Hitaveitumálin í Reykhólahreppi tekin til skoðunar
Á síðasta fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps lagði Gústaf Jökull Ólafsson fram fyrirspurn þess efnis, hvort ekki væri ráðlegt að hreppsnefnd fundi með Orkubúi Vestfjarða vegna hitaveitumála í Reykhólahreppi, stöðu réttinda og fleira. Hreppsnefndin tilnefndi í framhaldi af því þrjá úr sínum hópi, þá Gústaf Jökul, Eirík Kristjánsson og Svein Ragnarsson, til þess að skoða stöðu mála.
...Meira