Tenglar

Vilberg með nýju dömuna á Hríshóli ásamt Andreu þegar hún kom færandi hendi með peysuna og sokkana.
Vilberg með nýju dömuna á Hríshóli ásamt Andreu þegar hún kom færandi hendi með peysuna og sokkana.
1 af 2

Andrea Björnsdóttir á Skálanesi er oddviti Reykhólahrepps og stöðu sinnar vegna ber henni að stuðla að fólksfjölgun í sveitarfélaginu. Þess vegna færði hún það í tal við Vilberg Þráinsson á Hríshóli snemma á þessu ári, að allsendis ótækt væri ef ekkert barn myndi fæðast í Reykhólahreppi á árinu 2012. „Ég hélt hvatningarræðu,“ segir hún, „og lofaði að prjóna peysu á barnið ef hann brygðist snöfurmannlega við.“

...
Meira
Barmahlíð á Reykhólum. Myndina tók Árni Geirsson 9. október 2010.
Barmahlíð á Reykhólum. Myndina tók Árni Geirsson 9. október 2010.

Á það skal minnt, að í Reykhólahreppi heldur Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps úti félagsstarfi aldraðra í góðri aðstöðu í sal á efri hæð Barmahlíðar á Reykhólum. Þar geta allir íbúar Reykhólahrepps sem eru 67 ára og eldri komið, unnið í handverki og spjallað saman um daginn og veginn. Félagsstarfið er í gangi yfir veturinn en í fríi yfir sumarið.

...
Meira
Sigmar B. Hauksson, Þorsteinn Ingi, Andrea (í ræðustól) og Ingibjörg Birna.
Sigmar B. Hauksson, Þorsteinn Ingi, Andrea (í ræðustól) og Ingibjörg Birna.

„Við væntum þess að geta byrjað jafnvel með vorinu. Fyrsta skrefið yrði opnun þessa seturs,“ segir Sigmar B. Hauksson, fulltrúi Nýsköpunarmiðstöðvar í hópi til undirbúnings frumkvöðlaseturs eða tæknigarðs á Reykhólum. „Við förum hægt af stað og leggjum á það áherslu að þróa þetta hægt og rólega svo að ekki þurfi að fá í það mikið lánsfé.“

...
Meira
Einar Sveinn Ólafsson framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar í ræðustól.
Einar Sveinn Ólafsson framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar í ræðustól.

Þörungaverksmiðjan hf. á Reykhólum greiddi á síðasta ári rúmar 142 milljónir króna í laun og launatengd gjöld. Í opinber gjöld til ríkisins og Reykhólahrepps greiddi fyrirtækið tæpar 30 milljónir króna. Fyrirtækið er stærsti einstaki vinnuveitandinn í Reykhólahreppi með um 14 ársverk auk sjö verktaka sem annast þangslátt.

...
Meira

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps óskar eftir starfsmanni í 15% afleysingarstarf vegna fæðingarorlofs frá 1. jan. 2013 til 1. jan. 2014. Um er að ræða vinnu við félagsstarf aldraðra á dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum alla þriðjudaga og fimmtudaga.

...
Meira

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps auglýsir eftir starfsmanni eða starfsmönnum í 30% starf við félagslega heimaþjónustu í Reykhólahreppi. Markmið félagslegrar heimaþjónustu er að einstaklingar séu efldir til sjálfshjálpar og þeim sé gert kleift að búa sem lengst í heimahúsum við sem eðlilegastar aðstæður. Þjónustan felur í sér innlit ásamt þrifum í heimahúsum.

...
Meira
Kúrekar í Villta vestrinu: Eva Sandra og Vilhjálmur, Victor Bentsson, Sigrún Rósa, Rósant Grétarsson, Brynjar Ingi Hannesson, Lóa á Miðjanesi, Alexander Björnsson, Bjartur Ísak Rósantsson og Bent Hansson.
Kúrekar í Villta vestrinu: Eva Sandra og Vilhjálmur, Victor Bentsson, Sigrún Rósa, Rósant Grétarsson, Brynjar Ingi Hannesson, Lóa á Miðjanesi, Alexander Björnsson, Bjartur Ísak Rósantsson og Bent Hansson.
1 af 5

Halldóra Játvarðardóttir (Lóa á Miðjanesi) átti stórafmæli 2. október og hélt upp á þann viðburð á ekki ómerkari stað en Las Vegas í eyðimerkurríkinu Nevada í Bandaríkjunum. Afmælið var samt ekki helsta ástæða ferðarinnar til gleðiborgarinnar frægu heldur brúðkaup, þó að brúðhjónin séu ekki búsett í Las Vegas heldur norður í Eyjafirði. Þarna voru gefin saman þau Eva Sandra Bentsdóttir og Vilhjálmur Rósantsson, dóttursonur Lóu.

...
Meira
Sigmar B. Hauksson, Þorsteinn Ingi Sigfússon og Ingibjörg B. Erlingsdóttir.
Sigmar B. Hauksson, Þorsteinn Ingi Sigfússon og Ingibjörg B. Erlingsdóttir.
1 af 4

Þaravinnsla og afleidd starfsemi á Reykhólum ættu að geta margfaldast á næstu árum ef farið yrði út í meiri virðisaukningu í vinnslu. Þetta sagði Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, á kynningarfundi á Reykhólum í síðustu viku. Þar reifaði hann hugmyndir sínar um stofnun frumkvöðlaseturs eða tæknigarðs á Reykhólum, sem sérhæfði sig á þessu sviði. Hann varpaði fram þeirri hugmynd að setrið yrði rekið af sveitarfélaginu, Þörungaverksmiðjunni, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og e.t.v. fleirum.

...
Meira
10. desember 2012

Aðventuhátíð í Garpsdal

Úr kirkjunni í Garpsdal við Gilsfjörð.
Úr kirkjunni í Garpsdal við Gilsfjörð.

Aðventuhátíð Garpsdalskirkju við Gilsfjörð verður annað kvöld, þriðjudag 11. desember, og hefst klukkan 20. Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur verður þar. Söngur, sögur og gaman. Kaffi hjá Ingibjörgu og Hafliða á eftir.

...
Meira
9. desember 2012

„Líf“ Sollu Magg

1 af 3

Ljóðabókin Líf eftir Sólveigu Sigríði Magnúsdóttur (Sollu Magg) kemur út klukkan tólf á miðvikudag, tólfta tólfta tvö þúsund og tólf (12.12.12.12). Þetta er önnur ljóðabók Sollu, en Þar sem hjartað slær kom út fyrir rúmum tveimur árum. „Svo er væntanleg barnabók eftir mig á nýju ári,“ segir hún. Nýju ljóðabókina prýða ljósmyndir eftir son Sollu, Marinó Thorlacius, sem jafnframt hannaði bókina.

...
Meira

Atburðadagatal

« gst 2025 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31