Tenglar

Vegna endurbóta og breytinga í Þörungaverksmiðjunni var Gústi Jökull að saga niður steinvegg þar. Þá vildi ekki betur til en svo, að hann sagaði í sundur rafmagnsinntakið í verksmiðjuna og allt sló út. Hann hringdi í Guðmund á Grund til að tilkynna þetta, en Gummi sagðist ekkert mega vera að því að tala við hann vegna þess að það væri rafmagnslaust í Þörungaverksmiðjunni, sagðist ekkert vita af hverju það væri og skellti á.

...
Meira
Lagið gamalkunna Mokið meiri snjó var flutt með (lítillega) breyttum texta.
Lagið gamalkunna Mokið meiri snjó var flutt með (lítillega) breyttum texta.
1 af 8

Nokkrar myndir til viðbótar frá þorrablótinu á Reykhólum núna á laugardagskvöld hafa borist vefnum og það frá fleiri en einum. Þær fylgja hér og jafnframt hefur þeim verið bætt í myndasyrpuna frá fagnaðinum á ljósmyndasíðunni (valmyndin vinstra megin).

...
Meira

Símaskráin 2013 verður tileinkuð sjálfboðaliðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og þeirra góða og óeigingjarna starfi. Af því tilefni er landsmönnum gefið tækifæri að þakka öllum 18.000 sjálfboðaliðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar með því að senda þeim kveðju og/eða reynslusögu af því hvernig sjálfboðaliðar hafa komið fólki til hjálpar.

...
Meira

Vegna leiðindanna í veðrinu er Hildur Jakobína félagsmálastjóri ekki á skrifstofu Reykhólahrepps í dag eins og venjulega á þriðjudögum. Hins vegar er velkomið að hafa samband við hana símleiðis í dag sem og aðra daga.

...
Meira
Um Ljósnetið: Skjáskot af vef Símans.
Um Ljósnetið: Skjáskot af vef Símans.

Í frétt á mbl.is í dag, þar sem vitnað er í tilkynningu frá Símanum, segir að á þessu ári muni 53 nýir þéttbýlisstaðir á landinu fá Ljósnet Símans. Reykhólar eru ekki þar á meðal. Ljósnetið hefur í för með sér meiri hraða, öflugra net og bætta sjónvarpsþjónustu. „Þegar búið verður að uppfæra þessa staði [sjá upptalningu hér fyrir neðan] standa aðeins 1,4% landsmanna án fullrar sjónvarpsþjónustu hjá Símanum,“ segir í fréttinni. Þegar Reykhólavefurinn spurðist fyrir um það hjá Símanum hvenær þessara framfara megi vænta á Reykhólum og í Reykhólahreppi barst eftirfarandi svar:

...
Meira
Myndir: Bergsveinn Reynisson.
Myndir: Bergsveinn Reynisson.
1 af 11

Eins og boðað var í gær koma hér fleiri myndir frá þorrablótinu á Reykhólum í fyrrakvöld. Myndasmiðurinn er Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum. Allar myndirnar hafa jafnframt verið settar í eina syrpu (Ljósmyndir í valmyndinni vinstra megin).

...
Meira
Þau sem kosið er um (strandir.is).
Þau sem kosið er um (strandir.is).

Þessa dagana stendur yfir á Strandavefnum síðari lotan í kosningu Strandamanns ársins 2012. Í úrslitum eru þau sem flestar tilnefningar fengu í fyrri umferð, en það eru Björn Kristjánsson á Drangsnesi, Ester Sigfúsdóttir á Kirkjubóli, Viðar Guðmundsson í Miðhúsum og GóGó-píurnar á Hólmavík. „Af tilnefningum í fyrri umferð er ljóst að menning og mannlíf eru Strandamönnum mjög ofarlega í huga í upphafi nýs árs,“ segir á Strandavefnum.

...
Meira
Henrik Danielsen (t.v.) afhendir Geir Gestssyni sundskáksettið. Á milli þeirra er Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri.
Henrik Danielsen (t.v.) afhendir Geir Gestssyni sundskáksettið. Á milli þeirra er Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri.
1 af 3

Í tilefni af Skákdegi Íslands á laugardag (afmælisdagur Friðriks Ólafssonar) vígðu nemendur í Patreksskóla ásamt Henrik Danielsen stórmeistara útitaflmenn sem nemendur í 10. bekk smíðuðu undir leiðsögn Einars Skarphéðinssonar smíðakennara. Jafnframt bætist sundlaugin á Patreksfirði í hóp þeirra lauga þar sem hægt er að iðka sundskák.

...
Meira
Meðal gesta voru hjónin Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður og Sigurður Pétursson sagnfræðingur og bæjarfulltrúi á Ísafirði.
Meðal gesta voru hjónin Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður og Sigurður Pétursson sagnfræðingur og bæjarfulltrúi á Ísafirði.
1 af 3

Um 200 manns sátu þorrablótið á Reykhólum í gærkvöldi. „Við erum afskaplega sátt, bæði með aðsóknina og hvernig til tókst á allan hátt,“ segir Harpa Eiríksdóttir, sem sæti átti í þorrablótsnefndinni. „Við skemmtum okkur konunglega og vonum að allir aðrir hafi gert það líka.“

...
Meira
Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn.
Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn.

„Í viðtali sem blaðamaður BB á Ísafirði átti við mig lét ég þess getið, að mér þættu þær hugmyndir sem stundum hafa verið bornar á borð af fólki sem vill láta taka mark á sér, að gera tófuna að einkennisdýri landsfjórðungsins, ekki bera vott um mikla þekkingu á þessum vandræðavargi eða metnað viðkomandi fyrir hönd okkar Vestfirðinga,“ segir Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi. „Að beiðni Reykhólavefjarins féllst ég á að gera aðeins nánari grein fyrir mínum viðhorfum varðandi þessa fáránlegu hugmynd eða hugdettu.“

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31