Tenglar

Agnes M. Sigurðardóttir.
Agnes M. Sigurðardóttir.

Agnes M. Sigurðardóttir, fyrsta konan á biskupsstóli hérlendis, á djúpar rætur við innanverðan Breiðafjörð.  Sr. Sigurður Kristjánsson, faðir hennar (1907-1980), sóknarprestur á Ísafirði og prófastur í Ísafjarðarprófastsdæmi, var bóndasonur frá Skerðingsstöðum, rétt fyrir utan Reykhóla. Finnur Kristjánsson, bóndi á Skerðingsstöðum, föðurbróðir sr. Agnesar, er núna búsettur í Barmahlíð á Reykhólum, kominn á 90. aldursár. Agnesarnafnið er úr Hjallaætt við Þorskafjörð.

...
Meira
Úr Reykhólakirkju.
Úr Reykhólakirkju.

Á aðalsafnaðarfundi Reykhólasóknar, sem verður í Reykhólakirkju annað kvöld, miðvikudag, og hefst kl. 20.30, verður fjallað um spurninguna Hefur úrskráning úr Þjóðkirkjunni áhrif á kirkjuna mína? Á fundinum verður einnig gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári. Afgreiddir verða endurskoðaðir reikningar sóknar og kirkjugarðs fyrir síðasta ár og önnur mál tekin fyrir.

...
Meira
1 af 3

Sveitarstjórnarfólk úr sveitarfélögunum þremur á Ströndum (Árneshreppi, Kaldrananeshreppi og Strandabyggð), Reykhólahreppi og Dalabyggð kom saman til fundar á Hólmavík í gær. Tilgangur fundarins var að ræða ýmis sameiginleg mál sveitarfélaganna og önnur sem snerta þau óbeint sameiginlega. Þar má nefna áformaða sameiningu sýslumannsembætta, stöðu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og stofnun framhaldsskóladeildar á Hólmavík, sem vonir standa til að komist á laggirnar á næsta ári.

...
Meira
Steingrímur Rúnar ræðir við Jón Kr. Ólafsson söngvara á Bíldudal.
Steingrímur Rúnar ræðir við Jón Kr. Ólafsson söngvara á Bíldudal.

Listavélin, sem framleiðir vestfirsku tónlistarþættina Heyrðu mig nú, hefur samið við vestfirska vefinn vestur.is um að hýsa þættina, sem hafa verið í vinnslu í rúmt ár með hléum. Í þeim er fjallað um vestfirska tónlist, farið víða um Vestfirði og tónlistarsagan fönguð, segir í tilkynningu. Fyrsti þátturinn fer í loftið á vestur.is núna á föstudag, en þar mun jazzarinn, listmálarinn og hárskerinn Villi Valli á Ísafirði koma í spjall ásamt því að hljómsveitin Klysja verður tekin tali.

...
Meira
Ingibjörg Valgeirsdóttir.
Ingibjörg Valgeirsdóttir.

Ingibjörg Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar, greindi frá því á vef sveitarfélagsins í síðustu viku, að hún myndi láta af starfi sínu í haust af persónulegum ástæðum. Þá mun hún hafa gegnt starfinu í tvö ár. Tilkynning Ingibjargar er á þessa leið:

...
Meira
Grettislaug á Reykhólum.
Grettislaug á Reykhólum.

Ákveðið hefur verið að sundmót Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) og Héraðssambands Strandamanna (HSS), sem frestað var í haust, verði í Grettislaug á Reykhólum núna á laugardaginn, 28. apríl, og hefjist kl. 14. Keppt verður í mörgum aldursflokkum og mörgum greinum.

...
Meira
Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir.
Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir.

Ein umsókn barst um embætti sóknarprests í Reykhólaprestakalli, frá sr. Elínu Hrund Kristjánsdóttur, settum sóknarpresti. Umsóknarfrestur rann út 18. apríl. Embættið verður veitt frá 1. júní. Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar, en hana skipa níu manns úr prestakallinu ásamt prófasti Vestfjarðaprófastsdæmis. Skipunartími er fimm ár.

...
Meira

Fyrsti frambjóðandinn til embættis forseta Íslands sem heldur kynningarfund á Reykhólum að þessu sinni - á eftir að koma í ljós hvort það verða fleiri - er Hannes Bjarnason frá Eyhildarholti í Skagafirði. Hann býður til fundar í matsal Reykhólaskóla núna á fimmtudagskvöldið kl. 20.

...
Meira
1 af 2

Vegamálastjóri segir nærtækast að brúa Þorskafjörð utarlega, verði lagning vegar um Teigsskóg við vestanverðan Þorskafjörð ekki leyfð. Sú lausn kæmi þorpinu á Reykhólum til góða. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Samgönguráðherra hefur lagst gegn vegi um Teigsskóg (leið B) og lagt til að gerð yrðu göng undir Hjallaháls. Sú framkvæmd liti hins vegar ekki dagsins ljós fyrr en í fjarlægri framtíð.

...
Meira
Bergsveinn á Gróustöðum sýnir kræklinginn sinn á Ólafsdalshátíð.
Bergsveinn á Gróustöðum sýnir kræklinginn sinn á Ólafsdalshátíð.

Ríkisútvarpið hefur ekki birt leiðréttingu vegna fréttar sinnar um áminningu Umhverfisstofnunar á hendur Nesskel í Króksfjarðarnesi vegna meintra frávika frá skilyrðum fyrir starfsleyfi. Í frétt RÚV 14. apríl, sem enn (21. apríl) má finna á vef þess, var einnig greint frá ákvæðum um dagsektir upp á hálfa milljón króna á dag frá 16. apríl. Umhverfisstofnun dró áminninguna til baka þegar óréttmæti hennar kom í ljós og baðst afsökunar. Eftir stendur þá hlutur Ríkisútvarpsins að greina frá afsökunarbeiðninni, en ríkismiðillinn einn allra fjölmiðla sagði frá áminningunni í fréttum sínum.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31