Tenglar

Námsvísir Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða fyrir skólaárið 2012-2013 markar upphaf að fjórtánda starfsári hennar. Þar eru tilgreind um 80 námskeið og námsleiðir, nokkru meira en á undanförnum árum. Fræðslumiðstöðin hefur starfsstöðvar á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík en námskeiðahald hefur einnig verið á smærri stöðum. Hér verður getið þess helsta sem í boði er hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í vetur.

...
Meira

Fjölskyldumessa verður í Reykhólakirkju kl. 13.30 á morgun, sunnudag, með yfirskriftinni gæska, góðvild, hjálpsemi. Prestur er sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur, barnakórinn hennar Hrefnu Jónsdóttur syngur ásamt kirkjukór Reykhólaprestakalls og Viðar Guðmundsson leikur á orgelið. Fermingarbörn prestakallsins aðstoða en þau dveljast á prestssetrinu um helgina við fræðslu og fjör.

...
Meira

Með vísan til 5. gr. laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, nr. 91/2010, sbr. ályktun Alþingis 24. maí 2012, skal fara fram hinn 20. október 2012 ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd.

...
Meira
lmi.is
lmi.is

Á fundi sínum í gær tók hreppsnefnd Reykhólahrepps jákvætt í hugmynd um sameiginlegan menningar- og ferðamálafulltrúa fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og sveitarfélögin þrjú á Ströndum (Strandabyggð, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp). Hugmynd þessi er sett fram í bréfi Sveins Ragnarssonar á Svarfhóli í Reykhólahreppi og Höllu Steinólfsdóttur í Ytri-Fagradal í Dalabyggð til forsvarsmanna sveitarfélaganna fimm.

...
Meira
Sunnukórinn á söngferð um Íslendingaslóðir í Vesturheimi árið 2002.
Sunnukórinn á söngferð um Íslendingaslóðir í Vesturheimi árið 2002.

Ekkert verður af söngskemmtuninni sem Sunnukórinn á Ísafirði hugðist halda í íþróttahúsinu á Reykhólum á sunnudag. Kórinn verður hins vegar með tónleika í Hólmavíkurkirkju kl. 17 á morgun, laugardag. Efnisskráin hefur spænskt yfirbragð með íslensku ívafi og verða m.a. flutt lög eftir Jónas Tómasson og Fjölni Ásbjörnsson. Á dagskránni eru kórsöngur, einsöngur, gítarleikur, píanóleikur og flautuleikur. Ingunn Ósk Sturludóttir og Steinþór Bjarni Kristjánsson syngja einsöng, Sigurður Friðrik Lúðvíksson leikur á gítar en Sigríður Ragnarsdóttir og Dagný Arnalds leika á píanó. Einnig syngur oktettinn Áttund. Stjórnandi er Dagný Arnalds. Aðgangur er ókeypis.

...
Meira
11. október 2012

Tvö laus störf á Reykhólum

Laus eru tvö 60% störf í sameinuðu mötuneyti Reykhólahrepps, annað þeirra aðeins í eldhúsinu í Barmahlíð. Frekari upplýsingar gefur Steinar Pálmason matráður í síma 843 9443.

...
Meira

Kjörskrá fyrir Reykhólahrepp vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 20. okt. liggur frammi á skrifstofu hreppsins fram á kjördag. Skrifstofan er opin kl. 10-14 frá mánudegi til föstudags.

...
Meira
Í haustferð í Nesi.
Í haustferð í Nesi.
1 af 6

Nemendur og starfsfólk í hinum nýsameinaða Reykhólaskóla (leikskóli og grunnskóli) fóru í síðustu viku í haustferð inn í Króksfjarðarnes, þar sem Bergsveinn Reynisson í Nesskel (Beggi á Gróustöðum) tók á móti hópnum. Gengið var um nágrennið og fegurðar náttúrunnar notið í veðri eins og það gerist allra best á þessum árstíma.

...
Meira
Einar K. Guðfinnsson alþm.
Einar K. Guðfinnsson alþm.

„Í dag eru þingmenn í landsbyggðarkjördæmum í minnihluta á Alþingi og hefur svo verið frá því að núverandi kjördæmaskipan var leidd í lög. Með tillögum Stjórnlagaráðs er alveg ljóst að enn myndi að miklum mun fækka þeim þingmönnum sem bæru hagsmuni landsbyggðarinnar sérstaklega fyrir brjósti.“ Þetta segir Einar Kristinn Guðfinnsson, þingmaður NV-kjördæmis, í grein sem hann sendi vefnum til birtingar. Tilefnið er þjóðaratkvæðagreiðslan varðandi nýja stjórnarskrá, sem fram fer um aðra helgi.

...
Meira

Fimm viðbætur: Rjúpnaveiði og önnur skotveiði er bönnuð í landareignum Hyrningsstaða, Berufjarðar, Skáldstaða, Gillastaða, Bæjar í Króksfirði, Kinnarstaða, Skóga, Múla í Þorskafirði, Þórisstaða, Grafar í Þorskafirði og Hallsteinsness. Hér hefur áður komið fram, að rjúpnaveiði er bönnuð í landi Gautsdals. Fylgst er með því eins og kostur er hvort gegn þessu er brotið.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31