Þakkir og kveðjur frá Hótel Bjarkalundi
„Núna erum við komin í vetrardvala og búin að loka, mætum svo hress með hækkandi sól,“ segir Kolbrún Pálsdóttir, hótelstýra í Bjarkalundi. „Jólahlaðborðin okkar heppnuðust mjög vel, við erum hreinlega himinsæl með móttökurnar og þessa einstaklega góðu aðsókn. Við sendum sveitungum og öðrum gestum bestu jóla- og nýárskveðjur og þökkum ánægjuleg samskipti.“
...Meira