Tenglar

Við útigrillið ásamt Rebekku á Stað og Ástu Sjöfn á Litlu-Grund.
Við útigrillið ásamt Rebekku á Stað og Ástu Sjöfn á Litlu-Grund.
1 af 4

Guðmundur Hauksson sjúkraliði, sem starfað hefur á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum síðustu árin, er á förum á föstudag. Af því tilefni býður hann heimilisfólkinu þar, vandamönnum þess og öðrum sveitungum í svolítið kveðjukaffi í Barmahlíð kl. 15 á morgun, fimmtudag 20. desember.

...
Meira

Fyrir skömmu kom út hjá Vestfirska forlaginu æviágrip og nokkur hluti ljóðasafns alþýðuskáldsins Tómasar Guðmundssonar Geirdælings, eins og hann kallaði sig, en almennt var hann nefndur Tómas víðförli. Hann fæddist á Gilsfjarðarbrekku 1827 eða 1828 en kenndi sig stundum við Gróustaði. Þegar á ævina leið var hann löngum förumaður á Vestfjarðakjálkanum. Enda þótt hann hafi verið á miklum flækingi mun hann einna mest hafa verið á ýmsum bæjum í Geiradal og á Ströndum. Kvæði Tómasar hafa ekki komið út áður þó að slíkt hafi verið draumur hans.

...
Meira

Félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps, Hildur Jakobína Gísladóttir, biður um að því sé komið á framfæri, að hún verður ekki við milli jóla og nýárs. Aftur á móti verður hún við kl. 8-16 alla virku dagana í fyrstu vikunni eftir áramót, þ.e. 2.-4. janúar (miðvikudag, fimmtudag og föstudag).

...
Meira
Miðhluti og vængjamyndir altaristöflunnar gömlu í Gufudalskirkju. Nánar í meginmáli.
Miðhluti og vængjamyndir altaristöflunnar gömlu í Gufudalskirkju. Nánar í meginmáli.

Önnur vængmynd altaristöflunnar í Gufudalskirkju þótti á sínum tíma heldur gróf og naumast heppileg yfir altarinu. Þess vegna voru báðir vængirnir teknir af og settir upp á kirkjuloft. Þeir eru enn á kórloftinu og má vel sjá þá þar án þess að klöngrast upp á loftið. Á töflunni sjálfri er málverk af síðustu kvöldmáltíðinni og önnur vængmyndin er af Kristi með krossinn á leið sinni upp á Hausaskeljastað.

...
Meira
Fyrsti árgangur Almanaks Hins íslenska þjóðvinafélags.
Fyrsti árgangur Almanaks Hins íslenska þjóðvinafélags.

Margar af vinsælustu bókunum hérlendis fyrir þessi jól fást í Hólakaupum á Reykhólum eða nærri 60 titlar. Bókin um Gufudalshrepp seldist upp þar og kláraðist hjá útgefanda en önnur prentun er að koma úr prentsmiðju. Von er á ritinu í Hólakaup á morgun ásamt fleiri bókum Vestfirska forlagsins sem voru á þrotum. Jafnframt er Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags fyrir árið 2013 á leiðinni í Hólakaup, en þetta yfirlætislausa rit sem lítt eða ekki er auglýst á sér stóran og tryggan hóp kaupenda.

...
Meira
Søren og Garðar í járnabindingum. Þörungaverksmiðjan í baksýn.
Søren og Garðar í járnabindingum. Þörungaverksmiðjan í baksýn.

Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við félagana tvo sem standa að byggingu saltverksmiðjunnar við Reykhólahöfn, þá Garðar Stefánsson og Søren Rosenkilde. Jafnframt voru þar birt myndskeið frá vettvangi ásamt ljósmyndum sem teknar voru morguninn þegar verkið hófst og birtust hér á vefnum.

...
Meira
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.

„Eitt er það sem verulega brennur á mörgum eldri borgurum og það er hvernig á að ná í allar þær upplýsingar sem oft er nauðsynlegt að fá þegar ýmis vandamál koma upp. Hvert á þá að leita? Það er enginn einn sem býr yfir þeim upplýsingum. Eitthvað er hjá Tryggingastofnun, annað hjá lífeyrissjóðnum, heimilislæknirinn getur sagt okkur eitthvað, félagsmálafulltrúi sveitarfélagsins hefur eitthvað.“ [...] „Ef LEB gæti rekið upplýsingagátt fyrir eldri borgara og haft starfsmann við að sinna því, þá gæti það að einhverju leyti komið í stað embættis umboðsmanns aldraðra. Í LEB unnum við að slíkri upplýsingagátt á sl. ári í samstarfi við Háskóla Íslands. Það lofaði góðu en fjármuni vantar til að hægt sé að ljúka við og starfrækja upplýsingagáttina.“

...
Meira
17. desember 2012

„Sanngjörn jöfnun skulda“

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

„Sambærilegt verðfall á fasteignum verður að bæta með sama hætti hvar sem er þær eru á landinu, án tillits til þess hvenær verðfallið varð, innan skynsamlegra tímamarka þó og vegna orsaka sem ekki verður sagt að einstaklingurinn beri ábyrgð á. Sem dæmi má nefna að íbúðarhúsnæði á Vestfjörðum lækkaði í verði um 28% að raunvirði á árunum 1998-2004 og um 50% sem hlutfall af verðinu á höfuðborgarsvæðinu. Fleiri dæmi eru til af þessum toga frá byggðarlögum um land allt.“

...
Meira
Íslensku jólasveinafrímerkin frá 1999.
Íslensku jólasveinafrímerkin frá 1999.

Samkvæmt hefðinni kemur Hurðaskellir til byggða í nótt og ráðlegt að sofa með eyrnatappa. Hann er sá sjöundi í röðinni af íslensku jólasveinunum þrettán. Fyrstur kom Stekkjarstaur 12. desember og síðan einn af öðrum. Síðastur er Kertasníkir sem kemur á aðfangadag. Eins og flestir vita eru jólasveinarnir búsettir í Vaðalfjöllum í Reykhólasveit þó að sumir haldi öðru fram. Á Strandavefnum er á hverjum degi sagt frá þeim jólasveini sem kemur hverju sinni og tilheyrandi vísur úr Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum birtar með.

...
Meira
1 af 3

Flateyjarhreppur (Eyjahreppur) var á fyrri tíð langfjölmennasti hreppurinn í Austur-Barðastrandarsýslu. Á 19. öld og fram yfir aldamótin 1900 voru búsettar þar vel á fimmta hundrað manneskjur en síðan fækkaði jafnt og þétt. Fimm hreppar voru í sýslunni allt fram til 1987 þegar þeir voru sameinaðir í einn undir heiti Reykhólahrepps, eins af gömlu hreppunum fimm. Þá var fólkið í hreppnum sameinaða allnokkru færra en var í Flateyjarhreppi einum á sínum tíma.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31