Reykhólahreppur í efsta flokki hvað fjárhag varðar
Íslandsbanki hefur gefið út samantekt um fjárhag sveitarfélaga miðað við árið 2011. Byggt er á sömu reikniforsendum og Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga notar. Eftir niðurstöðunum er sveitarfélögum skipt í fjóra flokka. Reykhólahreppur lendir þar í efsta flokki, en skilgreining hans er „Lítil skuldsetning og rekstur stendur vel undir núverandi skuldsetningu“. Þrjú fjölmennustu sveitarfélögin á Vestfjörðum (Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Vesturbyggð) lenda í neðsta flokki, en skilgreining hans er „Mikil skuldsetning og rekstur stendur ekki undir skuldsetningu að öllu jöfnu“. Önnur sveitarfélög á Vestfjörðum lenda eins og Reykhólahreppur í efsta flokki.
...Meira