Tenglar

Traffík í Reykhólahöfn á fögru sumarkvöldi.
Traffík í Reykhólahöfn á fögru sumarkvöldi.
1 af 14

Kýrnar á Miðjanesi í fótsnyrtingu, Háhyrningar í essinu sínu við Flatey, Traffík í Reykhólahöfn á fögru sumarkvöldi, Nýir makar vígðir inn í ættina o.s.frv. Teknar hafa verið saman til upprifjunar allmargar myndir og fréttir, sem birst hafa hér á vefnum á árinu sem senn er að kveðja. Þannig eru tveir mánuðir rifjaðir upp á dag, hvor í sínu lagi, allt fram á gamlársdag.

...
Meira
Veðrið á sjálfvirkum veðurstöðvum klukkan 13. Af vef Veðurstofu Íslands.
Veðrið á sjálfvirkum veðurstöðvum klukkan 13. Af vef Veðurstofu Íslands.

„Þakkantar og jafnvel þök hafa verið að fjúka en vegna veðurhamsins hafa menn ekki komist í að gera nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Jens Hansson í Mýrartungu, formaður Björgunarsveitarinnar Heimamanna í Reykhólahreppi, núna laust fyrir klukkan 15. Þar í innsveitinni var rafmagnslaust í tæpa fjóra tíma í morgun. Rafmagnslaust er bæði í Gufudalssveit og Gilsfirði. Frá því snemma í morgun hefur rafmagn farið í nokkur skipti af Reykhólaþorpi en ekki lengi í hvert skipti. Þar er keyrð varaaflsstöð.

...
Meira
Erna Ósk og Helgi Jón með Söru Dögg.
Erna Ósk og Helgi Jón með Söru Dögg.
1 af 11

Í sumar fluttist tæplega þriggja mánaða stúlka í Reykhólahrepp, nánar tiltekið í Gufudalssveitina gömlu. Litla stúlkan var þó ekki ein á ferð heldur var fjölskylda hennar að koma til búsetu í Gufudal. Foreldrar hennar eru nýju búendurnir þar, þau Erna Ósk Guðnadóttir og Helgi Jón Ólafsson. Sara Dögg Helgadóttir heitir stúlkan litla, fædd 9. mars.

...
Meira
Mikill fólksfjöldi naut blíðunnar í siglingu með Gretti.
Mikill fólksfjöldi naut blíðunnar í siglingu með Gretti.
1 af 23

Sundsprettur í Reykhólahöfn, Rjúpa í æðarhreiðri í sjávarhólma - og hænsnaveiðar, Nei, traktorinn í Nesi er ekki til sölu, o.s.frv. Grafnar hafa verið upp til upprifjunar allmargar myndir og fréttir, sem birst hafa hér á vefnum á árinu sem senn er að kveðja. Þannig eru tveir mánuðir rifjaðir upp daglega hvor í sínu lagi allt fram á gamlársdag.

...
Meira
28. desember 2012

Félagsvist í Tjarnarlundi

Ungmennafélagið Stjarnan stendur fyrir félagsvist í Tjarnarlundi í Saurbæ annað kvöld, laugardag. Húsið verður opnað kl. 19.30 en spilamennskan hefst kl. 20. Verð er 700 krónur og sjoppa á staðnum. Gott að hafa í huga að enginn posi er á staðnum og því rétt að koma með reiðufé.

...
Meira
28. desember 2012

Stiklað á stóru - maí 2012

Skriffinnskan kæfir íslenska kræklingarækt.
Skriffinnskan kæfir íslenska kræklingarækt.
1 af 16

Aldrei upplifað eins hlýjar móttökur, Rjúpa rembist á Reykhólum o.s.frv. Dregnar hafa verið saman til upprifjunar allmargar myndir og fréttir, sem birst hafa hér á vefnum á árinu sem senn er að kveðja. Þannig eru tveir mánuðir rifjaðir upp daglega hvor í sínu lagi allt fram á gamlársdag.

...
Meira

Ekki rættust um daginn spár um ógurlegra frost á Norðausturlandi en þekkst hefur á Íslandi. Nú er að sjá hvort sú spá rætist betur, að meðalvindhraði á Klettshálsi verði fjörutíu metrar á sekúndu klukkan sex í fyrramálið. Ef svo færi, þá væri vindur í hviðum langtum meiri.

...
Meira

Til styrktar starfi sínu árið um kring selur Björgunarsveitin Heimamenn í Reykhólahreppi flugelda um hver áramót og vonast mannskapurinn núna eins og endranær eftir góðum stuðningi. Jafnframt eru Braga Jónssyni, hinum reynda skotstjóra á flugeldasýningunni um áramótin, færðar þakkir fyrir óeigingjarnt starf og fyrir að leggja það á sig að koma heim á Reykhóla gagngert til að sjá um sýninguna. Flugeldasalan verður í húsi Heimamanna að Suðurbraut 5 á Reykhólum kl. 14-22 á sunnudag (30. desember) og kl. 13-16 á gamlársdag.

...
Meira

Vegna veðurútlitsins hefur verið ákveðið að fresta jólaballi Kvenfélagsins Kötlu í Reykhólahreppi, sem vera átti á laugardag. Í staðinn hefur ballið verið sett niður á sama stað og tíma réttri viku síðar, í íþróttahúsinu á Reykhólum laugardaginn 5. janúar kl. 13-15.

...
Meira

Félagið Þaulsetur sf. heldur spurningakeppni undir heitinu Maltkviss í Tjarnarlundi í Saurbæ á sunnudag, 30. desember, og hefst hún kl. 20. Stjórnandi verður Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Geiradal. Gert er ráð fyrir tveimur til þremur í liði. Þeir sem standa út af fara saman í lið. Ef þrír eru í liði verður að vera a.m.k. eitt barn.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31