Gáta úr Skáleyjum: Lausn og kórrétt útgáfa óskast
Meðal þess sem komið hefur upp úr krafsinu eftir að hér var auglýst eftir kveðskap Eysteins Gíslasonar í Skáleyjum á Breiðafirði er gáta í bundnu máli, sem hann mun hafa ort fimmtán ára gamall eða þar um bil. Hún er tilfærð hér svo að lesendur geti spreytt sig á henni. Tekið skal fram, að skáldað hefur verið í eyðu í fimmta og sjötta vísuorði (fimmtu og sjöttu línu). Kann einhver vísuna með vissu? Minni Eysteins sjálfs er orðið þannig, að lítið er hægt að fræðast af honum um þetta.
...Meira