Nærri þriggja tíma leitarferð á Þorskafjarðarheiði
Menn úr Björgunarsveitinni Heimamönnum í Reykhólahreppi fóru í gær upp á Þorskafjarðarheiði til leitar vegna útkalls sem virðist hafa verið gabb. Þetta voru þeir Jens Valbjörn Hansson í Mýrartungu og bræðurnir Brynjólfur Víðir og Ólafur Einir Smárasynir frá Borg. Um tvöleytið heyrði Vaktstöð siglinga neyðarkall á neyðarrás VHF-fjarskiptakerfisins: Mayday, mayday [alþjóðlegt neyðarkall], föst inni í bíl upp á heiði. Síðan komu skruðningar og læti en svo heyrðist Þorskafjarðarheiði nefnd.
...Meira