Líka húsnæðisskortur á Hólmavík
Sveitarstjórn Strandabyggðar ákvað í síðustu viku að ganga til viðræðna við Hornsteina, fasteignafélag, um kaup á íbúðum í þriggja íbúða raðhúsi sem fyrirtækið áformar að byggja á Hólmavík. „Mikil eftirspurn er eftir húsnæði í sveitarfélaginu og hefur sú eftirspurn aukist jafnt og þétt á síðustu misserum. Fjölskyldur hafa ítrekað lent í vandræðum vegna húsnæðisleysis á Hólmavík og algengt að fólk hafi bjargað sér tímabundið með búsetu inni á ættingjum, í sumarhúsum og jafnvel á gistiheimilum á svæðinu“, segir á vef Strandabyggðar.
...Meira