Tenglar

Handverksmarkaður Össu í Króksfjarðarnesi hefur fengið glimrandi góðar viðtökur. Aðsókn og sala hafa farið fram úr öllum væntingum, að sögn forsvarsfólks. Nú líður að sumarlokun og þá fer markaðurinn í sinn vetrardvala. Opið verður þessa viku til 2. september kl.13-18 og verður þann tíma sælgæti á tilboðinu tveir fyrir einn. Sú nýjung að „hittast í Kaupfélaginu“ á þriðjudögum hefur mælst mjög vel fyrir og hafa sveitungar verið duglegir að mæta. Síðasti hittingurinn þetta sumarið verður kl. 15.30 til 17 á morgun, þriðjudag.

...
Meira
Þangi landað á Reykhólum.
Þangi landað á Reykhólum.
1 af 2

Þangflutningaskipið Grettir kom á mánudag til hafnar á Reykhólum með 229 tonn af þangi. Þar með fór heildarmagn af þangi sem slegið hefur verið á vertíðinni, sem hófst í apríl, yfir tíu þúsund tonna markið. Í júlí var landað rúmlega 3.326 tonnum af þangi, sem var þriðja mesta magn í einum mánuði frá 1996.

...
Meira

Iðnaðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átak til atvinnusköpunar. Um er að ræða styrki til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins.

...
Meira
Reykhólaskóli.
Reykhólaskóli.

Reykhólaskóli auglýsir eftir karlkyns stuðningsfulltrúa til að sinna börnum við leik- og grunnskóladeild skólans og eftir nánara samkomulagi. Einnig felst í starfinu sturtugæsla í karlaklefa skólans. Um er að ræða 100% starfshlutfall, tímabundið skólaárið 2012-2013.

...
Meira

Í tilefni af heilsumánuði í Strandabyggð verður frítt á fótboltaæfingar hjá Ungmennafélaginu Geislanum í septembermánuði. Þær hefjast í næstu viku í íþróttahúsinu á Hólmavík. Þjálfari verður Jóhannes Alfreðsson.

...
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd, sem fram fer laugardaginn 20. október 2012, hefst við embætti sýslumannsins á Patreksfirði á morgun, laugardaginn 25. ágúst. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Reykhólahreppi verður auglýst sérstaklega hér á vef Reykhólahrepps, en kosið verður á skrifstofu Reykhólahrepps.

...
Meira

Borgar Þórarinsson tónlistarkennari á Hólmavík hefur fallist á að vera með tónlistarkennslu á Reykhólum ef áhugi reynist nægur. Hann kennir á gítar, bassa og trommur og einnig kennir hann byrjendum á píanó. Ef af verður mun hann að líkindum koma tvisvar í viku og yrði verð fyrir tíu vikur 35 þúsund krónur. Nemendur gætu verið á öllum aldri. Skráið ykkur sjálf eða börnin ykkar sem allra fyrst hjá Guðrúnu Guðmundsdóttur á Reykhólum í síma 865 5237.

...
Meira
Eysteinn Gísli Gíslason.
Eysteinn Gísli Gíslason.

Eysteinn G. Gíslason (Eysteinn í Skáleyjum), sem lést á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum 11. ágúst, verður jarðsunginn í Stykkishólmskirkju á morgun, föstudaginn 24. ágúst, og hefst athöfnin kl. 13. Sama dag verður jarðsett í Flatey. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Flateyjarkirkju.

...
Meira
Barmahlíð.
Barmahlíð.

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum óskar eftir starfsfólki í ræstingu nú þegar eða sem fyrst. Um er að ræða ca. 70% starfshlutfall. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri, Þuríður Stefánsdóttir, í síma 434 7817.

...
Meira

Sigmar B. Hauksson verður fulltrúi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í nýskipuðum þriggja manna undirbúningshópi vegna stofnunar frumkvöðla- og tækniseturs á Reykhólum. Auk hans eiga þar sæti Andrea Björnsdóttir oddviti og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri af hálfu Reykhólahrepps. Ráðunautur þeirra verður dr. Janka Zalesakova í Bratislava í Slóvakíu, sem á sínum tíma átti hugmyndina að heilsuhóteli á Reykhólum.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31