN-númerin með kortunum sjálfum, nokkuð sem upplýsingafulltrúi bankans segir að eigi ekki að gerast.

...
Meira
Tjóðurhælar gerast víst ekki öllu verklegri við innanverðan Breiðafjörð.
Tjóðurhælar gerast víst ekki öllu verklegri við innanverðan Breiðafjörð.
1 af 2

Febrúarvorið við innanverðan Breiðafjörð hefur reynst mörgum drjúgt til útiverka. Þannig voru starfsmenn Reykhólahrepps í dag utan við bækistöð Björgunarsveitarinnar Heimamanna neðan Reykhólaþorps að vinna rauða kerru undir málningu. Kerra þessi er í eigu Slökkviliðs Reykhólahrepps og hefur um langt árabil hefur verið höfð tiltæk í Gufudal og verður þar áfram og geymir búnað til slökkvistarfa.

...
Meira

Í dag eru unglingar úr Reykhólaskóla á vinnufundi á Hólmavík vegna stofnunar framhaldsskóladeildar í Strandabyggð á komandi hausti. Kynningarfundur um deildina verður síðan haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 18 í kvöld, fimmtudag. Hann er opinn öllum íbúum Strandabyggðar og fólk úr Reykhólahreppi og öðrum grannhéruðum er einnig velkomið.

...
Meira
Örn Snævar Sveinsson við tvo af gömlu kösturunum. Tveir aðrir eru yst til hægri. Sá fimmti er bak við kirkjuna.
Örn Snævar Sveinsson við tvo af gömlu kösturunum. Tveir aðrir eru yst til hægri. Sá fimmti er bak við kirkjuna.

Ákveðið hefur verið að fá nýja kastara til að lýsa upp Reykhólakirkju að utan. Gömlu ljóskastararnir sem eru fimm talsins hafa ekki verið í notkun síðustu misseri. Formaður sóknarnefndar Reykhólasóknar, Örn Snævar Sveinsson skipstjóri, segir að þeir séu geysilega orkufrekir og þó að nýir kastarar kosti talsvert fé borgi þetta sig með tímanum með minni rafmagnskostnaði.

...
Meira
Daníel Jónsson við tankinn í mjólkurhúsinu á Ingunnarstöðum.
Daníel Jónsson við tankinn í mjólkurhúsinu á Ingunnarstöðum.

„Við fórum yfir ákveðin atriði. Eins og ég hef sagt, þá eru tvær hliðar á öllum málum. Ég vona að það komist einhver hreyfing á mál Ingunnarstaða,“ sagði Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, eftir fund hans og lögfræðings samtakanna með Daníel Jónssyni bónda á Ingunnarstöðum. Þeir komu vestur í gær til að kynna sér mál Daníels, sem verið hefur í mjólkursölubanni talsvert á fjórða mánuð.

...
Meira

Styrkir til tvenns konar verkefna eru í boði vegna samstarfssamnings Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála (NATA). Annars vegar eru styrkir til verkefna í ferðaþjónustu og hins vegar ferðastyrkir, t.d. vegna skólahópa, íþróttahópa eða menningarverkefna.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31