Tenglar

Þakið af hlöðunni á einum stað og annað brak var um allt.
Þakið af hlöðunni á einum stað og annað brak var um allt.
1 af 5

Gömul hlaða á Skerðingsstöðum í Reykhólasveit sundraðist í ofsanum á laugardag. „Þetta er í sjálfu sér ekkert tjón, þetta var gamalt og lélegt hús sem átti að rífa, var bara ekki búið að koma því í verk“, segir Jón Árni Sigurðsson frá Skerðingsstöðum, sem búsettur er á Reykhólum. Hlaðan var úr timbri en á steyptum grunni, „og hann er brotinn eftir lætin þannig að eitthvað hefur nú gengið á“, segir Jón Árni.

...
Meira

Innlit (heimsóknir) á vef Reykhólahrepps á árinu 2012 voru 175.856 eða að meðaltali 480 á dag. Flettingar voru samtals 659.239 eða að meðaltali 1.801 á dag. Vefurinn var opnaður vorið 2008 en vefteljarinn Google Analytics var tengdur við hann 15. ágúst 2008. Frá þeim tíma eru innlit á vefinn samtals 525.934 eða að meðaltali 329 á dag. Nánari sundurliðun kemur fram í töflunni hér fyrir neðan.

...
Meira

Áðan þegar umsjónarmaður þessa vefjar var beðinn um að segja frá félagsvist í Tjarnarlundi datt honum í hug að leita í fljótheitum í blöðum (timarit.is) að fyrstu dæmum um nafngiftirnar framsóknarvist og félagsvist, sem báðar hafa verið notaðar um þessa spilamennsku. Löngum hefur því verið trúað, að nafngiftin félagsvist hafi verið fundin upp af pólitískum ástæðum, ef svo má segja. Kannski er eitthvað til í því.

...
Meira

Af skiljanlegum ástæðum varð ekkert af félagsvistinni sem átti að vera í Tjarnarlundi í Saurbæ á laugardagskvöld. Í staðinn verður hún kl. 20 annað kvöld, miðvikudagskvöldið 2. janúar. Verðið er kr. 700. Sjoppa á staðnum en ekki posi.

...
Meira
Reykhólafólk 1903.
Reykhólafólk 1903.
1 af 3

Garðyrkjufræðingurinn landskunni Hafsteinn Hafliðason á ættir að rekja að Reykhólum. Hann sendi vefnum til birtingar ljósmynd sem tekin var af Reykhólafólki árið 1903 og óskar eftir liðsinni við að bera kennsl á ýmsa í hópnum. Sumt af því fólki sem helst kynni að geta lagt þessu lið er væntanlega nokkuð við aldur og e.t.v. ekki mikið í tölvum. Þess vegna er mælst til þess að þeir sem sterkari eru á því svelli láti vita af þessari fyrirspurn og aðstoði við að skoða myndirnar sem hér fylgja. Hafsteinn sendi líka ljósmynd af Reykhólafjölskyldunni árið 1908, sem hér fylgir (nánar hér neðar).

...
Meira
Konunglega flugeldasýningin á Thamesfljóti í Lundúnum árið 1749 (Wikipedia).
Konunglega flugeldasýningin á Thamesfljóti í Lundúnum árið 1749 (Wikipedia).

Bragi Jónsson, umsjónarmaður flugeldamála hjá Björgunarsveitinni Heimamönnum í Reykhólahreppi, er þokkalega ánægður með flugeldasöluna að þessu sinni - allavega miðað við veður, eins og hann orðar það. Hann segir að hún sé mjög svipuð og í fyrra, en árin á undan hafi hún alltaf aukist með hverju ári. Vafalítið er að illviðrið síðustu dægrin og leiðindaveður allt fram á daginn í dag, sjálfan gamlársdag, eigi einhvern þátt í því að hún jókst ekki milli ára eins og venjulega. „Samt get ég ekki annað en verið ánægður,“ segir hann.

...
Meira
Ingvar á Gillastöðum 85 ára.
Ingvar á Gillastöðum 85 ára.
1 af 24

Fjölgar í hreppnum: Oddvitinn stendur sína plikt, Brúðkaup og stórafmæli í gleðiborginni Las Vegas, Nærri þriggja tíma leitarferð á Þorskafjarðarheiði o.s.frv. Tíndar voru saman til upprifjunar allmargar myndir og fréttir, sem birst hafa hér á vefnum á árinu sem er að kveðja. Þannig hafa tveir mánuðir verið rifjaðir upp á dag núna síðustu sex daga ársins.

...
Meira
Ingi Garðar Sigurðsson.
Ingi Garðar Sigurðsson.

Ingi Garðar Sigurðsson, fyrrum tilraunastjóri á Reykhólum, verður jarðsunginn í Árbæjarkirkju í Reykjavík kl. 13 á fimmtudag, 3. janúar. Hann andaðist á Landakoti 16. desember, 81 árs að aldri. Eftirlifandi eiginkona hans er Kristrún Marinósdóttir. Sonur þeirra er Hörður Ævarr Ingason.

...
Meira
Siðareglur félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.
Siðareglur félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.
1 af 20

Úrvalshrútar: Ljúfur frá Árbæ, Kroppur frá Bæ, Reykhólasveitin hefur tekið okkur tveim höndum, Rjúpan í ginið á villiketti? o.s.frv. Tíndar hafa verið saman til upprifjunar allmargar myndir og fréttir, sem birst hafa hér á vefnum á árinu sem senn er að kveðja. Þannig eru tveir mánuðir rifjaðir upp á dag, hvor í sínu lagi, síðustu sex daga ársins.

...
Meira

Lítið er um olíu á dísilvélina í varaaflsstöð Orkubús Vestfjarða á Reykhólum. Ekki er vitað hvenær olía berst en vonast er til að bændur í héraðinu muni hlaupa undir bagga og lána olíu ef stöðin verður olíulaus, sem yrði væntanlega síðdegis á morgun. Í gær kom bíll með einhverja olíu alla leið frá Selfossi, en þá höfðu menn fengið lánaða olíu til að halda vélinni í gangi. Varaaflstöðin á Reykhólum framleiðir rafmagn fyrir Reykhólasveitina og allt inn í Geiradal.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31