Tenglar

Á síðasta fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps lagði Gústaf Jökull Ólafsson fram fyrirspurn þess efnis, hvort ekki væri ráðlegt að hreppsnefnd fundi með Orkubúi Vestfjarða vegna hitaveitumála í Reykhólahreppi, stöðu réttinda og fleira. Hreppsnefndin tilnefndi í framhaldi af því þrjá úr sínum hópi, þá Gústaf Jökul, Eirík Kristjánsson og Svein Ragnarsson, til þess að skoða stöðu mála.

...
Meira
(Mynd tekin af vef Alþingis).
(Mynd tekin af vef Alþingis).

Ný upplýsingalög sem samþykkt voru á Alþingi rétt fyrir jól taka ekki til sveitarfélaga með íbúafjölda undir eitt þúsund manns, svo sem Reykhólahrepps, fyrr en eftir þrjú ár eða í ársbyrjun 2016. Þangað til gilda ákvæði eldri upplýsingalaga frá 1996. Gagnvart fjölmennari sveitarfélögum tóku nýju lögin hins vegar gildi núna um áramótin. Erindi varðandi þetta mál frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga var kynnt á síðasta fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps.

...
Meira

Gengið hefur verið frá fjárhagsáætlun Reykhólahrepps fyrir árin 2013-2016 til birtingar og hefur hún verið sett hér á vefinn undir liðnum Stjórnsýsla > Ársreikningar og áætlanir í valmyndinni vinstra megin. Áætlunin var samþykkt við seinni umræðu á fundi hreppsnefndar 11. desember.

...
Meira
14. janúar 2013

Vinningar óskast!

Barðstrendingafélagið leitar eftir bingóvinningum, en þann 9. mars heldur félagið ball og bingó í Breiðfirðingabúð í Faxafeni í Reykjavík. „Getið þið gefið vinning á bingóið eða þekkið þið einhvern sem getur gefið vinning? Að launum er góð auglýsing en það er sagt frá þeim sem gefa vinninga hér á fésbókinni, í Sumarliða pósti sem borinn er út á rúmlega 450 heimili og svo á bingóinu sjálfu auðvitað,“ segir Ólína Kristín Jónsdóttir á Facebook-síðu félagsins.

...
Meira

Fleiri hyggja að þaranytjum en Reykhólabúar. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá starfi og áformum fyrirtækis í Stykkishólmi sem byrjað er á útflutningi á þara. „Matvælafyrirtækið Íslensk bláskel og sjávargróður (ÍB&S) í Stykkishólmi þróar vörulínu úr þara og hefur þegar hafið tilraunaútflutning í smáum stíl til þriggja landa. Matís, sem hefur verið fyrirtækinu innan handar, telur mikla möguleika felast í þaravinnslu, en alþjóðlegir markaðir eru stórir bæði fyrir matvæli og nýtingu þara í lyfjaiðnaði,“ segir í blaðinu.

...
Meira
Klippa úr einni af Reykhólamyndum Árna Geirssonar.
Klippa úr einni af Reykhólamyndum Árna Geirssonar.

Árni Geirsson vélaverkfræðingur hefur á liðnum árum tekið mikinn fjölda ljósmynda í Reykhólahéraði og sett á Netið undir safnheitinu Myndir úr Reykhólasveit. Í langflestum tilvikum eru þetta myndir teknar úr lofti en líka eru þar myndir teknar á jörðu niðri (í Flatey á liðnu sumri og í réttum í haust). Loftmyndirnar hefur Árni bæði tekið fljúgandi sjálfur á mótorsvifvæng og með myndavélinni á flugi einni síns liðs.

...
Meira

Í byrjun vikunnar (7. janúar) voru settar hér á vefinn upplýsingar um ættmóðurina breiðfirsku Sesselju Jónsdóttur. Það var gert í framhaldi af upplýsingum um það fólk upprunnið í Austur-Barðastrandarsýslu sem náð hefur hæstum aldri, svo vitað sé. Ekki síst í ljósi þess hversu margir lesa efni af þessu tagi hér á vefnum (þessar tvær fréttir hafa verið opnaðar hátt í 700 sinnum) skal vakin athygli á því, að tvisvar (9. og 12. janúar) hefur verið skotið inn í frásögnina af Sesselju viðbótum og athugasemdum, ásamt því sem mynd úr prestsþjónustubók hefur verið bætt þar við.

...
Meira

Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara (LEB) lýsir undrun sinni á að frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar skuli ekki hafa verið lagt fram. Nefnd hefur verið að störfum til að endurskoða almannatryggingar og komist að niðurstöðu um breytingar sem hafa verið kynntar víða. Til stóð að leggja frumvarpið fram á Alþingi þessu til staðfestingar á haustönn 2012, en það hefur enn ekki orðið. Því miður eru margir eldri borgarar sem eiga erfitt með að skilja almannatryggingakerfið enda stagbætt og mjög flókið.

...
Meira
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Við mig hafði samband forsvarsmaður Landssambands eldri borgara vegna pistils sem ég hafði skrifað 9. nóvember um skerðingar sem elli- og örorkulífeyrisþegar hafa mátt þola á þessu kjörtímabili. Erindið var að fá rökstuðning minn fyrir því að skerðingin hefði orðið 13 milljarðar króna frá gildistöku laganna 1. júlí 2009 til ársloka 2012, en vitnað hafði verið til pistilsins og þau viðbrögð komið frá velferðarráðuneytinu, að tölurnar væru véfengdar. Er því bæði rétt og skylt að rökstyðja mína niðurstöðu.

...
Meira

Beðið var um að því yrði komið hér á framfæri, að í jólakortakassa í anddyri Barmahlíðar á Reykhólum er töluvert af kortum sem hafa ekki komist til skila. Mest er þar af kortum til fólks í sveitunum í kring en líka nokkuð af jólakveðjum til fólks í þorpinu á Reykhólum.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31