Frá vinstri: Tobbaskemma aftan við Ytribæ, Sólheimar, og milli Sólheima og Norðurbæjar sést í þakið á Norðurbæjarfjósinu. Neðar á túninu fyrir miðri mynd er fyrst skemma og Innribæjarfjós og lengst til hægri niður við Löngutjörn eru Tjarnarhúsið og Svartholið. Bak við þau sést í nýrri hús. Myndin er tekin kringum 1957.
Norðurbær í Skáleyjum.
Talið frá vinstri: Efribær, Ytribær, Sólheimar og Innribær. Myndin er tekin fyrir 1948.
Í mörgum tilvikum fara saman ljósmyndir og uppdrættir af mannvirkjaleifum.
Jóhannes Geir Gíslason í Skáleyjum við dúngrindina að hreinsa æðardún.
Björn Samúelsson á Reykhólum undir stýri á farþegabáti sínum við Flatey.
Mannfjöldi í hreppum Austur-Barðastrandarsýslu 1901-2010.
Komin er hér inn á vefinn skýrsla um fornleifaskráningu í Skáleyjum á liðnu sumri. Vestur komu til rannsókna fimm fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands, sem nutu í ferðinni liðsinnis Björns Samúelssonar á Reykhólum og leiðsagnar Jóhannesar G. Gíslasonar í Skáleyjum. Skýrslan er um hundrað blaðsíður og í henni eru um 200 ljósmyndir og uppdrættir. Margar ljósmyndanna eru gamlar en þó eru enn fleiri nýjar af rústum og mannvirkjaleifum ásamt uppdráttum af þeim.