Tenglar

Búnaðarblaðið Freyja er komið út enn á ný. Þar má m.a. finna hugleiðingar Sveins Margeirssonar forstjóra Matís um fæðuöryggi og hlutverk íslensks landbúnaðar í því samhengi. Fjallað er um hníslasótt, landbúnað í Nýja Íslandi og verð á kvígum, auk þess sem tveir nýútskrifaðir BS-nemar frá Landbúnaðarháskóla Íslands birta útdrætti úr lokaritgerðum sínum.

...
Meira

Sumartímanum er lokið í Grettislaug á Reykhólum þetta árið. Frá deginum í dag og til maíloka verður laugin opin kl. 16-20 fimm daga í viku en lokuð á miðvikudögum og sunnudögum.

...
Meira

Blakæfingar verða í íþróttahúsinu á Reykhólum í vetur, fimmta veturinn í röð. Karlar og konur eru hvött til að mæta kát og hress. Fyrsta æfingin verður kl. 20 á miðvikudagskvöld, 5. september, og síðan verða þær í hverri viku á sama tíma. Til að fá nánari upplýsingar má hafa samband við Herdísi Ernu Matthíasdóttur.

...
Meira

Stjórn Þörungaverksmiðjunnar hf. (enskt hjáheiti Thorverk) á Reykhólum boðar hér með til hluthafafundar í félaginu. Fundurinn verður haldinn í matsal Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum miðvikudaginn 5. september 2012 og hefst kl. 11. Dagskrá fundarins verður eftirfarandi í samræmi við IV. lið samþykkta félagsins:

...
Meira
Feðgarnir Hafþór Rósmundsson og Hjalti við bátinn í gamla slippnum á Siglufirði. Ljósm. Sveinn Þorsteinsson.
Feðgarnir Hafþór Rósmundsson og Hjalti við bátinn í gamla slippnum á Siglufirði. Ljósm. Sveinn Þorsteinsson.
1 af 3

„Þetta er það alskemmtilegasta sem ég hef komist í. Að sjá bátinn birtast fyrir augunum á mér eftir 10 ára vinnu er engu líkt,“ segir Hjalti Hafþórsson um endursmíði á bátnum sem fannst í kumli í Vatnsdal við sunnanverðan Patreksfjörð 1964. Smíði bátsins hófst í gamla slippnum á Siglufirði í lok júlí og er báturinn nánast tilbúinn. „Það er sérstakur fílingur að smíða bátinn hérna inni,“ segir Hjalti um aðstöðuna, en mennta- og menningarmálaráðuneytið og Síldarminjasafn Íslands styrktu verkefnið.

...
Meira

Hrefna Jónsdóttir á Reykhólum hefur ákveðið að stofna barnakór fyrir krakka á aldrinum 5-11 ára. Æfingar verða í kirkjunni kl. 16.30-18 á miðvikudögum og byrja í næstu viku. Hrefna tekur fram að hér verði ekki um kirkjukór að ræða þó að hún hafi fengið aðstöðu í kirkjunni, heldur henti hún mjög vel fyrir söngæfingar vegna góðs hljómburðar auk þess sem plássið er gott.

...
Meira
1 af 2

Strætó bs. byrjar áætlunarferðir með farþega milli Reykjavíkur og Hólmavíkur á mánudaginn og milli Reykjavíkur og Reykhóla á þriðjudag. Til Hólmavíkur verður ekið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga en að Reykhólum þriðjudaga og fimmtudaga.

...
Meira

Fjallskilanefnd Reykhólahrepps sagði af sér á fundi sínum í dag vegna afstöðu meirihluta hreppsnefndar til lausagöngu búfjár í Múlahreppi hinum gamla. Tvö mál voru á dagskrá fundarins, annars vegar lausagöngubann í Múlahreppi og hins vegar fjallskilaseðillinn. Undir fyrri liðnum lagði formaður nefndarinnar fram bréf þar sem hann tilkynnti afsögn sína og gekk af fundi. Síðan létu hinir nefndarmennirnir fjórir í sameiningu bóka afsögn.

...
Meira

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga ákvað í dag að fresta 57. Fjórðungsþingi Vestfirðinga um fjórar vikur eða til 5.-6. október. Boðað hafði verið til þingsins 7.-8. september. Stjórnin telur að betri forsendur þurfi vegna vinnu við stefnumótun fyrir Sóknaráætlun Vestfjarða áður en þingið verður haldið. Unnið hefur verið að undirbúningi hennar á grundvelli minnisblaðs ríkisstjórnarinnar frá 22. júní. Mikilvægt er talið að bíða eftir því að fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár verði lagt fram þegar Alþingi kemur saman.

...
Meira
Systkinin ellefu frá Múla: Ólafur, Guðjón, Elín, Steinn, Sigrún, Halldór, Skúli, Sigfús, Halldór, Jón Halldór og Guðjón.
Systkinin ellefu frá Múla: Ólafur, Guðjón, Elín, Steinn, Sigrún, Halldór, Skúli, Sigfús, Halldór, Jón Halldór og Guðjón.
1 af 3

„Í systkinahópnum bera þrír nafnið Halldór, einn að millinafni, og tveir nafnið Guðjón,“ segir í frétt á baksíðu Morgunblaðsins í dag undir fyrirsögninni Systkinin samtals 882 ára. Þar er greint frá systkinunum ellefu frá Gilsfjarðarmúla í núverandi Reykhólahreppi. Af þeim eru tveir bræður enn búsettir í héraðinu, þeir Halldór D. Gunnarsson (Venni) í Króksfjarðarnesi og Guðjón D. Gunnarsson (Dalli) á Reykhólum. Einnig segir þar:

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31