Tenglar

Menn úr Björgunarsveitinni Heimamönnum í Reykhólahreppi fóru í gær upp á Þorskafjarðarheiði til leitar vegna útkalls sem virðist hafa verið gabb. Þetta voru þeir Jens Valbjörn Hansson í Mýrartungu og bræðurnir Brynjólfur Víðir og Ólafur Einir Smárasynir frá Borg. Um tvöleytið heyrði Vaktstöð siglinga neyðarkall á neyðarrás VHF-fjarskiptakerfisins: Mayday, mayday [alþjóðlegt neyðarkall], föst inni í bíl upp á heiði. Síðan komu skruðningar og læti en svo heyrðist Þorskafjarðarheiði nefnd.

...
Meira
Kári Þór Jóhannsson. Hér er hann reyndar ekki með skötu heldur hámeri. Ljósm. bb.is.
Kári Þór Jóhannsson. Hér er hann reyndar ekki með skötu heldur hámeri. Ljósm. bb.is.

Skötuveislan árvissa á Þorláksmessu hjá Lionsfólki í Reykhólahreppi verður eins og áður í matsal skólans milli kl. 12 og 14. Saltfiskur verður í boði fyrir þá sem treysta sér ekki í sjálft lostætið. Skatan sem á borðum verður kemur frá Lionsfólki á Ísafirði, sem alltaf verkar skötuna sjálft fyrir sína Þorláksmessuveislu. Kári Þór Jóhannsson, Lionsmaður og skötuverkandi á Ísafirði, segir að skatan sem send verður á Reykhóla sé mjög góð, og kemur það ekki á óvart.

...
Meira
15. desember 2012

Önnur Hjólabókin komin út

Í fyrstu Hjólabókinni sem kom út fyrir ári hjá Vestfirska forlaginu var fjallað um Vestfjarðakjálkann allt frá Gilsfirði og taldist tímamótaverk. Núna er komin út hliðstæð bók um Vesturland og þegar er hafin vinna við slíkar bækur um aðra landshluta. Þetta eru leiðarvísar sem henta öllum sem ferðast um landið, ekki aðeins þeim sem ferðast á reiðhjóli heldur líka þeim sem eru akandi, ríðandi eða gangandi. Fróðleiksmolar um land og þjóð fylgja hverjum kafla ásamt fjölda ljósmynda.

...
Meira

Byggðarsagan drjúga Þar minnast fjöll og firðir - Ýmislegt um Gufudalshrepp hinn forna í máli og myndum er nýkomin út hjá Vestfirska forlaginu. Höfundar eru Ástvaldur Guðmundsson frá Kleifarstöðum (komnir í eyði fyrir meira en hálfri öld) og Lýður Björnsson sagnfræðingur og rithöfundur frá Fremri-Gufudal. Í riti þessu er farin bæjaröðin (boðleiðin) í Gufudalshreppi og safnað fróðleik af nánast öllu tagi. Ljósmyndir bæði gamlar og nýjar eru talsvert á þriðja hundrað.

...
Meira
Fjárrétt á Lambaréttarnesi við Kollafjörð. Nánar í meginmáli.
Fjárrétt á Lambaréttarnesi við Kollafjörð. Nánar í meginmáli.

Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum í vikunni stofnun fjallskilasjóðs en frestaði ákvörðun um tekjustofna hans meðan frekari upplýsinga væri aflað. Þetta var ákveðið þegar nefndin fjallaði um bókun á fundi fjallskilanefndar Reykhólahrepps daginn áður. Í fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur sem ráðuneyti landbúnaðarmála staðfesti í haust er mælt fyrir um slíkan sjóð.

...
Meira

Fjárhagsáætlun Reykhólahrepps fyrir árið 2013 var samþykkt við síðari umræðu á fundi hreppsnefndar í fyrradag. Um leið var einnig samþykkt fjárhagsáætlun fyrir næstu þrjú ár á eftir, þannig að hér er í rauninni um fjögurra ára áætlun að ræða eða fyrir árin 2013-1016. Þetta er nýlunda, en fram að þessu hefur verið ekki verið gengið frá áætlun fyrir næstu ár hverju sinni fyrr en síðar.

...
Meira

Heildarálagning útsvars á tekjur ársins 2013 í Reykhólahreppi verður 14,48%. Auk 13,28% reglulegs útsvars eru 1,20% vegna tilfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Þetta er óbreytt milli ára. Álagning fasteignagjalda fyrir árið 2013 verður einnig óbreytt og gjalddagar með sama hætti og áður. Lóðarleiga af nýjum lóðum breytist ekki. Sorpgjöld hækka hins vegar um 5% á árinu 2013.

...
Meira
1 af 3

Bók sem heitir því einfalda nafni Vestfirðir - Ljósmyndabók kom út í gær, þann 12.12.2012. Þar er að finna yfir 100 ljósmyndir sem 50 Vestfirðingar hafa tekið. Bókin er hugarsmíð útgefandans, Eyþórs Jóvinssonar á Flateyri, sem á síðasta ári gaf út ljósmyndabókina Sjómannslíf. Í kynningu segir:

...
Meira

Fyrsti fundur samráðshóps vegna Sóknaráætlunar Vestfjarða verður haldinn á mánudag kl. 11-16 í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði. Fundurinn verður opinn öllum hagsmunaaðilum. Þess vegna vill Fjórðungssamband Vestfirðinga vekja athygli á fundinum og óska eftir því að áhugasamir skrái þátttöku sína.

...
Meira
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.

Laust er starf stuðningsfulltrúa við Reykhólaskóla. Viðkomandi þarf að geta byrjað strax. Frekari upplýsingar veitir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri. Beinn sími hennar er 434 7806 og sími á kennarastofu 434 7731.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31