Tenglar

Landssamtök landeigenda á Íslandi gagnrýna hversu hart er að þeim sótt og hversu lagahyggja ráði stórum hlut, þar sem stöðugt sé verið að takmarka og ganga á rétt landeigenda. Hugmyndir um nýja stjórnarskrá séu þar meðtaldar. Samtökin eru ósátt við að grundvallarlög landsins eigi að afgreiða með hraði í stað málefnalegrar umræðu sem grundvallist á ítarlegu mati á áhrifum breytinganna.

...
Meira
1 af 2

Guðbrandur Jónsson, öllu betur þekktur sem Ástar-Brandur, fæddist árið 1882 á Brandsstöðum í Reykhólasveit. Brandsstaðir eru fyrir löngu komnir í eyði en voru milli Hamarlands og Staðar á Reykjanesi. Myndin sem hér fylgir er af póstkorti í eigu Dóru Sigvaldadóttur frá Hafrafelli í Reykhólasveit. Upplýsingar um konuna sem er með Guðbrandi á myndinni væru vel þegnar.

...
Meira

Tilgangurinn með 112-deginum í dag, 11. febrúar (11.2.) er að kynna neyðarnúmerið 112 og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það. Að þessu sinni er áherslan lögð á getu almennings til þess að bregðast við á vettvangi alvarlegra slysa og veikinda, að fólk hringi í 112 og veiti fyrstu aðstoð áður en sérhæfð aðstoð berst.112-dagurinn er haldinn víða um Evrópu í dag en 112 er samræmt neyðarnúmer í löndum Evrópusambandsins. Nánar hér:

...
Meira

Vikulegur viðverudagur félagsmálastjóra á skrifstofu Reykhólahrepps hefði átt að vera á morgun, þriðjudag, en færist að þessu sinni fram á fimmtudag, 14. febrúar.

...
Meira
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.

Vegna starfsdags er Reykhólaskóli (bæði leikskólinn og grunnskólinn) lokaður í dag, mánudag.

...
Meira
Ólafía og Eyvindur með tvær sortir af bollunum úr Geirabakaríi.
Ólafía og Eyvindur með tvær sortir af bollunum úr Geirabakaríi.

Eyvi í Hólakaupum á Reykhólum fór í morgun suður í Geirabakarí í Borgarnesi að sækja bolludagsbollur og kom í hádeginu með ríflega 200 bollur af sjö mismunandi tegundum. Þar af var búið að panta og láta taka frá 70 bollur. Opið er í Hólakaupum til klukkan 17 í dag og auðvitað hægt að kaupa bollur þó að sjálfur bolludagurinn sé ekki fyrr en á morgun (fyrstur kemur, fyrstur fær), eða hringja og láta taka frá. - Hér má hnýta við þeirri ánægjulegu frétt, að í vændum er innspýting upp á um 1,4 milljarða króna í rekstur búðarinnar litlu á Reykhólum.

...
Meira

Heimasíða Breiðfirðingafélagsins hefur verið endurnýjuð og er unnið að því að koma öllu efni af gömlu síðunni yfir á þá nýju. Fréttabréf Breiðfirðingafélagsins, 2. tbl. 19. árgangs, var að koma út. Það má lesa á heimasíðunni og prenta út eftir hentugleikum. Formaður félagsins, Snæbjörn Kristjánsson frá Breiðalæk á Barðaströnd, segir þar m.a. í inngangsorðum:

...
Meira
Frá afhendingu gjafabréfanna: Sóley Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Ólafsson f.h. Heimamanna og Herdís Erna Matthíasdóttir f.h. Aftureldingar.
Frá afhendingu gjafabréfanna: Sóley Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Ólafsson f.h. Heimamanna og Herdís Erna Matthíasdóttir f.h. Aftureldingar.

Handverksfélagið Assa í Reykhólahreppi afhenti fyrir nokkru síðan Björgunarsveitinni Heimamönnum og Ungmennafélaginu Aftureldingu sitt hvort gjafabréfið að upphæð 65 þúsund krónur, sem er afrakstur sölunnar á Bóka- og nytjamarkaðinum í Króksfjarðarnesi árið 2012. Þetta var þriðja ár markaðarins og enn sem fyrr lætur Assa peningana renna til samfélagsmála í héraðinu.

...
Meira
Úr Reykhólakirkju.
Úr Reykhólakirkju.

Léttmessa verður í Reykhólakirkju kl. 13.30 á morgun, sunnudag 10. febr. Kór Reykhólaprestakalls syngur, organisti og kórstjóri er Viðar Guðmundsson. Klukkutíma síðar eða kl. 14.30 verður helgistund í Barmahlíð á Reykhólum. Kl. 11 fyrir hádegið er sunnudagaskólinn í kirkjunni. Prestur er sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir á Reykhólum.

...
Meira
Á Reykhólum snemma árs 1952.
Á Reykhólum snemma árs 1952.

Myndin sem hér fylgir er úr fórum Steinunnar Erlu Magnúsdóttur á Kinnarstöðum í Reykhólasveit. Hún er tekin snemma árs 1952 fyrir utan sundlaugarhúsið á Reykhólum, sem á þeim tíma var jafnframt skólahús héraðsins. Á morgun verður myndin sett inn á undirsíðuna Ljósmyndir, myndasöfn - Gamlar myndir (valmyndin vinstra megin) ásamt nöfnum allra þeirra sem þarna getur að líta. Þangað til geta áhugasamir spreytt sig á því að þekkja mannskapinn.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31