Tenglar

Íslandsbanki hefur gefið út samantekt um fjárhag sveitarfélaga miðað við árið 2011. Byggt er á sömu reikniforsendum og Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga notar. Eftir niðurstöðunum er sveitarfélögum skipt í fjóra flokka. Reykhólahreppur lendir þar í efsta flokki, en skilgreining hans er „Lítil skuldsetning og rekstur stendur vel undir núverandi skuldsetningu“. Þrjú fjölmennustu sveitarfélögin á Vestfjörðum (Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Vesturbyggð) lenda í neðsta flokki, en skilgreining hans er „Mikil skuldsetning og rekstur stendur ekki undir skuldsetningu að öllu jöfnu“. Önnur sveitarfélög á Vestfjörðum lenda eins og Reykhólahreppur í efsta flokki.

...
Meira

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, er ásamt lögfræðingi samtakanna væntanlegur að Ingunnarstöðum í Geiradal á morgun. Erindi þeirra vestur er að ræða við Daníel bónda um þá sérkennilegu stöðu sem hann er í og kynna sér mál hans. Í dag eru liðnir hundrað dagar frá því að Daníel var sviptur mjólkursöluleyfi. Fyrir þremur dögum birtist hér á vefnum ítarlegt viðtal við hann. Reykhólavefurinn hafði samband við Harald Benediktsson og spurði hann út í aðkomu Bændasamtakanna að máli Daníels.

...
Meira

Menningarráð Vestfjarða minnir á, að umsóknarfrestur til ráðsins rennur út núna á föstudag, 22. febrúar. Hægt er að skila inn umsóknum sem viðhengi í tölvupósti eða gegnum vefsíðuna www.vestfirskmenning.is til miðnættis þann dag. Á vefsíðu ráðsins má einnig nálgast umsóknareyðublöð og allar leiðbeiningar. Hægt er að sækja um styrki í tveimur flokkum, bæði til afmarkaðra menningarverkefna og líka um stofn- og rekstrarstyrki til menningarstofnana í fjórðungnum.

...
Meira
1 af 3

Það liggur okkur „í léttu rúmi“ segir Hjalti Hafþórsson, hingað til um árabil skráður eiginmaður Ingibjargar Birnu Erlingsdóttur sveitarstjóra Reykhólahrepps um frétt í blaði um annan eiginmann eiginkonu hans. Fréttablaðið Vestfirðir nýútkomið (2. tbl. 2. árg. 14. febrúar 2013) greinir í máli og myndum frá Íslenska saltfélaginu ehf. á Reykhólum. Annar forsvarsmanna fyrirtækisins, Garðar Stefánsson, segir þar skv. því sem eftir honum er haft:

...
Meira
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð.
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð.

Starfsfólk óskast í Barmahlíð á Reykhólum, bæði nú þegar (helst fastráðning) og síðan í sumarafleysingar. Vinnutilhögun samkomulag. Hafið samband við hjúkrunarforstjóra í síma 434 7816, 434 7817 eða 895 2177.

...
Meira
1 af 2

Fjöldi barna í hlutfalli við mannfjölda á Reykhólum vekur sérstaka athygli þegar skoðaðar eru nýbirtar tölur Hagstofu Íslands. Af 133 íbúum Reykhólaþorps 1. janúar voru 34 börn tíu ára og yngri eða 25,6% af heildarfjöldanum. Hlutfallið á landinu öllu er 15,3% og í Reykjavík 14,6%. Ef tölur frá öllum byggðarkjörnum á Vestfjarðakjálkanum og Búðardal eru skoðaðar kemur í ljós, að hlutfall barna tíu ára og yngri er langhæst á Reykhólum.

...
Meira
Sigurlið Önfirðingafélagsins í fyrstu Spurningakeppni átthagafélaga 1998. F.v. Rakel Brynjólfsdóttir, Gísli Rúnar Gíslason, Ragnheiður Elín Bjarnadóttir keppnisstjóri og Kristján Bersi Ólafsson. Ljósm. Björn Ingi Bjarnason.
Sigurlið Önfirðingafélagsins í fyrstu Spurningakeppni átthagafélaga 1998. F.v. Rakel Brynjólfsdóttir, Gísli Rúnar Gíslason, Ragnheiður Elín Bjarnadóttir keppnisstjóri og Kristján Bersi Ólafsson. Ljósm. Björn Ingi Bjarnason.

Núna liggur fyrir að einungis annað félaganna tveggja sem rætur sínar eiga við Breiðafjörðinn kemst í átta liða úrslit í Spurningakeppni átthagafélaganna. Sextán lið taka þátt í keppninni og drógust Barðstrendingafélagið og Breiðfirðingafélagið saman í fyrstu umferð. Hún fer fram 28. febrúar og 7. mars og verða fjórar viðureignir hvort kvöld. Athygli vekur, að af liðunum sextán eru níu með rætur á Vestfjarðakjálkanum og kringum Breiðafjörð.

...
Meira
Daníel á Ingunnarstöðum. Skjáskot úr myndskeiði í Sjónvarpi mbl.is 23. jan.
Daníel á Ingunnarstöðum. Skjáskot úr myndskeiði í Sjónvarpi mbl.is 23. jan.

Á þriðjudag verða hundrað dagar liðnir frá því að Matvælastofnun svipti Daníel Jónsson bónda á Ingunnarstöðum í Geiradal leyfi til mjólkursölu. Síðan hefur hann hellt mjólkinni niður og nemur verðmæti hennar, miðað við verð til bónda, eitthvað á sjöundu milljón króna. Staða Daníels er ennþá sérstæðari vegna þess að Landsbankinn leysti til sín jörðina síðla árs 2011. Í báðum þessum málum segir hann farir sínar ekki sléttar í viðskiptum við þá sem þar er við að eiga. Einnig er hann mjög ósáttur við bæði framgöngu og framgönguleysi hjá Bændasamtökunum og Landssambandi kúabænda.

...
Meira
GóGó píurnar. Mynd: strandir.is.
GóGó píurnar. Mynd: strandir.is.

Í almennri kosningu um Strandamann ársins, sem vefurinn strandir.is stóð fyrir núna níunda árið í röð, urðu GóGó píurnar hlutskarpastar. Þar er um að ræða unglingasöngsveit sem var stofnuð á síðasta ári innan vébanda félagsmiðstöðvarinnar Ozon á Hólmavík. Sveitina skipa Brynja Karen Daníelsdóttir, Gunnur Arndís Halldórsdóttir, Margrét Vera Mánadóttir, Sara Jóhannsdóttir sem sungu og Fannar Freyr Snorrason sem spilaði undir.

...
Meira

Vegna frétta af tengingum við ljósnet Símans fagnar hreppsnefnd þeirri ákvörðun Símans að netvæða landsbyggðina og leggja þar með sitt lóð á vogarskálarnar við að jafna aðgang fólks að háhraðaneti, en harmar það jafnframt fyrir hönd íbúa hreppsins að vera ekki í þeim hópi sem fær tengingu að þessu sinni. Hreppsnefnd óskar þess að fá kynningu á ljósneti Símans og áætlunum Símans um frekari ljósnetvæðingu. Sveitarstjórn óskar þeim heimilum sem fá aðgang að ljósneti Símans árið 2013 til hamingju með það.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31