Tenglar

Kolbrún og Oddur í Bjarkalundi.
Kolbrún og Oddur í Bjarkalundi.

„Núna erum við komin í vetrardvala og búin að loka, mætum svo hress með hækkandi sól,“ segir Kolbrún Pálsdóttir, hótelstýra í Bjarkalundi. „Jólahlaðborðin okkar heppnuðust mjög vel, við erum hreinlega himinsæl með móttökurnar og þessa einstaklega góðu aðsókn. Við sendum sveitungum og öðrum gestum bestu jóla- og nýárskveðjur og þökkum ánægjuleg samskipti.“

...
Meira
Friðrik Ólafsson teflir netskák í Kringlunni á laugardag.
Friðrik Ólafsson teflir netskák í Kringlunni á laugardag.

Athygli vakti hjá þeim sem stóðu að skákmaraþoninu í Kringlunni í Reykjavík á föstudag og laugardag til fjáröflunar fyrir Barnaspítala Hringsins og til brýnna tækjakaupa fyrir hann, hversu myndarlegur stuðningur barst úr Reykhólahreppi. Hreppurinn sjálfur lagði fram 20 þúsund krónur og þrjú fyrirtæki að auki sömu upphæð hvert, auk þess sem framlög upp á nokkra tugi þúsunda bárust frá einstaklingum sem vilja ekki láta nafna sinna getið. Fyrirtækin eru Kolur ehf. (Gunnbjörn Óli Jóhannsson á Kinnarstöðum), Þörungaverksmiðjan hf. og Hótel Bjarkalundur.

...
Meira
Barmahlíð á Reykhólum.
Barmahlíð á Reykhólum.

Jólasálmur eftir Eystein heitinn í Skáleyjum undir einu þekktasta jólalagi allra tíma verður sunginn á aðventukvöldi Reykhólakirkju, sem verður annað kvöld, þriðjudag, og hefst kl. 20. Hátíðin verður að þessu sinni í Barmahlíð á Reykhólum og allir eru að sjálfsögðu velkomnir að taka þátt í gleðinni. Viðar Guðmundsson leikur undir hjá Kirkjukór Reykhólaprestakalls af sinni alkunnu snilld og almennum safnaðarsöng einnig. Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur flytur kertaljósahugleiðingu.

...
Meira
Svipmyndirnar frá jólamarkaðinum og rúllupylsukeppninni tóku Valdís Einarsdóttir og Sveinn Ragnarsson.
Svipmyndirnar frá jólamarkaðinum og rúllupylsukeppninni tóku Valdís Einarsdóttir og Sveinn Ragnarsson.
1 af 16

Eins og hér var greint frá var nýjung á ferðinni á síðari laugardegi jólamarkaðarins í Króksfjarðarnesi í gær: Rúllupylsukeppni. Að sögn Höllu Steinólfsdóttur í Ytri-Fagradal bárust rúllupylsur í keppnina úr ýmsum áttum - að sjálfsögðu úr Reykhólahreppi og Dölum og norðan af Ströndum, og allt sunnan af Suðurnesjum. Dómurum var vandi á bragðlaukum en niðurstaðan varð þessi:

...
Meira
Ingvar Eyjólfsson að morgni afmælisdagsins.
Ingvar Eyjólfsson að morgni afmælisdagsins.

Ingvar Eyjólfsson á Gillastöðum í Reykhólasveit er 85 ára í dag, 2. desember. Hann er upprunninn á Gillastöðum og bjó þar langt fram eftir ævi. Síðan var hann fyrir sunnan um árabil og var þá gert skylt, eins og hann segir, að vera með lögheimili þar. „Þegar ég varð löggilt gamalmenni kom ég vestur aftur og hef verið með lögheimili hér síðan - enda voru íbúarnir í hreppnum ekkert allt of margir!“

...
Meira

Eins og hér var greint frá um daginn hefur Kvenfélagið Katla í Reykhólahreppi gefið út á ný matreiðslubókina með 90 lystilegum uppskriftum sem út kom fyrir tveimur árum og seldist upp. Jafnframt hefur félagið gefið út dagatal fyrir komandi ár með litmyndum úr héraðinu. Hvort tveggja fæst í Hólakaupum á Reykhólum og líka er hægt að panta í netfanginu andrea@simnet.is. Hvort um sig kostar 2.000 krónur.

...
Meira

„Við vorum mjög ánægð með viðtökurnar,“ segir Erla Björk Jónsdóttir hjá Handverksfélaginu Össu um fyrri laugardag jólamarkaðarins í Króksfjarðarnesi um síðustu helgi. „Vöffluilmurinn og jólaskapið voru alls ráðandi í gamla Kaupfélaginu.“ Seinni laugardagur markaðarins verður á morgun, 1. desember, kl. 13-17. „Við fengum óskir um að hafa markaðinn tvær helgar í stað einnar eins og verið hefur,“ segir Erla Björk. Sjö félög og samtök standa að markaðinum, sjá hér fyrir neðan, auk þess sem eitt atriði bætist við.

...
Meira
Baulaðu nú, Búkolla mín!
Baulaðu nú, Búkolla mín!

Fullveldishátíð Reykhólaskóla verður í íþróttahúsinu á Reykhólum í kvöld, föstudag. Allir eru velkomnir og sveitungar hvattir til að koma. Íslenskar þjóðsögur eru þema hátíðarinnar að þessu sinni og verður sýningin öll hin glæsilegasta. Þátttakendur í henni eru Arnarhópur leikskóladeildarinnar og 1.-10. bekkur.

...
Meira

Reykhólahreppur auglýsir laust starf umsjónarmanns Grettislaugar á Reykhólum. Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri og vera samviskusamur og traustur. Starfið felst í umsjón með sundlauginni, rekstri hennar og öryggi sundlaugargesta. Viðkomandi hefur mannaforráð og sér um skipulag vakta og ráðningu starfsfólks í sumarafleysingar. Um er að ræða ca. 50% starfshlutfall. Starfi þessu fylgir mikil ábyrgð.

...
Meira
29. nóvember 2012

Seiður í margvíslegu ljósi

Ein mynda Jóns Jónssonar af Seiði við höfnina á Hólmavík.
Ein mynda Jóns Jónssonar af Seiði við höfnina á Hólmavík.

Listaverkið Seiður eftir Einar Hákonarson sem sett var upp við Hólmavíkurhöfn í sumar hefur sett svip á bæinn og hefur mikið aðdráttarafl. Verkið er síbreytilegt að vetrarlagi því vatnið sem streymir um það verður að margvíslegum klakamyndunum sem breytast í takt við hitastigið. Eins er bakgrunnurinn ólíkur frá degi til dags og margir fallegar dagar hafa komið í haust þar sem himinn og haf litast af geislum sólarinnar og mynda fallegan bakgrunn.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31