Tenglar

Erna í Gufudal.
Erna í Gufudal.

„Við höfum haft það alveg ótrúlega gott - samt vorum við nú ósköp fegin þegar rafmagnið kom. En þetta er bara partur af prógramminu að búa úti í sveit!“ sagði Erna Ósk Guðnadóttir í Gufudal hin hressasta í spjalli við vefinn núna í kvöld. „Jú, það var orðið svolítið kalt en við klæddum okkur bara vel, og svo erum við með lítinn gashitara.“

...
Meira
Snjóblásarinn á traktor Leifs á hlaðinu í Djúpadal.
Snjóblásarinn á traktor Leifs á hlaðinu í Djúpadal.

„Við erum með rafstöð hérna og létum hana ganga alveg þangað til rafmagnið kom aftur eftir hádegið í dag,“ sagði Guðrún Samúelsdóttir í Djúpadal í samtali við vefinn í kvöld. Veiturafmagn hafði þá verið úti í Gufudalssveit frá því um klukkan sex í gærmorgun. Það kom að vísu í stutta stund skömmu síðar en fór svo alveg. Að sögn Guðrúnar hefur Leifur maður hennar haft í nógu að snúast í dag með snjóblásarann. Hann var kallaður út fyrir hádegið og verður sennilega að langt fram eftir kvöldi.

...
Meira
Verslunin Hólakaup.
Verslunin Hólakaup.

Verslunin Hólakaup á Reykhólum verður opin til kl. 16 á morgun, gamlársdag. Síðan verður lokað á nýársdag og 2. janúar. Að öðru leyti er búðin opin sex daga vikunnar kl. 10-18 og á sunnudögum kl. 13-17.

...
Meira
Solla Magg endurkjörin formaður Skruggu.
Solla Magg endurkjörin formaður Skruggu.
1 af 6

Heilsufatnaður með breiðfirskum þörungatrefjum, Göngur og réttir í Reykhólahreppi - urmull mynda, Ljúf haustferð inn í Króksfjarðarnes o.fl. Klóraðar hafa verið saman til upprifjunar allmargar myndir og fréttir, sem birst hafa hér á vefnum á árinu sem senn er að kveðja. Þannig eru tveir mánuðir rifjaðir upp á dag, hvor í sínu lagi, síðustu sex daga ársins.

...
Meira

Björgunarsveitin Heimamenn í Reykhólahreppi hefur sinnt um fjörutíu útköllum á árinu sem er að kveðja. Í langflestum tilvikum var ekki um neitt alvarlegt að ræða, sem betur fer, heldur vegaaðstoð, að sögn Erlu Reynisdóttur í Mýrartungu, eins félagsmanna í björgunarsveitinni. Þar nefnir hún einkum bensínleysi, sprungin dekk og festur í snjó og krapi. Erla segir vandræðin geta verið af ýmsu tagi:

...
Meira
Reykhólamennirnir Eiríkur Kristjánsson, Brynjólfur Smárason og Tómas Sigurgeirsson í fuglatalningarleiðangri úti á Breiðafirði.
Reykhólamennirnir Eiríkur Kristjánsson, Brynjólfur Smárason og Tómas Sigurgeirsson í fuglatalningarleiðangri úti á Breiðafirði.

Sakir veðursins varð ekki hjá því komist að fresta hinni árlegu vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar Íslands, sem fara átti fram núna um helgina. Í staðinn er hún áformuð um næstu helgi. Reykhólamenn eru jafnan ötulir við þessa talningu sem farið hefur fram nálægt áramótum í sextíu ár.

...
Meira
„Trúarofstæki þarf að leggja af“ (hér er Kristinn frá Gufudal að messa yfir samgönguráðherra á opnum fundi í Bjarkalundi).
„Trúarofstæki þarf að leggja af“ (hér er Kristinn frá Gufudal að messa yfir samgönguráðherra á opnum fundi í Bjarkalundi).
1 af 6

Fjallskilanefnd: Afsagnirnar dregnar til baka, Fljúgandi smalar á Stað tóku bensín í Bjarkalundi, Tímamót í skólahaldi á Reykhólum o.fl. Reyttar hafa verið saman til upprifjunar allmargar myndir og fréttir, sem birst hafa hér á vefnum á árinu sem senn er að kveðja. Þannig eru tveir mánuðir rifjaðir hér upp á dag, hvor í sínu lagi, síðustu sex daga ársins.

...
Meira
Bergsveinn Reynisson.
Bergsveinn Reynisson.

Rafmagnslaust hefur verið á Gróustöðum og í Garpsdal við Gilsfjörð frá því um klukkan sex í morgun. Á þeirri línu eru sex bæir en einungis er búið á þessum tveimur. „Ég skreið hérna út á tún í dag og fann eitt slit á línu og það er örugglega annað slit hérna fyrir innan okkur líka,“ sagði Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum núna á ellefta tímanum í kvöld.

...
Meira
Þetta vindur upp á sig.
Þetta vindur upp á sig.
1 af 12

Systkinin frá Gilsfjarðarmúla eru samtals 882 ára, Matur úr hráefnum Breiðafjarðar á borðum, Hittumst í kaupfélaginu! o.s.frv. Tíndar hafa verið saman til upprifjunar allmargar myndir og fréttir, sem birst hafa hér á vefnum á árinu sem senn er að kveðja. Þannig eru tveir mánuðir rifjaðir upp á dag, hvor í sínu lagi, allt fram á gamlársdag.

...
Meira

Vera má að tjón á mannvirkjum hafi orðið mun víðar í Reykhólahreppi en nú er vitað. Samkvæmt heimildum fréttavefjar Reykhólahrepps er núna á tíunda tímanum að kvöldi þetta vitað um tjón á mannvirkjum öðrum en raflínum: Á Gillastöðum fór þak af hálfri fjárhúskró, hluti af þakklæðingu á íbúðarhúsinu í Borg, hlaða í Hólum var farin að gefa sig, þak rofnaði á hlöðu á Reykhólum sem notuð hefur verið fyrir fé, og eitthvert tjón mun hafa orðið á Skerðingsstöðum.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31