Rafmagnið kom á Reykhóla fyrir 50 árum
Veiturafmagn komst á Reykhólaþorpið litla (sem þá var lítið en er nú stórt) og allmarga bæi í Reykhólasveit fyrir réttum fimmtíu árum. Blaðafréttum ber ekki nákvæmlega saman um dagsetninguna. Miðvikudaginn 28. nóvember 1962 birtust fréttir af þessum viðburði bæði í Tímanum og Þjóðviljanum. Séra Þórarinn Þór á Reykhólum, fréttaritari Tímans, segir að þetta hafi verið „síðastliðinn sunnudag“ eða þann 25. nóvember (sem núna ber einnig upp á sunnudag). Játvarður Jökull Júlíusson, bóndi og fræðimaður á Miðjanesi, fréttaritari Þjóðviljans, segir að þetta hafi gerst „fyrir helgina“.
...Meira