Tenglar

Forsíða dagatalsins í ár.
Forsíða dagatalsins í ár.

Samtök ungra bænda efna til ljósmyndasamkeppni í tengslum við útgáfu á dagatali sínu fyrir árið 2013. Þetta er í þriðja sinn sem slík samkeppni er haldin. Þema myndanna að þessu sinni er Bændur að störfum. Myndirnar þarf að senda inn fyrir 15. október. Þær þurfa að vera að lágmarki af stærðinni 300 dpi, vera láréttar (landscape) og mega vera hvort heldur í lit eða svarthvítar. Samkeppnin er öllum opin.

...
Meira
Ljósmyndir: Árni Geirsson
Ljósmyndir: Árni Geirsson
1 af 7

Vakin skal athygli á skemmtilegri myndasyrpu frá hendi Árna Geirssonar: Göngur og réttir, Bæjardalur og Kinnarstaðarétt. Nokkur sýnishorn fylgja hér en í valmyndinni vinstra megin undir Ljósmyndir > Ýmis myndasöfn > Árni Geirsson er að finna á áttunda tug ljósmynda frá þessum árvissa viðburði í meira en þúsund ár.

...
Meira

Stjórn Félags eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi hefur ákveðið að færa Opið hús yfir á fimmtudaga á ný. Starf félagsins fer fram í húsi Rauða krossins í Búðardal nema annað sé tekið fram. Vikulegt starf verður þannig í október og nóvember:

...
Meira
Solla Magg.
Solla Magg.

Sólveig Sigríður Magnúsdóttir (Solla Magg) var endurkjörin formaður Leikfélagsins Skruggu í Reykhólahreppi á aðalfundi þess á mánudagskvöld. Auk hennar voru kjörnar í stjórn þær Anna Björg Þórarinsdóttir í Hólum og Hrefna Jónsdóttir á Reykhólum. Þar með hefur Solla ekki sleppt hendinni af félaginu en hún fluttist frá Reykhólum í vor og hefur núna a.m.k. vetursetu á Suðurnesjum.

...
Meira
Gámasvæðið á Reykhólum: Þarna er alltaf hægt að losa sig við almennt sorp eins og tíðkast hefur.
Gámasvæðið á Reykhólum: Þarna er alltaf hægt að losa sig við almennt sorp eins og tíðkast hefur.
1 af 2

Reglur og margvíslegar upplýsingar um sorpflokkun og sorpskil í Reykhólahreppi má finna með því að smella hér eða á græna borðann (Sorpmóttaka, reglur og upplýsingar) í tenglasafninu vinstra megin. Aðeins er tekið við járnarusli, timbri og öðru stórgerðu drasli á þeim tímum sem þar koma fram. Hins vegar er hægt að koma hvenær sólarhringsins sem er með flest það sorp sem til fellur á heimilum og setja í viðeigandi gáma (allt merkt). Sorpsvæðinu í Króksfjarðarnesi var lokað núna um mánaðamótin.

...
Meira
4. október 2012

Sund og fótbolti hjá UMFA

Sundæfingar á vegum Ungmennafélagsins Aftureldingar í Reykhólahreppi (UMFA) eru á mánudögum í október og nóvember. Andrea annast þjálfunina. Fótboltaæfingar eru á fimmtudögum í október. Bjarni annast þjálfunina.

...
Meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga verður á skrifstofu Reykhólahrepps föstudaginn 12. október kl. 12-14.

...
Meira

Rjúpnaveiði er bönnuð í landi jarðarinnar Gautsdals í Reykhólahreppi (fyrrum Geiradalshreppi).

...
Meira

Laust er 60% starf í sameinuðu mötuneyti Reykhólahrepps. Frekari upplýsingar gefur Steinar Pálmason matráður í síma 843 9443. Líka eru upplýsingar veittar á skrifstofu hreppsins.

...
Meira
24. september 2012

Líður að aðalfundi Skruggu

Aðalfundur Leikfélagsins Skruggu í Reykhólahreppi verður haldinn í matsal Reykhólaskóla á mánudaginn eftir viku, 1. október, og hefst kl. 20. Auk annarra mála verður vetrarstarfið rætt og fjallað um styrktarbeiðni. Á dagskránni er einnig kosning formanns og stjórnar.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31