Tenglar

Reykhólakirkja enn á byggingarstigi árið 1962. Hún var vígð haustið 1963.
Reykhólakirkja enn á byggingarstigi árið 1962. Hún var vígð haustið 1963.

Hjá sr. Elínu Hrund Kristjánsdóttur sóknarpresti á Reykhólum eru sjö helgistundir og messur á dagskrá í prestakalli hennar á aðfangadag, jóladag og annan jóladag. Við jólastund barnanna og við helgistund í Barmahlíð syngur Hrefna Jónsdóttir og annast undirleik. Við messurnar á jóladag verður organisti Jón Ingimundarson og annan í jólum Viðar Guðmundsson en félagar úr kór Reykhólaprestakalls syngja. Þessar eru jólaguðsþjónusturnar:

...
Meira
Frá vinstri: Tobbaskemma aftan við Ytribæ, Sólheimar, og milli Sólheima og Norðurbæjar sést í þakið á Norðurbæjarfjósinu. Neðar á túninu fyrir miðri mynd er fyrst skemma og Innribæjarfjós og lengst til hægri niður við Löngutjörn eru Tjarnarhúsið og Svartholið. Bak við þau sést í nýrri hús. Myndin er tekin kringum 1957.
Frá vinstri: Tobbaskemma aftan við Ytribæ, Sólheimar, og milli Sólheima og Norðurbæjar sést í þakið á Norðurbæjarfjósinu. Neðar á túninu fyrir miðri mynd er fyrst skemma og Innribæjarfjós og lengst til hægri niður við Löngutjörn eru Tjarnarhúsið og Svartholið. Bak við þau sést í nýrri hús. Myndin er tekin kringum 1957.
1 af 7

Komin er hér inn á vefinn skýrsla um fornleifaskráningu í Skáleyjum á liðnu sumri. Vestur komu til rannsókna fimm fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands, sem nutu í ferðinni liðsinnis Björns Samúelssonar á Reykhólum og leiðsagnar Jóhannesar G. Gíslasonar í Skáleyjum. Skýrslan er um hundrað blaðsíður og í henni eru um 200 ljósmyndir og uppdrættir. Margar ljósmyndanna eru gamlar en þó eru enn fleiri nýjar af rústum og mannvirkjaleifum ásamt uppdráttum af þeim.

...
Meira

Verslunin Hólakaup á Reykhólum verður opin til kl. 13 á aðfangadag. Lokað verður á jóladag og annan í jólum. Á gamlársdag verður opið til kl. 16. Lokað verður á nýársdag og 2. janúar. Að öðru leyti er búðin opin sex daga vikunnar kl. 10-18 og á sunnudögum kl. 13-17.

...
Meira

Lionsfélagar í Reykhólahreppi eru klárir fyrir skötumessuna árvissu á morgun, Þorláksmessu. Hún verður í borðsal Reykhólaskóla og stendur milli kl. 12 og 14. Saltfiskur er í boði fyrir þá sem vilja hann heldur. Allir eru velkomnir í veisluna, sama hvort þeir tengjast Lions eða ekki. Verðið er kr. 2.200 nema fyrir tólf ára og yngri, sem borga aðeins kr. 1.000. Enginn posi á staðnum.

...
Meira
Sorgarhorn á Hallsteinsnesi.
Sorgarhorn á Hallsteinsnesi.

Undanfarna daga hefur farið um heimsbyggðina myndskeið þar sem örn virðist klófesta barn og fljúga með það góðan spöl. Leitt hefur verið í ljós, að þarna var um blekkingu að ræða. Hér á landi eru til frásagnir af því að ernir hafi hremmt börn. Í Gufudalshreppnum gamla er örnefnið Sorgarhorn á tveimur stöðum og fylgir þeim báðum saga af erni sem hrifsaði með sér barn. Í ritinu nýja um Gufudalshrepp, Þar minnast fjöll og firðir, er myndin sem hér fylgir af Sorgarhorni ásamt þessari klausu þar sem fjallað er um Hallsteinsnes milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar:

...
Meira

Mengun frá fjögurra klukkutíma áramótabrennu er meiri en frá sorpbrennslustöðinni allt árið um kring, sagði Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Umhverfisráðherra neitaði í dag beiðni sveitarfélagsins um tímabundna undanþágu til reksturs sorpbrennslunnar á Kirkjubæjarklaustri. Stöðin hefur ekki aðeins gegnt því hlutverki að eyða sorpi heldur hefur hitinn frá brennslunni verið notaður til húshitunar. Núna þegar hennar nýtur ekki lengur verður að kynda með rafmagni því að enginn kostur er á jarðhita á þessum slóðum.

...
Meira
Veðrið á aðfangadagskvöld 2002.
Veðrið á aðfangadagskvöld 2002.

Á einföldum Íslandskortum á vef Veðurstofu Íslands, sem sýna veðrið á hádegi, er hægt að sjá í grófum dráttum hvernig veðrið var á jóladag allt frá árinu 1949 (tengill hér neðst). Líka er hægt að sjá hvernig veðrið var kl. 18 á aðfangadagskvöld allan þennan tíma. Á myndinni sem hér fylgir sést að á aðfangadagskvöld fyrir tíu árum var hlýtt miðað við árstíma um land allt, meira að segja fimm stiga hiti á Hveravöllum.

...
Meira
20. desember 2012

Bráðum koma blessuð jólin

Bráðum koma blessuð jólin ...
Bráðum koma blessuð jólin ...

Starfsfólk Krabbameinsfélags Íslands tók sig saman um daginn, setti upp viðeigandi húfur og söng jólalag, öllu heldur lag sem sungið er í aðdraganda jóla, og setti inn á YouTube. Söngnum fylgir þessi kveðja: Krabbameinsfélag Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með þökk fyrir velvild og stuðning á árinu sem er að líða.

...
Meira
20. desember 2012

Þörungar undir smásjá

Breiðafjörðurinn er langmesta þörungaríki landsins. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þörunga fyrir Reykhólabúa og Reykhólahrepp. Myndin sem hér fylgir hlaut önnur verðlaun í árlegri samkeppni um stafrænar smásjármyndir úr lífríkinu (The Olympus BioScapes Digital Imaging Competition). Þetta er smásjármynd af rauðþörungi með gróum til kynlausrar æxlunar og gullnum kísilþörungum.

...
Meira

Yfir jólin og áramótin verður opið á heilsugæslustöðvum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands að Gunnarsbraut 2 í Búðardal og Hellisbraut 39 á Reykhólum sem hér segir:

...
Meira

Atburðadagatal

« gst 2025 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31