Tenglar

Ebenezer Jensson.
Ebenezer Jensson.

Ebenezer Jensson, sem andaðist á heimili sínu á Reykhólum aðfaranótt hins 14. janúar, 65 ára að aldri, var í dag jarðsunginn og borinn til grafar á Reykhólum. Hann fæddist 26. ágúst 1947 á fæðingarstað og æskuheimili móður sinnar, Tungu í Valþjófsdal í Önundarfirði. Foreldrar hans voru Jóhanna Ebenesersdóttir og Jens Guðmundsson, sem upprunninn var hér í Reykhólasveit. Þau gengu í hjónaband sumarið eftir að Ebenezer fæddist og áttu heima á Reykhólum alla sína búskapartíð eða um hálfrar aldar skeið. Jóhanna lést árið 1997 og Jens árið eftir.

...
Meira
Frá Reykhólum, í forgrunni eru skólinn og íþróttahúsið. Ljósm. Árni Geirsson.
Frá Reykhólum, í forgrunni eru skólinn og íþróttahúsið. Ljósm. Árni Geirsson.

Neðangreindar upplýsingar eru birtar hér til að minna fólk á það, að ýmislegt er við að vera bæði til gagns og gamans á Reykhólum yfir vetrartímann, hvort heldur er fyrir börn eða fullorðna. Allir sem geta eru hvattir til að nýta sér eitthvað af þessu.

...
Meira
25. janúar 2013

Fjögurra daga garðfuglahelgi

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar hefst í dag og stendur í fjóra daga (25.-28. janúar). Þátttaka í henni er einföld: Það eina sem þarf að gera er að fylgjast með garðinum við húsið í einn klukkutíma einhvern þessara daga, skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og mesta fjölda af hverri tegund, þ.e. fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir. Að athugun lokinni eru niðurstöður skráðar í þar til gert form á Garðfuglavefnum og sendar beint úr tölvunni. Þar er líka að finna eyðublað fyrir skráningu sem hægt er að senda í pósti.

...
Meira

„Okkur vantar fjóra þátttakendur til að fara af stað með þetta námskeið“, segir í tilkynningu frá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi. Um er að ræða stutt námskeið þar nemendur læra að gera góðar ljósmyndir enn betri og jafnvel bjarga ónýtum myndum. Líka verður farið í skipulag mynda á tölvu, miðlun þeirra á netinu og gerð ljósmyndabóka, ásamt fleiru.

...
Meira

Ebenezer Jensson, sem andaðist á heimili sínu á Reykhólum aðfaranótt hins 14. janúar, verður jarðsunginn frá Reykhólakirkju kl. 14 á morgun, föstudaginn 25. janúar. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð.

...
Meira

Vegna jarðarfarar verður skrifstofa Reykhólahrepps lokuð frá kl. 13 á morgun, föstudaginn 25. janúar.

...
Meira
Grettislaug. Ljósm. Árni Geirsson.
Grettislaug. Ljósm. Árni Geirsson.

Vegna þorrablótsins á Reykhólum á laugardag breytist tíminn í Grettislaug. Þann dag verður opið kl. 14-18 en ekki kl. 16-20 eins og annars hefði verið. Að öllu venjulegu er laugin opin (fram til 1. maí) fimm daga í viku kl. 16-20 en lokuð á miðvikudögum og sunnudögum.

...
Meira

Svokölluð „kviss“ (e. quiz - spurningakeppni) virðast njóta vinsælda um þessar mundir. Fyrir skömmu var Þaulsetur sf. með „maltkviss“ í félagsheimilinu á Staðarhóli í Saurbæ og um síðustu helgi var efnt til spurningaleiks „í anda pub-quiz“ í Sævangi við Steingrímsfjörð. Núna á sunnudag, 27. janúar, verður áðurnefnt Þaulsetur sf. í Dalasýslu með „þorrakviss“ í félagsheimilinu á Staðarfelli á Fellsströnd (ath. - ekki á Staðarhóli að þessu sinni).

...
Meira
Hafliði, Eiríkur og Kári við rísandi hús Íslenska saltfélagsins ehf.
Hafliði, Eiríkur og Kári við rísandi hús Íslenska saltfélagsins ehf.
1 af 3

„Við höfum verið heppnir með veður og þetta hefur gengið ágætlega“, segir Eiríkur Kristjánsson húsasmíðameistari á Reykhólum, en þessa dagana er verið að reisa límtrésgrindina að húsi Íslenska saltfélagsins ehf. við Reykhólahöfn. „Við stefnum á að klára núna í vikunni að reisa grindina og setja þakið á, þó að það velti auðvitað eitthvað á veðri. Síðan er stefnt að því að húsið verði orðið fokhelt núna í febrúar.“

...
Meira

Af óviðráðanlegum ástæðum kemur plastbíllinn frá Gámaþjónustunni ekki til bænda í Reykhólahreppi í dag, miðvikudag, eins og til stóð. Í stað þess er hann væntanlegur á morgun, fimmtudag.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31