Tenglar

24. september 2012

Viltu syngja?

Kvennakórinn Norðurljós.
Kvennakórinn Norðurljós.

Hefurðu gaman af tónlist og góðum félagsskap? Þá er tilvalið að ganga í Kvennakórinn Norðurljós. Engin inntökupróf og óhætt fyrir óvana og hrædda að prófa, segir í tilkynningu frá stjórn Norðurljósa. Fyrsta æfing og samvera verður í Hólmavíkurkirkju annað kvöld, þriðjudag 25. sept. kl. 19.30. Rædd verða verkefni vetrarins og fleira.

...
Meira

Bóluefni gegn árlegri inflúensu er komið og bólusetning hafin á heilsugæslustöðvunum í Búðardal og á Reykhólum. Jafnframt er minnt á bólusetningu gegn lungnabólgubakteríu, sem ráðlögð er áhættuhópum á ákveðnu árabili.

...
Meira
Fis-smalar taka bensín í Bjarkalundi.
Fis-smalar taka bensín í Bjarkalundi.

Eins og undanfarin ár verður réttadags-kjetsúpa á boðstólnum í Bjarkalundi í Reykhólasveit um næstu helgi, bæði laugardag og sunnudag. Líka verður í boði góður afsláttur af gistingu um helgina þannig að allir sem sveitina heimsækja hafi rúm til að sofa í, segir í pósti frá Bjarkalundi. Einnig kemur fram, að milli kl. 19 og 22 á laugardagskvöld séu tveir fyrir einn af kranastút. „Verið velkomin og njótið nálægðarinnar við smalamennskuna og réttirnar.“

...
Meira

Vetrartíminn er genginn í garð á Héraðsbókasafni Reykhólahrepps, sem er til húsa í gamla íþróttasalnum í Reykhólaskóla. Opið verður í vetur á mánudögum kl. 17-19 og miðvikudögum kl. 15-17 og fyrsta laugardag í mánuði kl. 11-13. Sigmundur Már Atlason verður bókavörður fram til áramóta.

...
Meira
Anna Greta skólastjóri hefur tekið við íslenska fánanum úr hendi Ingibjargar Birnu sveitarstjóra.
Anna Greta skólastjóri hefur tekið við íslenska fánanum úr hendi Ingibjargar Birnu sveitarstjóra.
1 af 3

Í dag urðu tímamót á Reykhólum þegar skólar hreppsins voru sameinaðir með formlegum hætti, en í reynd urðu Reykhólaskóli og Leikskólinn Hólabær að einni stofnun þegar starfið byrjaði í haust. „Sameiningin hefur farið mjög vel af stað og var þetta því gleðidagur hjá okkur hér í Reykhólaskóla“, segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri.

...
Meira
Bjartmarssteinn er fyrir miðri mynd. Ljósm. © Ágúst G. Atlason.
Bjartmarssteinn er fyrir miðri mynd. Ljósm. © Ágúst G. Atlason.
1 af 2

Inga Rós Georgsdóttir, BA-nemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands, leitar eftir sögum og sögnum sem tengjast Bjartmarssteini í Reykhólasveit (hann hefur líka verið nefndur Pjattarsteinn og Bjartmannssteinn og kannski eru enn fleiri útgáfur af þessu örnefni). Núna liggur fyrir Ingu Rós að gera útvarpsþátt um eitthvert viðfangsefni í þjóðfræði og hana langar að gera þátt um Bjartmarsstein og huldufólkið þar.

...
Meira
13. september 2012

Sameiningardagur Reykhólaskóla

Blaðað í nýjum námsbókum.
Blaðað í nýjum námsbókum.

Það var gleði og gaman á viðburðinum Nám og gleði sem foreldrar og starfsfólk áttu saman í Reykhólaskóla í gærkvöldi. Kennararnir voru með bása og kynntu vetrarstarfið og Áslaug B. Guttormsdóttir flutti stuttan fyrirlestur sem nefndist Góðir skólaforeldrar. Á morgun, föstudag, verður síðan Sameiningardagur skólans, þar sem öllum er boðið að koma og taka þátt í skemmtilegum viðburði kl. 11.30.

...
Meira

„Í Múlahreppi er víða orðið erfitt að komast um vegna gróðurs og götur að hverfa. Mér finnst ólíkt fallegri gróður og þægilegra að komast um þar sem fé gengur í högum. Nú geri ég mér grein fyrir að fólk sem er búið að byggja upp sumarbústaði og heldur við gömlu býlunum á hagsmuna að gæta varðandi þessi mál. En væri ekki hagkvæmara að sveitarfélagið aðstoðaði við að girða af skóglendi og bústaði? Hitt sýnist mér nær óframkvæmanlegt, að girða hreppinn af.“

...
Meira

Fundargerð fjallskilanefndar Reykhólahrepps frá því í gær, þar sem afsagnir nefndarmanna voru dregnar til baka, var staðfest á fundi hreppsnefndar í dag. Jafnframt var fjallskilaseðill Reykhólahrepps 2012 samþykktur. Fjallskilaseðilinn er að finna hér neðst til hægri á vefnum. Þar er einnig að finna fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur, sem staðfest var í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í síðasta mánuði.

...
Meira

Eitt mál var á dagskrá stjórnarfundar í Fjórðungssambandi Vestfirðinga (FV) í fyrradag: Tillaga til stjórnar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða (AtVest) um boðun hluthafafundar í félaginu. Formaður stjórnar FV, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, lagði fram tillögu að tillögu sem lögð verði fyrir væntanlegan hluthafafund AtVest og var hún samþykkt. Tillögutillaga formanns var svohljóðandi:

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31