Tenglar

„Í síðasta pistli var dregið fram að fasteignamat á íbúðarhúsnæði á Vestfjörðum fyrir 2012 væri aðeins um 1/3 af fasteignamati í Reykjavík. Það er einnig sama hlutfall af byggingarkostnaði þar sem fasteignamatið á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir er nokkurn veginn jafnt byggingarkostnaði eftir að hafa verið umtalsvert hærra á árunum fyrir bankahrun. Athyglisvert er að árið 1990 var matið tvöfalt hærra á Vestfjörðum en nú er eða um 2/3 hlutar af fasteignamatinu í Reykjavík. Á fáum árum, frá 1998 til 2004, hrundi fasteignaverðið um helming. Athuga ber að þetta er meðaltalið fyrir Vestfirði, verðhrunið varð örugglega minna á Ísafirði en meira annars staðar í fjórðungnum.“

...
Meira
Bjarkalundur í árdaga, fullgerður og vígður 1947 en tekinn í notkun dálitlu fyrr og þá kallaður Skálinn. Mynd í eigu Unnsteins H. Ólafssonar á Grund.
Bjarkalundur í árdaga, fullgerður og vígður 1947 en tekinn í notkun dálitlu fyrr og þá kallaður Skálinn. Mynd í eigu Unnsteins H. Ólafssonar á Grund.

Þegar þessum þrönga og gróðurlitla dal sleppir, þá kemur maður í Saurbæinn og les á augabragði framtíðarsögu hans, þegar hann er orðinn eitt samfellt akurlendi, yrkt með fullkomnustu jarðyrkjutækjum framtíðarinnar. Þá sögu er maður sem óðast að skapa í huga sér, þegar maður er allt í einu kominn í bíldrápsskriður, sem bannaðar mundu vera til yfirferðar, ef á landi hér væri voldugt bílaverndunarfélag.

...
Meira
Sr. Sjöfn Þór og Halldór í kirkjunni í Garpsdal á hvítasunnudag 2008.
Sr. Sjöfn Þór og Halldór í kirkjunni í Garpsdal á hvítasunnudag 2008.
1 af 3

Halldór Jónsson frá Garpsdal verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 11 á föstudag. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 21. nóvember, daginn eftir 96 ára afmælið sitt. Lengst af ævi átti Halldór heima í Garpsdal og síðan í Króksfjarðarnesi og var jafnan nefndur Halli í Garpsdal og síðan Halli í Nesi.

...
Meira
Efni híft á flutningavagninn.
Efni híft á flutningavagninn.
1 af 5

Viðirnir og annað efni í væntanlegt bátaskýli Félags áhugamanna um bátasafn Breiðfirðinga á Reykhólum var í dag flutt frá Reykhólahöfn út á Miðjanes til geymslu. Félagið hefur sagt sig frá áður fyrirheitinni lóð á nýju uppfyllingunni við höfnina á Reykhólum og hyggst finna sér nýjan stað. Að sögn Hafliða Aðalsteinssonar úr Eyjunum, formanns félagsins, hamlaði fjárskortur framkvæmdum að sinni og vildi félagið ekki standa í vegi annarra sem vildu nýta sér þennan ágæta stað og hafa sóst eftir honum.

...
Meira
Jón Árni við klæðningu á húsinu í dag.
Jón Árni við klæðningu á húsinu í dag.
1 af 5

Jón Árni Sigurðsson á Reykhólum var í veðurblíðunni í dag að klæða nýja verksmiðjuhúsið sitt að Suðurbraut 3 neðan við Reykhólaþorp. Það verk ætti að klárast núna í vikunni en talsvert er eftir að gera inni. Fremstu vonir standa til þess að þarna verði hægt að hefja framleiðslu fæðubótarefna úr þörungum fljótlega eftir áramót. Vélarnar í verksmiðjuna eru væntanlegar til landsins í næstu viku, ættaðar frá Kína. Stöðugt er unnið að markaðsstarfi út um heim.

...
Meira

Vegagerðin heldur uppi aukinni þjónustu á landleiðinni milli suðursvæðis Vestfjarða og Suðvesturlands meðan Breiðafjarðarferjan Baldur er fjarri. Á vef Vegagerðarinnar segir: Breiðafjarðarferjan Baldur siglir nú til Vestmannaeyja meðan Herjólfur er í viðgerð. Á meðan er einungis boðið upp á farþegaflutninga yfir Breiðafjörð og því er nauðsynlegt að auka þjónustu á vegum til og frá sunnanverðum Vestfjörðum þar til Baldur kemur til baka. - Hin aukna þjónusta felst í eftirtöldu:

...
Meira
Gott veður á Hjallahálsi. Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar.
Gott veður á Hjallahálsi. Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar.

„Vegagerðin fullvissar okkur um það að veðrið verði gott næstu tvær vikurnar. Ég veit ekki hvaða veðurspámenn þeir eru í sambandi við því það vita það allir að veðrið á Vestfjörðum kemur ekki eftir pöntun,“ sagði Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, í fréttum RÚV í dag. Hún hefur mótmælt því bæði við Vegagerð og innanríkisráðuneyti að ferjan Baldur skuli hafa verið tekin úr Breiðafjarðarsiglingunum fyrirvaralaust og sett í Vestmannaeyjasiglingar.

...
Meira
Einar Sveinn Ólafsson.
Einar Sveinn Ólafsson.

Leifur Hauksson útvarpsmaður hringdi í morgun í Einar Svein Ólafsson, framkvæmdastjóra á Reykhólum, og ræddi við hann í beinni útsendingu á Rás 2. Tilefnið var útreikningur Einars varðandi hitaveitukostnað á Reykhólum, sem birtur var hér á vefnum á fimmtudag. Hægt er að hlusta á samtalið við Einar Svein með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

...
Meira

Reykhólahreppur auglýsir laust starf umsjónarmanns Grettislaugar á Reykhólum. Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri og vera samviskusamur og traustur. Starfið felst í umsjón með sundlauginni, rekstri hennar og öryggi sundlaugargesta. Viðkomandi hefur mannaforráð og sér um skipulag vakta og ráðningu starfsfólks í sumarafleysingar. Um er að ræða ca. 50% starfshlutfall. Starfi þessu fylgir mikil ábyrgð.

...
Meira
Kirkjurnar tvær á Reykhólum 11. júlí anno Domini 1959.
Kirkjurnar tvær á Reykhólum 11. júlí anno Domini 1959.
1 af 3

Komið hafa í leitirnar í skjalasafni Húsameistara ríkisins hjá Þjóðskjalasafni Íslands ómetanlegar myndir frá smíði Reykhólakirkju á árunum 1959-1962. Þær eru teknar bæði úti og inni og jafnframt eru þar myndir af gömlu kirkjunni á Reykhólum, sem núna þjónar guði og mönnum í Bæ á Rauðasandi á norðurströnd Breiðafjarðar. Hér eru þrjár þessara liðlega hálfrar aldar gömlu mynda frá Reykhólum birtar.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31