Tenglar

Sandra Rún og Brynjólfur Víðir ásamt börnunum sínum þremur. Maður má nú vera sybbinn stundum!
Sandra Rún og Brynjólfur Víðir ásamt börnunum sínum þremur. Maður má nú vera sybbinn stundum!
1 af 3

Lítil stúlka bættist í hóp Reykhólabúa 23. janúar. Foreldrar hennar eru Sandra Rún Björnsdóttir og Brynjólfur Víðir Smárason, öllu þekktari í daglegu tali sem Bolli frá Borg. Fyrir eiga þau tvö börn, þau Ísak Loga, sem er rétt að verða sjö ára (f. 19. febrúar 2006) og Birgittu Rut, sem er á fimmta ári (f. 27. ágúst 2008).

...
Meira

Hrefna Jónsdóttir á Reykhólum er að fara af stað með barnakórinn á nýjan leik. Fyrstu æfingarnar verða núna í vikunni og að þessu sinni verður kórinn aldursskiptur. Börn á aldrinum 4-7 ára (á árinu) æfa á fimmtudögum kl. 17-18 en á aldrinum 8-12 ára á þriðjudögum kl. 17-18. Nú munum við einnig læra á bjöllur! segir Hrefna.

...
Meira

Félagsvistin er að fara af stað enn á ný hjá Barðstrendingafélaginu syðra. Spilað verður fjórum sinnum í þessari lotu á þriggja vikna fresti (þriðja hvern mánudag), í fyrsta skipti annað kvöld (4. febr). Spilað er í Konnakoti, bækistöð félagsins að Hverfisgötu 105 í Reykjavík, 2. hæð, og byrjað kl. 20. Að vanda verða veitt verðlaun fyrir slagahæstu konu og karl hvert kvöld og einnig þá sem fæsta slagi fengu. Vegleg verðlaun fyrir kvöldin samanlögð.

...
Meira
Frá vinnu við endurbygginguna í ágúst á liðnu sumri. Ljósm. Björn Samúelsson.
Frá vinnu við endurbygginguna í ágúst á liðnu sumri. Ljósm. Björn Samúelsson.
1 af 2

Veittur hefur verið 3,7 milljóna króna styrkur úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til endurbyggingar frystihússins gamla í Flatey á Breiðafirði við fyrstu úthlutun þessa árs. Félagið Þrísker ehf. stendur að framkvæmdunum sem unnið hefur verið að síðustu sumur. Markmið styrkveitingarinnar er „m.a. að vernda sögu- og menningarminjar í Flatey og bæta þjónustu við ferðamenn“. Hún er liður í uppbyggingu EDEN-gæðaáfangastaða ferðamanna. Frystihúsið í Flatey var byggt árið 1950. Síðast var í húsinu sjávartengd starfsemi árið 1996 þegar þar voru söltuð grásleppuhrogn.

...
Meira
Skriðuland í Saurbæ.
Skriðuland í Saurbæ.

Dóra á Skriðulandi (Dóróthea Sigvaldadóttir frá Hafrafelli) bað um að því yrði komið hér á framfæri, að núna um helgina og eitthvað áfram er hún með útsölu á garni, gjafavörum og hreinlætisvörum í búðinni á Skriðulandi. Opið er kl. 11-18 alla daga nema á mánudag þegar aðeins verður opið til kl. 16.

...
Meira

Allir viðburðir Félags eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi eru opnir öllu fólki á félagssvæðinu sem náð hefur 60 ára aldri, sama hvort það er í félaginu eða ekki. Dagskrá félagsstarfsins fram á vor er birt hér fyrir neðan. Starfsemin fer að mestu leyti fram í Búðardal en að hluta til í Króksfjarðarnesi. Liðlega áratugur er frá því að félagið var stofnað. Félagsmenn eru 63 um þessar mundir, þar af 51 í Dalabyggð og 12 í Reykhólahreppi. Áréttað skal, að aldurstakmark vegna inntöku í félagið er aðeins 60 ár.

...
Meira
Fjölskyldan í Maryland: Paul Eric, Örn Elíasson, Nadja og Anne-Laure.
Fjölskyldan í Maryland: Paul Eric, Örn Elíasson, Nadja og Anne-Laure.

Varðandi gömlu Reykhólamyndirnar sem Örn Elíasson frá Reykhólum, læknir vestanhafs, sendi vefnum (næsta frétt hér á undan) skal hér getið um þrennt. Umsjónarmanninum hafa borist upplýsingar um suma af leikendunum við Braggann, í öðru lagi var ein myndanna spegilvent og í þriðja lagi liggur fyrir hvenær forsetahjónin komu á Reykhóla. En betur má ef duga skal varðandi fólkið í leikbúningum við Braggann! Von er á frekari upplýsingum og verða þær birtar hér vonandi innan tíðar. Látið frá ykkur heyra!

...
Meira
Fólk í leikbúningum við Braggann.
Fólk í leikbúningum við Braggann.
1 af 6

Reykhólavefnum hafa borist ómetanlegar Reykhólamyndir frá fyrri tíð, teknar á árabilinu frá því laust fyrir 1950 og fram yfir 1960. Myndirnar sendi Örn Elíasson, læknir í Baltimore í Maryland-ríki í Bandaríkjunum. Þeim fylgdi örstuttur texti: „Ég heiti Örn Elíasson, fæddur og uppalinn á Reykhólum til 11 ára aldurs. Foreldrar mínir voru Sigurður Elíasson og Anna Ólöf Elíasson (fædd Guðnason). Ég sendi hér með nokkrar myndir sem ég átti í gömlu albúmi og svo nokkrar sem ég fann ofan í skúffu að foreldrum mínum látnum. Ykkur er velkomið að nota þetta ef þið viljið.“

...
Meira

Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi hyggst í samvinnu við Sögufélag Dalamanna, Víkingafélag Dalamanna og líka ef til vill Lionsklúbbinn standa fyrir námskeiði um Laxdælu dagana 1. og 9. mars. Til þess að af námskeiðinu verði þarf a.m.k. 20 þátttakendur. Kennari verður Bjarki Bjarnason frá Mosfelli í Mosfellssveit, sem haldið hefur slík námskeið við miklar vinsældir. Þess má geta, að Bjarki á ýmis náin tengsl við Reykhólasveit.

...
Meira

Dagatal fyrir sorphirðu Gámaþjónustu Vesturlands í Reykhólahreppi á árinu 2013 er komið hér inn á vefinn. Það má finna í tenglasafninu vinstra megin á síðunni (Sorphirða 2013, grænn borði) og líka með því að smella hér.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31