Tenglar

„Um er að ræða frábært nám sem sniðið er að stjórnendum og rekstraraðilum í ferðaþjónustu,“ segir Rósa Björk Halldórsdóttir hjá Markaðsstofu Vesturlands. „Mæli eindregið með þessu námskeiði,“ segir Kolbrún Pálsdóttir hótelstýra í Bjarkalundi. Hér er um að ræða fjarnám á níu vikna tímabili með vinnulotum á Bifröst í byrjun og í lokin. Námið hefst 26. febrúar en umsóknarfrestur er til 15. febrúar.

...
Meira

Breiðafjarðarfléttan og Markaðsstofa Vesturlands efna til fundar á Hótel Stykkishólmi föstudaginn 15. febrúar frá kl. 10 til kl. 14.30 um markaðsátak fyrirtækja í ferðaþjónustu og tengdra aðila allt í kringum Breiðafjörð. Yfirskrift verkefnisins er Undraheimur Breiðafjarðar - allt árið. Tilgangur fundarins verður að vinna grófa áætlun fyrir verkefnið. Í framhaldinu verður síðan ákveðið hvort forsendur séu til að hrinda átakinu í framkvæmd.

...
Meira

Fyrsta samæfing ársins á vegum SAMVEST-samstarfsins verður haldin á Akranesi á laugardag, 9. febrúar. Æfingin fer fram í Akraneshöllinni á Jaðarsbökkum og er fyrir 10 ára (árgangur 2003) og eldri. Hún stendur frá kl. 10 til 12 og er í höndum þjálfara á starfssvæðinu. Krakkarnir fá ávexti að lokinni æfingu en annars er reiknað með að þau hafi með sér nesti. Að lokinni æfingu er stefnt að sundferð.

...
Meira
Frá vinnu við frystihúsið gamla í Flatey á liðnu sumri. Ljósm. Björn Samúelsson.
Frá vinnu við frystihúsið gamla í Flatey á liðnu sumri. Ljósm. Björn Samúelsson.

Eins og hér kom fram fyrir skömmu var veittur 3,7 millj. króna styrkur úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til endurbyggingar frystihússins í Flatey við fyrstu úthlutun á þessu ári. Nú auglýsir sjóðurinn á ný eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar á ferðamannastöðum.

...
Meira
Nú líður að bolludegi og sprengidegi. Síðan kemur öskudagur.
Nú líður að bolludegi og sprengidegi. Síðan kemur öskudagur.

Eyvi kaupmaður á Reykhólum verður á bollubílnum fyrir bolludaginn eins og áður. Hann fer á sunnudagsmorgun (bolludagurinn er á mánudag) suður í Geirabakarí í Borgarnesi og nýbakaðar bollurnar ættu að vera komnar í Hólakaup um kl. 13.30. Ef fólk vill láta taka frá fyrir sig, þá er bara að hringja í búðina sem allra fyrst (434 7890).

...
Meira
Andrea á Skálanesi, ötull oddviti Reykhólahrepps.
Andrea á Skálanesi, ötull oddviti Reykhólahrepps.

Fréttin á Reykhólavefnum í desember um sérstakt fólksfjölgunarframtak oddvita Reykhólahrepps vakti mikla athygli. Meðal annars birtist hún á hálfri síðu í svo grafalvörugefnu riti sem tímaritinu Sveitarstjórnarmálum - og auðvitað í léttari miðlum líka. Í framhaldi af frétt Reykhólavefjarins í fyrradag var síðan rætt við Andreu oddvita á vefnum bb.is í morgun og í síðdegisútvarpi Rásar 2 á RÚV í dag.

...
Meira

Orkubú Vestfjarða auglýsti í vetur eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna á Vestfjörðum. Eftir áramótin var tilkynnt um styrkveitingar og runnu tveir styrkir til verkefna í Reykhólahreppi, hvor að fjárhæð kr. 100.000. Annan styrkinn fékk Ungmennafélagið Afturelding (Hólafjör - Unglingastarf). Hinn fékk Lionsklúbburinn til að kaupa og koma upp búnaði til sjónvarpssendinga úr Reykhólakirkju og niður í Barmahlíð og jafnvel víðar, hugsanlega á bókasafnið.

...
Meira

Vegna veikinda fellur viðvera félagsmálastjóra á Reykhólum niður í dag, þriðjudaginn 5. febrúar.

...
Meira
1 af 4

Ef tíðarfarið verður þokkalegt er stefnt að því að vinnsluhús Íslenska saltfélagsins ehf. við Reykhólahöfn geti orðið fokhelt í lok þessa mánaðar, að sögn Eiríks Kristjánssonar húsasmíðameistara á Reykhólum. Hann er ánægður með gang verksins hingað til þó að veðrið hafi að vísu verið leiðinlegt í síðustu viku. „Ef við fáum hægviðrisdaga ætlum við að loka austurhlutanum núna í vikunni,“ segir hann.

...
Meira
Borðin sem í boði eru.
Borðin sem í boði eru.

Út á stéttina fyrir framan Reykhólaskóla hafa verið sett gömul og aflóga skólaborð sem hver sem vill má hirða án endurgjalds. Gætu hentað víða og til ýmissa nota, til dæmis í fjósið.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31