Tenglar

Fjallskilanefndarmenn í Reykhólahreppi, sem sögðu allir af sér með bókunum á fundi 22. ágúst, drógu afsagnir sínar til baka á nefndarfundi í dag. Lagt var fram minnisblað frá fundi þeirra sem málið varðar með ráðunautum frá Bændasamtökum Íslands, sem haldinn var á Reykhólum í síðustu viku. Síðan voru afsagnirnar dregnar til baka „í trausti þess að unnið verði að málum eins og kemur fram í minnisblaðinu“, þ.e. að gerð verði búfjársamþykkt fyrir sveitarfélagið skv. lögum um búfjárhald.

...
Meira

Lokahóf frjálsíþróttaráðs Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) verður haldið á Reykhólum á fimmtudaginn, 13. september. Veittar verða viðurkenningar fyrir þátttöku, góða mætingu á æfingar og mót í sumar, besta afrekið og miklar framfarir á árinu. Hófið hefst við Reykhólaskóla kl. 19. Kolin verða heit um hálftíma síðar. Um að gera að koma með eitthvað gott á grillið.

...
Meira

Þörungaverksmiðjan hf. á Reykhólum óskar eftir starfsmanni til ræstinga og til þvotta á vinnufötum. Um er að ræða ca. 50% starfshlutfall. Sveigjanlegur vinnutími. Upplýsingar í síma 434 7740.

...
Meira

Áhugasama manneskju vantar í 10% starf á Héraðsbókasafni Reykhólahrepps á Reykhólum. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. Umsóknarfrestur fram á mánudagskvöld, 10. september.

...
Meira
1 af 4

Langt er síðan fjórhjólið byrjaði að veita hestinum samkeppni sem þarfasti þjónninn í smalamennsku en sjaldgæfara er að smalar séu á flugvélum. Það gerðist samt í gær þegar Þórður Valdimarsson og Óli Öder komu í heimsókn á Stað í Reykhólasveit á fisflugvélinni TF 151. Þeir mættu einmitt þegar var verið að undirbúa smölun í eyjunum fyrir framan Stað og Árbæ og drifu sig með til aðstoðar. Smölunin í eyjunum er upphaf smalamennskutímans á Stað og Árbæ.

...
Meira

Ýmsar samverkandi ástæður urðu til þess að ekki reyndist unnt að byrja að taka við flokkuðu sorpi á hinu nýfrágengna gámasvæði neðan við Reykhólaþorp í byrjun sumars eins og að hafði verið stefnt. Núna liggur fyrir að það verður laugardaginn 15. september. Starfsmaður verður á svæðinu þegar það er opið, eða á mánudögum og miðvikudögum kl. 15-17 og laugardögum kl. 11-13.

...
Meira
Kristinn frá Gufudal.
Kristinn frá Gufudal.

Kristinn Bergsveinsson á Reykhólum (Kristinn frá Gufudal) segir mikið á sig leggjandi að setja deilumálin um vegagerð í Gufudalssveit til hliðar. Kristinn hefur löngum kvatt sér hljóðs varðandi vegamál í Austur-Barðastrandarsýslu og miklu víðar. „Trúarofstæki þarf að leggja af en leggja fram í staðinn líffræðileg rök og rannsóknir sem sanni að einmitt þarna sé auðugra lífríki en við aðra innfirði Breiðafjarðar. Slík rök hafa ekki sést ennþá“, segir Kristinn m.a. í opnu bréfi til forsvarsmanna samgöngumála.

...
Meira

Á súpufundi septembermánaðar í Reykhólahreppi fjallar María Játvarðardóttir frá Miðjanesi um hamingju og samskipti. Fundurinn verður í matsal Reykhólaskóla á þriðjudagskvöld.

...
Meira

Aðalsteinn Valdimarsson á Reykhólum biður vefinn að koma á framfæri verðhugmyndum hans varðandi eigurnar hér sem hann vill selja. Fréttin um daginn vakti mikla athygli og hefur verið opnuð nokkuð á sjöunda hundrað sinnum. Steini hefur fengið fjölda símtala og mörg munnleg tilboð en vill ekki taka neinu strax. „Ég ætla að taka mér góðan tíma í þetta“, segir hann.

...
Meira
Eiríkur Jensson útlistar íslenska sveppi. Myndir: Morgunblaðið/Eggert.
Eiríkur Jensson útlistar íslenska sveppi. Myndir: Morgunblaðið/Eggert.
1 af 3

Ungt berja- og sveppaáhugafólk fór í vikunni í Heiðmörk ofan við Reykjavík og naut leiðsagnar hins reynda líffræðings, kennara og sveppafræðings Eiríks Jenssonar frá Reykhólum um það hvaða sveppi má tína til átu og hverja ekki. Frá þessu er greint í máli og myndum í Morgunblaðinu í dag.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31