Tenglar

Hópur af stúlkum hélt tombólu á jólaballi Kvenfélagsins Kötlu í gær. Afraksturinn varð 7.940 krónur sem stúlkurnar láta renna til Dvalarheimilisins Barmahlíðar á Reykhólum. Myndina þar sem hópurinn er með peningana sem inn komu tók Herdís Erna Matthíasdóttir.

...
Meira
1 af 3

Eftir því sem næst verður komist hafa sautján manneskjur upprunnar á Vestfjörðum orðið 103 ára eða eldri. Jónas Ragnarsson ritstjóri í Reykjavík gekk í gær frá lista yfir þetta kjarnafólk fyrir vef Reykhólahrepps (fjórtán konur og þrír karlar) og má sjá hann á fyrstu myndinni sem hérna fylgir (smellið á hana til að stækka). Fjórar konur í þessum hópi eru upprunnar í Austur-Barðastrandarsýslu (Reykhólahreppi í núverandi mynd). Af þeim eru þrjár látnar en ein er á lífi.

...
Meira
Hallfríður Valdimarsdóttir.
Hallfríður Valdimarsdóttir.

Núna um áramótin tók Hallfríður Valdimarsdóttir við starfi forstöðumanns Grettislaugar á Reykhólum af Dísu Sverrisdóttur, sem hefur gegnt því síðasta áratuginn. Hallfríður fetar þar í spor móður sinnar, Steinunnar Þorsteinsdóttur, sem var forstöðumaður Grettislaugar í átján ár á undan Dísu.

...
Meira

Þrettándasala verður í húsi Björgunarsveitarinnar Heimamanna að Suðurbraut 5 á Reykhólum kl. 12-17 á sunnudag, 6. janúar. Lækkað verð á ýmsum vörum í tilefni þrettándans. Jafnframt þakkar björgunarsveitin veittan stuðning á árinu sem var að kveðja.

...
Meira

Spurningakeppnin Maltkviss sem vera átti í Tjarnarlundi í Saurbæ um síðustu helgi en varð að fresta vegna rafmagnsleysis verður þess í stað kl. 20 annað kvöld, laugardagskvöldið 5. janúar. Um er að ræða fjölskylduvænar spurningar þar sem tveir til þrír verða saman í liði, fer eilítið eftir aldurssamsetningu liðsins. Stjórnandi verður Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Geiradal.

...
Meira

Héraðsbókasafnið á Reykhólum verður opið á morgun, fyrsta laugardaginn í mánuðinum, milli kl. 11 og 13. Klukkan 11.30 les Harpa Eiríksdóttir sögu fyrir krakkana, Ævintýri Alexanders hana eftir Gullu á Árbæ. Komnar eru nýjar bækur á safnið og verða einhverjar þeirra tilbúnar á morgun. Hér fyrir neðan er listi yfir bækurnar sem voru keyptar þetta árið.

...
Meira
Sumir segja að jólasveinarnir búi uppi í Vaðalfjöllum. Mynd: Þórarinn Ólafsson.
Sumir segja að jólasveinarnir búi uppi í Vaðalfjöllum. Mynd: Þórarinn Ólafsson.

Jólaball Kvenfélagsins Kötlu í Reykhólahreppi, sem frestað var sakir óveðursins, verður í íþróttasal Reykhólaskóla á laugardag, 5. janúar, og stendur frá kl. 13 til 15. Jólasveinarnir láta sjá sig. Kaffiveitingar í boði kvenfélagsins. Allir velkomnir.

...
Meira
Kristinn frá Gufudal messar yfir ráðherra á fundi í Bjarkalundi 2011.
Kristinn frá Gufudal messar yfir ráðherra á fundi í Bjarkalundi 2011.

Þegar vegur yfir Gilsfjörð var í undirbúningi heyrðust háværar raddir um að lífríkinu væri hætta búin. Örninn, rauðbrystingur og fleiri tegundir taldar í hættu. Háværastir voru menn úr Fuglaverndarfélagi Íslands. Rannsóknir og vöktun fyrir og eftir staðfestu að framkvæmdin hafði engin áhrif á þessar fuglategundir né heldur æðarvarpið í hólmunum. Tafðist það um þrjú ár að verkið hæfist.

...
Meira
Jón Jónsson menningarfulltrúi Vestfjarða. Nánar í meginmáli.
Jón Jónsson menningarfulltrúi Vestfjarða. Nánar í meginmáli.

Breyting varð á högum Menningarráðs Vestfjarða núna um áramótin þegar það sameinaðist Fjórðungssambandi Vestfirðinga. Framvegis verður því menningarfulltrúi Vestfjarða starfsmaður sambandsins. Starfsemi ráðsins út á við verður með svipuðu sniði og verið hefur. Núna í fyrri hluta janúar verður auglýst eftir umsóknum bæði um verkefnastyrki og stofn- og rekstrarstyrki.

...
Meira

Fjórir staurar eru brotnir í raflínu Orkubús Vestfjarða um Gufudalsháls yfir í Kollafjörð. Þess vegna er ekkert fjarskiptasamband (Tetra-samband) á Klettshálsi. Ekki er vitað hvenær hægt verður að gera við línuna en til þess þarf væntanlega að flytja þangað öflug tæki. Engir bæir eru lengur í byggð í Kollafirði. Rafmagn frá landskerfinu komst síðdegis í gær í allar byggðir í Reykhólahreppi þegar lokið var viðgerð á línu Landsnets á Sælingsdalsheiði í Dalasýslu.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31