Tenglar

Skemman sem um ræðir.
Skemman sem um ræðir.

Óskað er eftir tilboði í niðurrif á skemmu við Aðalstræti á Patreksfirði. Um er að ræða um 270 fermetra járnklætt timburhús, að hluta klætt að innan með einangraða veggi, steypta grunnplötu og að hluta eru lágir sökklar í inn- og útveggjum. Tilboðið skal ná yfir að fjarlægja allt húsið og farga því sem er ónýtanlegt.

...
Meira
15. febrúar 2013

Spænska í fjarnámi

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi vill vekja athygli á námskeiði í spænsku sem haldið verður í fjarkennslu gegnum netið og felst í úrvinnslu verkefna og heimalestri. Námskeiðið hefst síðar í þessum mánuði eða þegar lágmarksþátttöku er náð.

...
Meira
Forsíðan.
Forsíðan.

Komið er út fyrsta tölublaðið af nýju fréttablaði Reykhólaskóla. Það er eingöngu gefið út á rafrænu formi en hægt er að prenta það út. Í blaðinu eru margvíslegar upplýsingar og annað til gagns og gamans. Þar má nefna hugleiðingar Önnu Gretu Ólafsdóttur skólastjóra, raktar eru breytingar á starfsháttum og starfsliði frá upphafi skólaársins og síðan er litið fram á við yfir vorönnina. Undir fyrirsögninni Skólagagnrýni eru birtar umsagnir nokkurra nemenda í 5. og 6. bekk um skólann, bæði til lofs og um það sem þeim þætti betur mega fara. Þarna má líka lesa einar átján örsögur eftir nemendur í 1.-4. bekk undir fyrirsögninni Sögurnar okkar.

...
Meira

Björgunarsveitarmaðurinn og snjóflóðaeftirlitsmaðurinn Þröstur Reynisson á Patreksfirði (frá Gufudal) verður með opinn fræðslufund á Reykhólum á laugardag á vegum Björgunarsveitarinnar Heimamanna í Reykhólahreppi. „Stundar þú útivist á veturna, skíði, snjósleðaferðir eða gönguferðir? Veistu hvernig þú átt að bregðast við ef þú lendir í snjóflóði eða þarft að leita að félaga þínum sem varð undir hengju eða flóði?“ er spurt í tilkynningu frá Heimamönnum.

...
Meira
Horft til suðurs frá útsýnisskífunni á Hellishólum á Reykhólum.
Horft til suðurs frá útsýnisskífunni á Hellishólum á Reykhólum.
1 af 2

Fyrirtækið Verklok ehf. (Brynjólfur Smárason verktaki á Reykhólum) fékk á síðasta fundi skipulags- og bygginganefndar Reykhólahrepps vilyrði fyrir byggingarlóð á iðnaðarsvæðinu neðan við Reykhólaþorp. Þó að fyrirtækið sé skráð fyrir umsókninni stendur Eiríkur Kristjánsson húsasmíðameistari á Reykhólum ásamt Brynjólfi að baki hugmyndinni að húsbyggingunni.

...
Meira

„Áhugaverð og uppbyggileg dagskrá í bland við faglega skemmtun,“ segir í tilkynningu um ársfund Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (NMÍ), sem haldinn verður í Reykjavík að morgni fimmtudagsins 28. febrúar. Jafnframt er fólk hvatt til að koma á fundinn og skrá sig sem fyrst. Að loknu ávarpi ráðherra atvinnumála verða flutt allmörg stutt erindi, en fundurinn stendur aðeins rúma tvo tíma. Fundarstjóri verður Önfirðingurinn, Fjallabróðirinn og frumkvöðullinn Halldór Gunnar Pálsson, en af þeim sem erindi flytja má nefna tvo verkefnisstjóra NMÍ á Ísafirði, þær Sigríði Ó. Kristjánsdóttur og Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, stjórnarformann Fjórðungssambands Vestfirðinga.

...
Meira
13. febrúar 2013

Ævintýri á gönguför

Leikskólafólkið fyrir dyrum Barmahlíðar.
Leikskólafólkið fyrir dyrum Barmahlíðar.
1 af 3

Mannskapurinn í leikskóladeild Reykhólaskóla brá undir sig betri fætinum núna fyrir hádegið á öskudag og fór í göngutúr um þorpið. Meðal annars var komið við í Barmahlíð og nokkur lög sungin þar í anddyrinu þannig að söngurinn ómaði um heimilið. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands um mannfjölda þann 1. janúar, sem birtar voru í gær, voru 26 börn á aldrinum 0-5 ára í Reykhólahreppi. Kynjaskiptingin var hnífjöfn: 13 stúlkur og 13 drengir. Þetta er í fullu samræmi við kynjaskiptingu allra íbúanna í hreppnum: 140 konur og 140 karlar.

...
Meira

Öskudagurinn er í dag og þar með maskadagur á Reykhólum eins og víða um land (á sumum stöðum er hann á bolludag). Af því tilefni verður kötturinn sleginn úr tunnunni í íþróttahúsinu á balli sem byrjar kl. 15. Leikskólanemendum er velkomið að koma skrautklæddir í skólann en ekki er gert ráð fyrir að nemendur grunnskóladeildar mæti í búningi. Þeir fá hins vegar að nota síðustu kennslustund fyrir ballið til þess að hafa sig til og foreldrum er velkomið að koma og aðstoða.

...
Meira
Hólmavík / Jón Halldórsson.
Hólmavík / Jón Halldórsson.

Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík heldur upp á gamlar hefðir og býður öllum börnum í Strandabyggð og nágrannasveitum að taka þátt í öskudagsballi fyrir börnin. Það verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík á morgun, miðvikudag, og byrjar kl. 17. Foreldrar er hvattir til að koma með krakkana sína, fara í þrautakóng og slá köttinn úr tunnunni. Verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta furðufatabúninginn.

...
Meira
1 af 4

Íbúum í Reykhólahreppi fjölgaði um 9 frá 1. janúar 2012 til 1. janúar 2013 eða úr 271 í 280 samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofu Íslands sem birtar voru í morgun. Á Reykhólum fjölgaði um 12 en í sveitunum fækkaði um 3. Íbúafjöldinn í hreppnum er nánast sá sami og 1. janúar árið 2004 þó að svolitlar sveiflur hafi verið á tímabilinu. Á myndunum sem hér fylgja eru bæði súlurit og töflur sem sýna mannfjöldann í Reykhólahreppi og á Reykhólum síðasta áratuginn. Í töflunum kemur fjöldi karla og kvenna auk þess fram (rauðar tölur þar sem karlar eða konur eru fleiri hverju sinni).

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31