ASSA í hlé - og þó hreint ekki
Handverksmarkaður Össu í Króksfjarðarnesi hefur fengið glimrandi góðar viðtökur. Aðsókn og sala hafa farið fram úr öllum væntingum, að sögn forsvarsfólks. Nú líður að sumarlokun og þá fer markaðurinn í sinn vetrardvala. Opið verður þessa viku til 2. september kl.13-18 og verður þann tíma sælgæti á tilboðinu tveir fyrir einn. Sú nýjung að „hittast í Kaupfélaginu“ á þriðjudögum hefur mælst mjög vel fyrir og hafa sveitungar verið duglegir að mæta. Síðasti hittingurinn þetta sumarið verður kl. 15.30 til 17 á morgun, þriðjudag.
...Meira