Tenglar

Útselskópar voru talsvert færri þegar talið var í látrum landsins í haust en þegar síðast var talið haustið 2008. Nú voru kóparnir rétt rúmlega eitt þúsund talsins og útselsstofninn talinn vera um 4.100 dýr, að sögn Erlings Haukssonar, sjávarlíffræðings og yfirmanns selarannsókna hjá Selasetri Íslands á Hvammstanga. Erlingur segir að svo virðist sem stofninn sé nú í lágmarki.

...
Meira

Búnaðarblaðið Freyja, 4. tbl. 2. árg., er komið út og má nálgast það á nýrri og endurbættri heimasíðu Útgáfufélagsins Sjarmans. Í blaðinu kennir ýmisa grasa sem fyrr og má þar finna greinar á sviði búfjárræktar, jarðræktar, búrekstrar og skógræktar, svo eitthvað sé nefnt.  Það er Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sem skrifar umræðuna að þessu sinni, þar sem sjónum er m.a. beint að stöðu og framtíð íslensks landbúnaðar.

...
Meira

Reglulegur desemberfundur hreppsnefndar Reykhólahrepps verður að þessu sinni tveimur dögum fyrr en venjulega, eða á þriðjudag, 11. desember. Ef ekki koma til sérstakar ástæður eru reglulegir fundir haldnir annan fimmtudag hvers mánaðar, skv. samþykkt um stjórn og fundarsköp Reykhólahrepps. Ástæða þess að þessum fundi er flýtt um tvo daga er sú, að þar verður fjárhagsáætlun hreppsins lögð fram til síðari umræðu, en á fimmtudag verða tveir aðalmenn í hreppsnefnd fjarverandi.

...
Meira
Séð yfir Innsveitina í Reykhólahreppi. Ljósm. Árni Geirsson.
Séð yfir Innsveitina í Reykhólahreppi. Ljósm. Árni Geirsson.

Frá því í byrjun nóvember hafa Bændasamtök Íslands og Búnaðarfélag Reykhólahrepps verið í samstarfi við að prófa gagnsemi gátlista um „Áætlun um öryggi og heilbrigði við landbúnaðarstörf“. Starfsmaður frá Bændasamtökunum heimsótti 26 bæi í Reykhólahreppi í byrjun nóvember og var svo aftur á ferðinni nálægt síðustu mánaðamótum og safnaði þá saman athugasemdum sem komu í ljós við útfyllingu gátlistanna.

...
Meira
Hólmavík / Jón Halldórsson.
Hólmavík / Jón Halldórsson.

Góðar líkur eru á því að framhaldsskóladeild verði að veruleika á Hólmavík og starfsemi hennar geti hafist strax næsta haust. Í breytingatillögum meirihluta fjárlaganefndar vegna fjárlaga 2013, sem nú eru til umræðu á Alþingi, er gerð tillaga um framlag til deildarinnar. Reiknað er með framlagi ríkisins í fjögurra ára tilraunaverkefni, sem stefnt er að því að framkvæmt verði á árunum 2013-2017. Námið sem yrði í boði yrði sniðið fyrir fyrstu tvö árin í framhaldsskóla.

...
Meira

Leikfélagið Skrugga í Reykhólahreppi efnir til kaffihússkvölds og jólagleði annað kvöld, fimmtudagskvöldið 6. desember, í borðsal Reykhólaskóla. Á dagskránni verða söngur, jólasaga og margt fleira. Búast má við jólasveini í heimsókn. Eitthvað í boði fyrir alla fjölskylduna. Gamanið hefst kl. 19. Á borðum verða kaffi, kakó og smákökur.

...
Meira
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.

Tímabundið í einn mánuð eru laus tvö hlutastörf við Reykhólaskóla, sem samtals eru heil staða. Umsækjandi þarf að geta byrjað strax. Um er að ræða 70% starf skólaliða og 30% starf við ræstingar. Sækja má um bæði störfin saman eða hvort í sínu lagi.

...
Meira
Garðar Stefánsson og Søren Rosenkilde. Reykhólar í baksýn.
Garðar Stefánsson og Søren Rosenkilde. Reykhólar í baksýn.
1 af 5

Vinna við grunn saltvinnsluhúss við Reykhólahöfn hófst í morgun. Forkólfar hinnar væntanlegu saltvinnslu, þeir Garðar Stefánsson og Daninn Søren Rosenkilde, voru sjálfir við járnabindingar fyrir sökklana en smiðir og fleiri voru í öðrum verkum. Heitt vatn verður notað til að eima saltið úr sjó á opnum stálpönnum eins og víðar er gert. „Hönnunin hjá okkur er hins vegar alveg ný,“ segja þeir. „Markmið okkar er skýrt: Að búa til besta salt í heimi. Okkur langar til að byggja upp fyrirtæki sem allir geti verið stoltir af hér á Reykhólum.“

...
Meira

Kynningarfundur þar sem skýrðar og ræddar verða hugmyndir um frumkvöðla- og tæknigarð á Reykhólum verður haldinn í borðsal Reykhólaskóla á morgun, miðvikudaginn 5. desember, og hefst kl. 15. Að fundinum standa Reykhólahreppur og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þarna mun Einar Sveinn Ólafsson framkvæmdastjóri einnig kynna starfsemi Þörungaverksmiðjunnar. Íbúar Reykhólahrepps, sem vilja fylgjast með umræðunni, eru boðnir velkomnir á fundinn til áheyrnar. Kaffi að fundi loknum.

...
Meira
4. desember 2012

Ferð mín um Reykhólahérað

Greinarhöfundur festir sér í minni umhverfið í Reykhólasveit.
Greinarhöfundur festir sér í minni umhverfið í Reykhólasveit.
1 af 17

Geiradalurinn og Innsveitin með augum gests frá Þýskalandi. Helgarheimsókn að Svarfhóli sumarið 2012. Hér má lesa líflega og skemmtilega frásögn þýskrar konu, sem heimsótti Svein og Kolbrúnu á Svarfhóli í Geiradal í Reykhólahreppi í sumar. Frásögnina ritaði hún á móðurmáli sínu en hér hefur henni verið snúið á íslensku. Birt með leyfi þeirra sem hlut eiga að máli. Myndirnar eru til fyllingar frásögninni í nokkurn veginn réttri röð.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31