„Hlutskipti Vestfirðinga er því miður allra verst“
„Í síðasta pistli var dregið fram að fasteignamat á íbúðarhúsnæði á Vestfjörðum fyrir 2012 væri aðeins um 1/3 af fasteignamati í Reykjavík. Það er einnig sama hlutfall af byggingarkostnaði þar sem fasteignamatið á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir er nokkurn veginn jafnt byggingarkostnaði eftir að hafa verið umtalsvert hærra á árunum fyrir bankahrun. Athyglisvert er að árið 1990 var matið tvöfalt hærra á Vestfjörðum en nú er eða um 2/3 hlutar af fasteignamatinu í Reykjavík. Á fáum árum, frá 1998 til 2004, hrundi fasteignaverðið um helming. Athuga ber að þetta er meðaltalið fyrir Vestfirði, verðhrunið varð örugglega minna á Ísafirði en meira annars staðar í fjórðungnum.“
...Meira