Tenglar

16. nóvember 2012

Rjúpan í ginið á villiketti?

Rjúpur / Wikipedia.
Rjúpur / Wikipedia.

Jörðin Klettur í Geiradal bætist á listann yfir jarðir í Reykhólahreppi þar sem skotveiði er bönnuð. „Öll hlið að bænum eru vel merkt að óheimil sé öll skotveiði á jörðinni en aldrei er góð vísa of oft kveðin,“ segir Hreggviður Þorsteinsson, sem er í forsvari fyrir Klett. Fleiri en skotveiðimenn stunda þó rjúpnaveiði hérlendis.

...
Meira
Mjólkárvirkjun í Arnarfirði.
Mjólkárvirkjun í Arnarfirði.

Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur ákveðið að veita styrki til samfélagsverkefna á Vestfjörðum. Umsóknir þurfa að berast Orkubúi Vestfjarða fyrir 1. desember og er stefnt að því að þeim verði úthlutað í desember. Umsókn um styrk má senda í pósti til Orkubús Vestfjarða, Stakkanesi 1, 400 Ísafirði, merkt „Styrkur“, eða með tölvupósti til orkubússtjóra á netfangið kh@ov.is.

...
Meira

Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir, verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal föstudaginn 23. nóv. Tímapantanir í síma 432 1450.

...
Meira
Jónas Hallgrímsson skáld (1807-1845).
Jónas Hallgrímsson skáld (1807-1845).

Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar skálds og náttúrufræðings, 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu. Ár hvert beitir ráðuneyti menningarmála sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgar þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar og gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu. Í Reykhólaskóla verður Degi íslenskrar tungu fléttað inn í skólastarfið á morgun.

...
Meira

„Hugsaðu þér stað!“ er yfirskrift ferðamálaþings 2012 sem Ferðamálastofa efnir til föstudaginn 23. nóvember. Þingið er haldið í Kaldalóni í Hörpu í Reykjavík og stendur kl. 13-17. Að þessu sinni er þingið helgað mikilvægi heildarsýnar við uppbyggingu áfangastaða. Það hefst með ávarpi ráðherra ferðamála, Steingríms J. Sigfússonar, og í lokin verða umhverfisverðlaun Ferðamálastofu afhent. Þeir sem eiga lengra að sækja geta fylgst með ráðstefnunni í beinni útsendingu á Netinu.

...
Meira

Landssamband eldri borgara (LEB) og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) boða til ráðstefnu kl. 13-16 á morgun, fimmtudag, á Icelandair Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir) í Reykjavík. Formaður LEB er Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu II í Reykhólasveit. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Dagskráin er þannig:

...
Meira

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands minnir á að síðasti skráningardagur fyrir Vinnuverndar- og réttindanámskeið sem haldið verður í Holti í Önundarfirði 22.-23. nóv. er á morgun, 15. nóvember. Jafnframt er fólk minnt á að líta á vinnuvélaskírteinið og athuga hvort það hafi réttindi á tækin sem notuð eru. Starfsmenn Vinnueftirlitsins geta veitt frekari upplýsingar um þessi réttindi.

...
Meira
Skyrkonfekt frá Erpsstöðum í Dölum.
Skyrkonfekt frá Erpsstöðum í Dölum.

Málþing um framgang staðbundinna matvæla innan ferðaþjónustunnar verður haldið í Félagsheimilinu Breiðabliki á Snæfellsnesi á föstudag, 16. nóvember, og stendur frá kl. 14.30 til 18. Fundarstjóri verður Halla Steinólfsdóttir í Ytri-Fagradal hér handan við. Meðal dagskrárliða má nefna, að Þorgrímur E. Guðbjartsson á Erpsstöðum í Dölum segir reynslusögu frumkvöðuls.

...
Meira
13. nóvember 2012

Hver týndi lyklakippu?

Einhver sem átti leið í Hólakaup á Reykhólum í gær týndi þar lyklakippu - meðfylgjandi mynd er að vísu ekki af henni. Eigandinn getur vitjað lyklanna sinna í búðinni.

...
Meira
Séð út Þorskafjörð / Jónas Guðm.
Séð út Þorskafjörð / Jónas Guðm.
1 af 2

„Það eru mikil mistök að útiloka hagkvæmasta og besta kostinn við vegagerð í Gufudalssveitinni frá því að fara í umhverfismat. Í það stefnir þó, samkvæmt svari innanríkisráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi 5. nóvember. Þar spurði ég ráðherrann eftirfarandi spurningar: Hvers vegna er svokölluð B-leið (leið B1) ekki með í tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Vestfjarðavegi (60) milli Bjarkalundar og Melaness í Reykhólahreppi?“

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31