Tenglar

Úr Morgunblaðinu í dag.
Úr Morgunblaðinu í dag.

„Mér finnst ég hafa verið beittur miklu óréttlæti,“ segir Daníel H. Jónsson, bóndi á Ingunnarstöðum í Geiradal í Reykhólahreppi, sem missti framleiðsluleyfi 12. nóvember og hefur í tæplega tvo og hálfan mánuð hellt niður mjólk, samtals yfir 50 þúsund lítrum. Þetta kemur fram í frásögn og viðtali Egils Ólafssonar blaðamanns í Morgunblaðinu í dag, en hann kom ásamt myndatökumanni í heimsókn til Daníels. Enn bíður Daníel eftir svari ráðuneytis hvort ákvörðun Matvælastofnunar um að svipta hann leyfi verði endurskoðuð.

...
Meira

Útbúið hefur verið eitt einfalt umsóknareyðublað sem tekur til allra þátta þjónustunnar sem Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps veitir. Merkt er við hvaða þjónustu sótt er um og umsóknin send rafrænt eða útprentuð, en Félagsþjónustan kallar síðan eftir þeim fylgiskjölum sem nauðsynleg eru í hverju tilviki. Eyðublaðið nýja er að finna hér neðst á síðunni í reitnum Umsóknir og reglur undir fyrirsögninni Umsókn um félagsþjónustu.

...
Meira

Þorrablótsnefndin í Reykhólahreppi biður um að því sé komið hér á framfæri, að fólk sem ætlar á blótið á laugardaginn panti sem allra allra fyrst og helst núna strax. Það skiptir miklu máli varðandi allan undirbúning. Pantanir hér:

...
Meira
21. janúar 2013

Ekkert rökrétt svar

Hrefna Hugosdóttir.
Hrefna Hugosdóttir.

„Maður vaknar á morgnana og finnur ekkert rökrétt svar við því af hverju maður ætti að fara á fætur. Ekkert rökrétt svar við því af hverju maður ætti yfirleitt að standa upp, fara í föt og út úr húsi. Allt verður tilgangslaust því ekkert rökrétt svar finnst við tilgangi þessa dags eða lífsins í heild. Maður hugsar bara um hversu ómögulegur maður er, hversu mikil byrði og tímasóun maður er á fjölskyldunni og vinunum. Ég elska ekki sjálfan mig svo hvernig getur einhver annar elskað mig? Er þá ekki bara betra að slá tvær flugur í einu höggi og enda eigin þjáningar og gefa fjölskyldunni frí frá þér og þínu ómerkilega lífi?“

...
Meira
Sævangur við Steingrímsfjörð. Ljósm. Jón Halldórsson.
Sævangur við Steingrímsfjörð. Ljósm. Jón Halldórsson.

Spurningaleikur í anda pub-quiz undir heitinu Kaffikvörn verður í Sævangi við Steingrímsfjörð á morgun, sunnudag, og hefst kl. 14. Spurningar, gleði og gaman, segir í tilkynningu, og allir velkomnir. Verð er kr. 800 fyrir 12 ára og eldri, 500 fyrir 7-12 ára og frítt fyrir yngri, kaffiveitingar innifaldar. Á fimmtudag (24. janúar) verður síðan haldin félagsvist í Sævangi. Spilamennskan hefst kl. 20, þátttökugjald er kr. 800 og veitingar innifaldar.

...
Meira

Öflugustu átthagafélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið sig saman og stofnað til spurningakeppni, sem haldin verður í Breiðfirðingabúð við Faxafen í Reykjavík, hefst 28. febrúar og lýkur síðasta vetrardag, 24. apríl. Höfundur spurninga er Gauti Eiríksson, grunnskólakennari frá Stað á Reykjanesi í Reykhólasveit.

...
Meira

Sveinn Guðmundsson, bóndi og kennari á Miðhúsum í Reykhólasveit, var fréttaritari Morgunblaðsins í áratugi og einn af þeim ötulustu í þeim hópi. Fyrir 50 árum ritaði hann ítarlegt yfirlit um viðburði liðins árs í héraðinu og kennir þar ýmissa grasa. Mjólkurbúið á Reykhólum var steypt upp og útibyrgt að mestu, Kaupfélagið opnaði mjög fullkomna verslun í Króksfjarðarnesi, ein ný jeppabifreið var keypt í sýsluna, rafmagn lagt á marga bæi, skyldunám barna hér styttra en almennt gerðist, bændaklúbbur í Reykhólasveit, símaþjónustan bágborin og síminn orðinn að hálfgerðu ómenningartæki. Annál (fréttabréf) Sveins í Morgunblaðinu um árið 1962 má lesa í heild hér fyrir neðan.

...
Meira
Hjallaháls 11. júlí 2012 um kl. 21. Ljósm. Jónas Guðmundsson.
Hjallaháls 11. júlí 2012 um kl. 21. Ljósm. Jónas Guðmundsson.
1 af 2

Olíuflutningabíll fór út af veginum yfir Hjallaháls milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar í dag þegar ökumaðurinn missti stjórn á honum í hálku. Fréttavefurinn mbl.is hefur eftir lögreglu að bíllinn hafi ekki oltið og engin olía hafi farið niður.

...
Meira

Þorrablótið gamalkunna og árvissa í Reykhólahreppi verður að þessu sinni laugardaginn 26. janúar í íþróttahúsinu á Reykhólum. Á borðum verður úrvals þorramatur frá Sigurði á Hólum í Dalasýslu. Annállinn og skemmtiatriði þorrablótsnefndar verða á sínum stað. Hljómsveitin Matti og Draugabanarnir spilar fyrir dansi en hana skipar að sögn nefndarfólks fagur hópur drengja úr Stykkishólmi. Aldurstakmark á blótið er 16 ár. Skipað verður til sætis.

...
Meira
Úr Flatey á Breiðafirði / Árni Geirsson.
Úr Flatey á Breiðafirði / Árni Geirsson.

Brunavarnaáætlun Reykhólahrepps verður endurskoðuð á þessu ári. Í ljósi þess hafa Framfarafélag Flateyjar og Vatnsveita Flateyjar farið þess á leit að verða höfð í samráði við það verk. Hreppsnefnd samþykkti á síðasta fundi sínum að vísa erindinu til brunamála- og almannavarnanefndar sveitarfélagsins.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31