Kúrekar í Villta vestrinu: Eva Sandra og Vilhjálmur, Victor Bentsson, Sigrún Rósa, Rósant Grétarsson, Brynjar Ingi Hannesson, Lóa á Miðjanesi, Alexander Björnsson, Bjartur Ísak Rósantsson og Bent Hansson.
Brúðkaupslímósínan var ekki af styttri gerðinni. Bent, faðir brúðarinnar, Eva Sandra, Victor, Vilhjálmur, Bjartur Ísak, Lóa og foreldrar brúðgumans, þau Rósant og Sigrún Rósa.
Mæðgurnar Sigrún Rósa og Lóa í fiskasafninu í Las Vegas.
Spássitúr í gleðiborginni: Bent, Eva Sandra, Victor, Alexander, Lóa, Rósant, Vilhjálmur, Brynjar og Bjartur Ísak.
Langferð. Seattle og Las Vegas merktar á korti af Bandaríkjunum.
Halldóra Játvarðardóttir (Lóa á Miðjanesi) átti stórafmæli 2. október og hélt upp á þann viðburð á ekki ómerkari stað en Las Vegas í eyðimerkurríkinu Nevada í Bandaríkjunum. Afmælið var samt ekki helsta ástæða ferðarinnar til gleðiborgarinnar frægu heldur brúðkaup, þó að brúðhjónin séu ekki búsett í Las Vegas heldur norður í Eyjafirði. Þarna voru gefin saman þau Eva Sandra Bentsdóttir og Vilhjálmur Rósantsson, dóttursonur Lóu.