Nokkur æviatriði Ebenezers Jenssonar á Reykhólum
Ebenezer Jensson, sem andaðist á heimili sínu á Reykhólum aðfaranótt hins 14. janúar, 65 ára að aldri, var í dag jarðsunginn og borinn til grafar á Reykhólum. Hann fæddist 26. ágúst 1947 á fæðingarstað og æskuheimili móður sinnar, Tungu í Valþjófsdal í Önundarfirði. Foreldrar hans voru Jóhanna Ebenesersdóttir og Jens Guðmundsson, sem upprunninn var hér í Reykhólasveit. Þau gengu í hjónaband sumarið eftir að Ebenezer fæddist og áttu heima á Reykhólum alla sína búskapartíð eða um hálfrar aldar skeið. Jóhanna lést árið 1997 og Jens árið eftir.
...Meira