Torfundin rafmagnsbilun í Þörungaverksmiðjunni
Vegna endurbóta og breytinga í Þörungaverksmiðjunni var Gústi Jökull að saga niður steinvegg þar. Þá vildi ekki betur til en svo, að hann sagaði í sundur rafmagnsinntakið í verksmiðjuna og allt sló út. Hann hringdi í Guðmund á Grund til að tilkynna þetta, en Gummi sagðist ekkert mega vera að því að tala við hann vegna þess að það væri rafmagnslaust í Þörungaverksmiðjunni, sagðist ekkert vita af hverju það væri og skellti á.
...Meira