Tenglar

Tíminn 28. nóv. 1962.
Tíminn 28. nóv. 1962.
1 af 2

Veiturafmagn komst á Reykhólaþorpið litla (sem þá var lítið en er nú stórt) og allmarga bæi í Reykhólasveit fyrir réttum fimmtíu árum. Blaðafréttum ber ekki nákvæmlega saman um dagsetninguna. Miðvikudaginn 28. nóvember 1962 birtust fréttir af þessum viðburði bæði í Tímanum og Þjóðviljanum. Séra Þórarinn Þór á Reykhólum, fréttaritari Tímans, segir að þetta hafi verið „síðastliðinn sunnudag“ eða þann 25. nóvember (sem núna ber einnig upp á sunnudag). Játvarður Jökull Júlíusson, bóndi og fræðimaður á Miðjanesi, fréttaritari Þjóðviljans, segir að þetta hafi gerst „fyrir helgina“.

...
Meira

Komin er út hjá bókaforlaginu Uppheimum bókin Urðarmáni eftir Ólaf Ásgeir Steinþórsson. Þar rifjar höfundur upp breiðfirska æsku sína og ungdómsár um og upp úr miðri síðustu öld. Hann segir: „Það voru forréttindi að hafa hlotið og notið þess að alast upp í Breiðafjarðareyjum. Enginn sem það hefur reynt gleymir nokkru sinni fjörulyktinni, fuglakliðnum, kvöldkyrrðinni og hinni algjöru þögn þegar haf og himinn runnu saman í tímalausa sumarnótt.“

...
Meira
Við Þingvallavatn. Reynir gaukar góðgæti að villtum stokkandarkollum sem éta úr lófa hans. Ljósm. Hrafnhildur Reynisdóttir.
Við Þingvallavatn. Reynir gaukar góðgæti að villtum stokkandarkollum sem éta úr lófa hans. Ljósm. Hrafnhildur Reynisdóttir.
1 af 3

Undir ofangreindri fyrirsögn er í Morgunblaðinu í dag greint ítarlega frá minkasíum og minkaveiðum Reynis Bergsveinssonar frá Gufudal í Reykhólahreppi. Þar segir m.a.: „Við sjáum alveg greinilegan mun á fuglalífinu og heyrum það sama á sumarhúsaeigendum,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Hann kvaðst hafa haldið uppi spurnum á meðal sumarhúsaeigenda um breytinguna. „Ég held að það sé samdóma álit að fuglalíf við vatnið og á vatninu sé fjölskrúðugra og ríkulegra en það var.“ Ólafur segir að breytingin sé þökkuð fækkun minka og að hún sjáist best á vatnafuglum.

...
Meira

„Þær skipta þúsundum, fjölskyldurnar í sjávarbyggðunum og sveitunum, sem hafa mátt þola milljóna og tugmilljóna króna tap undanfarna tvo áratugi vegna þess eins að hafa keypt eða byggt sér húsnæði á „röngum stöðum“ á landinu. Okkar tap er ekki minna en fjölskyldnanna á höfuðborgarsvæðinu, það er reyndar miklu meira, og ef það á að bæta tapið á einum stað, þá verður að gera það líka á hinum stöðunum. Það eiga allir að vera jafnir í þessu sem öðru.“

...
Meira

Bæði sauðfjárbændur og kúabændur samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta í almennri kosningu breytta búvörusamninga, sem undirritaðir voru í haust. Þetta varð ljóst eftir talningu atkvæða í fyrradag en póstkosningu lauk á mánudag. Um 90% þeirra bænda sem greiddu atkvæði samþykktu mjólkursamning og sami fjöldi samþykkti sauðfjársamning. Fremur dræm þátttaka var í atkvæðagreiðslunum. Alþingi á eftir að afgreiða breytingarnar fyrir sitt leyti.

...
Meira
Guðmundur Thorsteinsson (Muggur) frá Bíldudal - með djúpar ættarrætur hér í þessu breiðfirska héraði.
Guðmundur Thorsteinsson (Muggur) frá Bíldudal - með djúpar ættarrætur hér í þessu breiðfirska héraði.

Nokkur stutt leikverk undir samheitinu Búkolla - Ævintýraheimur Muggs verða flutt í Félagsheimilinu á Hólmavík á mánudag kl. 11 í boði foreldrafélaganna í Reykhólahreppi og á Ströndum. „Ævintýraleg leiksýning fyrir krakka á öllum aldri,“ segir í kynningu. Hér eru gömlu góðu íslensku þjóðsögurnar og ævintýrin í aðalhlutverki og allir geta tekið þátt í þeim. Hér koma við sögu ævintýrin Búkolla, Sálin hans Jóns míns og síðast en ekki síst sjálf perlan Dimmalimm. Síðastnefnda ævintýrið er einmitt eftir Mugg sjálfan og vafalaust eitt vinsælasta ævintýri allra tíma hérlendis.

...
Meira
Í heilsubaði í Sjávarsmiðjunni á Reykhólum með fagra sýn suður yfir blíðan Breiðafjörð.
Í heilsubaði í Sjávarsmiðjunni á Reykhólum með fagra sýn suður yfir blíðan Breiðafjörð.

Sjávarsmiðjan á Reykhólum og Reykhólahreppur í sameiningu hlutu hæsta styrk Ferðamálastofu „til skipulags og hönnunar áfangastaða fyrir ferðamenn“ að þessu sinni. Tuttugu umsóknir bárust en fimm verkefni hlutu styrki. Annað verkefni í grenndinni hlaut einnig styrk, en það varðar Flókatóftir við Brjánslæk á Barðaströnd. Styrkurinn sem kemur í hlut Sjávarsmiðjunnar og Reykhólahrepps nemur 2,9 millj. króna. Verkefnið er skilgreint á þessa leið:

...
Meira
Dóra, Jósep læknir og tölvan.
Dóra, Jósep læknir og tölvan.

Núna í vikunni fékk Háls- og bakdeildin á St. Franciskusspítala í Stykkishólmi góða gjöf frá einum velunnara sínum í tilefni af 20 ára afmæli deildarinnar. Það er tölva með flatskjá til notkunar fyrir skjólstæðinga deildarinnar, en gefandinn er Dórothea Sigvaldadóttir frá Hafrafelli í Reykhólasveit (Dóra á Skriðulandi). Hún er um þessar mundir í endurhæfingu á spítalanum í kjölfar erfiðra veikinda sem hún hefur átt við að stríða síðustu misseri.

...
Meira
1 af 3

Einar Sveinn Ólafsson, sem búsettur er á Reykhólum, hefur gert samanburð á kostnaði við húshitun með heitu vatni á ýmsum stöðum og sent vefnum til birtingar. „Eftirtektarvert er að sjá þarna hver vilji stjórnvalda er til að styðja við búsetu í hinum dreifðu byggðum landsins. Reykhólabúinn greiðir mun meira í umhverfis- og auðlindaskatt af heita vatninu en t.d. viðskiptavinir Orkuveitu Reykjavíkur. Og til að bíta höfuðið af skömminni leggst síðan virðisaukaskattur á auðlindaskattinn,“ segir hann.

...
Meira

Leikfélagið Skrugga í Reykhólahreppi ætlar að halda svolítið kaffihússkvöld í borðsal Reykhólaskóla fimmtudagskvöldið 6. desember. Á dagskránni verða söngur, jólasaga og margt fleira. Kannski kíkir jólasveinn í heimsókn. Eitthvað í boði fyrir alla fjölskylduna. Gamanið hefst kl. 19.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31