Tenglar

Klúbburinn Reykhólar MC endurvakinn.
Klúbburinn Reykhólar MC endurvakinn.
1 af 11

Reyttar hafa verið saman til upprifjunar allmargar myndir og fréttir, sem birst hafa hér á vefnum á árinu sem senn er að kveðja. Þannig verða tveir mánuðir rifjaðir upp daglega hvor í sínu lagi allt fram á gamlársdag.

...
Meira

Reykhólahreppur stendur eins og endranær fyrir áramótabrennu á sorpsvæðinu fyrir neðan Reykhóla og verður kveikt í kestinum kl. 20.30 á gamlárskvöld - með þeim fyrirvara að veður leyfi. Á vegum Björgunarsveitarinnar Heimamanna í Reykhólahreppi verður flugeldasýning við brennuna, sem Bragi Jónsson annast eins og áður. Að venju selur björgunarsveitin skotelda til styrktar starfi sínu. Salan fer fram í húsi sveitarinnar við Suðurbraut á Reykhólum kl. 14-22 á sunnudag, 30. desember, og kl. 13-16 á gamlársdag.

...
Meira

Minnt skal á vefmyndavélar Vegagerðarinnar, sem eru á tólf stöðum á Vestfjarðakjálkanum, þar á meðal á Hjallahálsi og Klettshálsi og við veginn um Þröskulda. Frá myndavél á hverjum stað birtast myndir frá þremur sjónarhornum, ein á fimm mínútna fresti, ásamt því sem fram koma upplýsingar um vindátt, vindhraða og hitastig.

...
Meira
27. desember 2012

Stiklað á stóru - mars 2012

Högl á stærð við þúfutittlingsegg.
Högl á stærð við þúfutittlingsegg.
1 af 14

Tíndar hafa verið saman til upprifjunar allmargar myndir og fréttir, sem birst hafa hér á vefnum á árinu sem senn er að kveðja. Þannig munu tveir mánuðir verða rifjaðir upp daglega hvor í sínu lagi fram á gamlársdag. (Þessi inngangstexti verður orðinn leiðigjarn í tíunda eða ellefta skiptið og jafnvel fyrr).

...
Meira
Úr Flateyjarbók.
Úr Flateyjarbók.
1 af 2

Miðaldahandritið mikla Flateyjarbók er væntanlega kunnasti gripur sem ber nafn úr núverandi Reykhólahreppi. Fyrir skömmu var ákveðið að verja síðustu fjármunum Þjóðhátíðarsjóðs, sem nú hefur verið lagður niður, til viðgerða á bandi bókarinnar. Flateyjarbók hefur verið varðveitt í Árnastofnun í Reykjavík allt frá því að Helge Larsen, kennslumálaráðherra Dana, afhenti Gylfa Þ. Gíslasyni starfsbróður sínum hana með hinum frægu orðum: Vær så god, Flatøbogen!

...
Meira
Reykhólastaður eins og eftir loftárás.
Reykhólastaður eins og eftir loftárás.
1 af 10

Tíndar hafa verið saman til upprifjunar allmargar myndir og fréttir, sem birst hafa hér á vefnum á árinu sem senn er að kveðja. Þannig munu tveir mánuðir verða rifjaðir upp daglega hvor í sínu lagi fram á gamlársdag.

...
Meira
Gufudalskirkja.
Gufudalskirkja.
1 af 2

Embættað var í Gufudalskirkju í dag, annan dag jóla. Hún er annað tveggja friðaðra húsa uppi á meginlandinu í Reykhólahreppi, en hitt er kirkjan á Stað á Reykjanesi. Í Flatey eru nokkur hús að auki friðuð, svo og Ranakofi í Svefneyjum.

...
Meira
Eftirlegukindum komið á hús.
Eftirlegukindum komið á hús.
1 af 14

Tíndar hafa verið saman til upprifjunar allmargar myndir og fréttir, sem birst hafa hér á vefnum á árinu sem senn er að kveðja. Þannig munu tveir mánuðir verða rifjaðir upp daglega hvor í sínu lagi fram á gamlársdag.

...
Meira
Sigfús Halldórsson á forsíðu Vikunnar, ári eftir að Litla flugan tók flugið.
Sigfús Halldórsson á forsíðu Vikunnar, ári eftir að Litla flugan tók flugið.
1 af 5

Um jólin 1951 var haldin barnaskemmtun á Reykhólum og Sigfús Halldórsson var fenginn til að leika jólasvein. „Þá varð ég heldur betur var við að Litla flugan var auðlærð,“ sagði Sigfús í viðtali í Vikunni. „Ég var ekki búinn að syngja hana nema einu sinni þegar allir krakkarnir sungu hana með mér.“ Sigfús hefur sagt að lagið hafi verið sungið „fram og aftur og út á hlið, liggur mér við að segja, og ég vænti þess, að hún hafi svipt einhverjum skammdegisdrunga á brott.“

...
Meira
Úr Lesbók Morgunblaðsins 1976.
Úr Lesbók Morgunblaðsins 1976.
1 af 10

Friðuð hús í Reykhólahreppi eru sjö talsins, að því er fram kemur á vef Húsafriðunarnefndar. Þar af eru fjögur í Flatey og eitt í Svefneyjum og síðan kirkjurnar á Stað á Reykjanesi og í Gufudal. Hér skal þó nefna til sögunnar eitt friðað hús enn, Reykhólakirkjuna gömlu, sem nú þjónar í Saurbæ (Bæ) á Rauðasandi á norðurströnd Breiðafjarðar. Tiltækum heimildum ber ekki fyllilega saman um byggingartíma hennar.

...
Meira

Atburðadagatal

« gst 2025 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31