Tenglar

Eysteinn G. Gíslason í Skáleyjum. Mynd úr Tímanum fyrir 35 árum.
Eysteinn G. Gíslason í Skáleyjum. Mynd úr Tímanum fyrir 35 árum.

Meðal þess sem komið hefur upp úr krafsinu eftir að hér var auglýst eftir kveðskap Eysteins Gíslasonar í Skáleyjum á Breiðafirði er gáta í bundnu máli, sem hann mun hafa ort fimmtán ára gamall eða þar um bil. Hún er tilfærð hér svo að lesendur geti spreytt sig á henni. Tekið skal fram, að skáldað hefur verið í eyðu í fimmta og sjötta vísuorði (fimmtu og sjöttu línu). Kann einhver vísuna með vissu? Minni Eysteins sjálfs er orðið þannig, að lítið er hægt að fræðast af honum um þetta.

...
Meira
Frá Sumarmarkaði Vestfjarða á Patró.
Frá Sumarmarkaði Vestfjarða á Patró.

Fundur um Sumarmarkað Vestfjarða 2012 verður haldinn í Skor, þekkingarsetri á Patreksfirði, á mánudag kl. 20. Áhugasamt fólk er hvatt til að koma en hafa að öðrum kosti samband við Gróu Bjarnadóttur í síma  864 9675. Þetta verður fjórða sumarið sem markaðurinn er haldinn á Patreksfirði. Fyrsti markaðsdagurinn hefur verið um hvítasunnu (síðasta helgin í maí að þessu sinni) og síðan á laugardögum sumarlangt.

...
Meira

Eiríkur Kristjánsson og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir munu af hálfu Reykhólahrepps sitja landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 23. mars. Meðal þess sem fjallað verður um á þinginu eru skilagrein og tillögur nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins og niðurstöður könnunar meðal sveitarstjórnarmanna og alþingismanna um stöðu sveitarstjórnarstigsins, verkefni, skipan, íbúalýðræði og áhrif efnahagshrunsins.

...
Meira
Tölvumynd úr greinargerðinni.
Tölvumynd úr greinargerðinni.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Vestfjarðaveg (60) var auglýst frá 15. september til 31. október 2011. Á fundi hreppsnefndar 9. febrúar 2012 var deiliskipulagið samþykkt og niðurstaðan er hér með auglýst skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

...
Meira
Söl voru meðal fjölmargra náttúrunytja höfuðbólsins á Reykhólum á fyrri tíð.
Söl voru meðal fjölmargra náttúrunytja höfuðbólsins á Reykhólum á fyrri tíð.

Hafdís Sturlaugsdóttir, landnýtingarfræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða, fjallar um villtar nytjajurtir á Vestfjörðum í fyrirlestri núna á fimmtudag kl. 17-18, sem meðal annars er hægt að hlýða á gegnum fjarfundabúnað í Reykhólaskóla. Farið verður yfir það sem einkennir gróðurfar á Vestfjörðum og kynntar rannsóknir sem hafa verið gerðar og standa yfir varðandi nýtingu villtra nytjajurta á kjálkanum. Einnig verður reynt að svara því hverjir nýti villtan gróður og til hvers. Nokkur lykilatriði varðandi tínslu og varðveislu plantna verða kynnt og fjallað ítarlega um nokkrar algengar plöntutegundir og nýtingu þeirra.

...
Meira

Sýningarverkefnið Dalir og Hólar efnir til sýningar á svæðinu Dalabyggð-Reykhólahreppur núna í sumar. Myndlistarmenn munu vinna út frá náttúru og menningu sveitarfélaganna tveggja, sem mynda umgjörð um sýninguna. Prentuð verður sýningarskrá sem jafnframt er leiðsögukort. Markmið verkefnisins er að auka og efla menningartengda ferðamennsku á svæðinu.

...
Meira

Unglingarnir í Reykhólaskóla efna til íbúafundar í matsal Reykhólaskóla kl. 20 á fimmtudag, 15. mars. Þar verða kynntar þær hugmyndir sem krakkarnir völdu í fyrri hluta verkefnisins Landsbyggðarvinir og tengist fundurinn verkefninu Reykhólar allan ársins hring. Vonast er eftir góðri þátttöku, bæði til að heyra hugmyndir krakkanna og til að taka þátt í að koma þeim hugmyndum í sem allra bestan farveg.

...
Meira
Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

Stjórnvöld hyggjast stuðla að mjög mikilli hækkun raforkuverðs og sjá síðan til þess að það fylgi almennri verðþróun í Evrópu. Þar er áætlað að orkuverð tvöfaldist á næstu 20 árum. Vel má vera að þessar hækkanir verði enn stórkarlalegri. Þróun olíuverðs að undanförnu gefur að minnsta kosti ekki miklar vonir um að það fari lækkandi. Og svo vill nú til að jarðefniseldsneyti er ráðandi á orkumarkaði í öðrum löndum. Verðlagsþróun á þeim markaði mun því hafa mjög stefnumarkandi áhrif á verðþróun hér á landi.

...
Meira

Afleysingafólk vantar um sinn í eldhúsin í Barmahlíð á Reykhólum og Reykhólaskóla. Nánari upplýsingar veita Þuríður Stefánsdóttir forstöðumaður Barmahlíðar og Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri.

...
Meira

Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður svokallað smáskipanám (sem áður var gjarnan nefnt pungapróf) á Hólmavík og Reykhólum. Þeir sem ljúka slíku námi öðlast rétt til að fá skírteini sem skipstjóri / stýrimaður á skipum styttri en 12 m að skráningarlengd í strandsiglingum eftir 12 mánaða siglingatíma (smáskipaskírteini).

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31