Fjallskilanefnd: Afsagnirnar dregnar til baka
Fjallskilanefndarmenn í Reykhólahreppi, sem sögðu allir af sér með bókunum á fundi 22. ágúst, drógu afsagnir sínar til baka á nefndarfundi í dag. Lagt var fram minnisblað frá fundi þeirra sem málið varðar með ráðunautum frá Bændasamtökum Íslands, sem haldinn var á Reykhólum í síðustu viku. Síðan voru afsagnirnar dregnar til baka „í trausti þess að unnið verði að málum eins og kemur fram í minnisblaðinu“, þ.e. að gerð verði búfjársamþykkt fyrir sveitarfélagið skv. lögum um búfjárhald.
...Meira