Hefur hellt niður yfir 50 þúsund lítrum af mjólk
„Mér finnst ég hafa verið beittur miklu óréttlæti,“ segir Daníel H. Jónsson, bóndi á Ingunnarstöðum í Geiradal í Reykhólahreppi, sem missti framleiðsluleyfi 12. nóvember og hefur í tæplega tvo og hálfan mánuð hellt niður mjólk, samtals yfir 50 þúsund lítrum. Þetta kemur fram í frásögn og viðtali Egils Ólafssonar blaðamanns í Morgunblaðinu í dag, en hann kom ásamt myndatökumanni í heimsókn til Daníels. Enn bíður Daníel eftir svari ráðuneytis hvort ákvörðun Matvælastofnunar um að svipta hann leyfi verði endurskoðuð.
...Meira