Biskup með rætur í Austur-Barðastrandarsýslu
Agnes M. Sigurðardóttir, fyrsta konan á biskupsstóli hérlendis, á djúpar rætur við innanverðan Breiðafjörð. Sr. Sigurður Kristjánsson, faðir hennar (1907-1980), sóknarprestur á Ísafirði og prófastur í Ísafjarðarprófastsdæmi, var bóndasonur frá Skerðingsstöðum, rétt fyrir utan Reykhóla. Finnur Kristjánsson, bóndi á Skerðingsstöðum, föðurbróðir sr. Agnesar, er núna búsettur í Barmahlíð á Reykhólum, kominn á 90. aldursár. Agnesarnafnið er úr Hjallaætt við Þorskafjörð.
...Meira