Tenglar

Séð til Hólmavíkur / Jón Halldórsson.
Séð til Hólmavíkur / Jón Halldórsson.

Sveitarstjórn Strandabyggðar ákvað í síðustu viku að ganga til viðræðna við Hornsteina, fasteignafélag, um kaup á íbúðum í þriggja íbúða raðhúsi sem fyrirtækið áformar að byggja á Hólmavík. „Mikil eftirspurn er eftir húsnæði í sveitarfélaginu og hefur sú eftirspurn aukist jafnt og þétt á síðustu misserum. Fjölskyldur hafa ítrekað lent í vandræðum vegna húsnæðisleysis á Hólmavík og algengt að fólk hafi bjargað sér tímabundið með búsetu inni á ættingjum, í sumarhúsum og jafnvel á gistiheimilum á svæðinu“, segir á vef Strandabyggðar.

...
Meira
Tún-garður.
Tún-garður.

Vefnum bárust tólf réttar lausnir á gátu Eysteins í Skáleyjum, sem hér var birt fyrir nokkrum dögum. En ekki nóg með það - samband hafði kona sem átti gátuna í fórum sínum frá hendi Eysteins sjálfs um miðjan síðasta áratug. Eins og tekið var fram þegar gátan var birt hér, þá var ekki full vissa um alla orðanna hljóðan og þess vegna hnoðað í skörðin. Nú hefur verið bætt úr því og þannig er gátan frá hendi höfundar:

...
Meira
Reykhólakirkja.
Reykhólakirkja.

Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir syngur kvöldmessu í Reykhólakirkju annað kvöld kl. 20.30 og hvetur fólk til að koma og eiga saman góða stund. Viðar Guðmundsson leikur á orgelið og kór Reykhólaprestakalls leiðir sönginn. Kaffisopi eftir messu.

...
Meira
Sunnudagaskólakrakkar í Reykhólakirkju á liðnu hausti.
Sunnudagaskólakrakkar í Reykhólakirkju á liðnu hausti.

Sunnudagaskólinn í Reykhólakirkju er annan hvern sunnudagsmorgun kl. 11 fram til aprílloka - núna í fyrramálið og síðan 1., 15. og 29. apríl. Sunnudaginn 13. maí er síðan áformað að fara saman í ljúfa vorferð, kannski út á Stað á Reykjanesi eða inn í Garpsdal. Í fyrra voraði seint og ekki var farið neitt en fyrir tveimur árum var farið í Gufudal með nesti og nýja skó.

...
Meira
Hörður Grímsson á Tindum.
Hörður Grímsson á Tindum.
1 af 2

Minnt skal á opið hús á Tindum í Geiradal frá kl. 18 annað kvöld, laugardagskvöld. Tilefnið er fimmtugsafmæli Harðar Grímssonar, sem var reyndar mánudaginn 5. mars.

...
Meira
Björn Kristjánsson, Thorverk.
Björn Kristjánsson, Thorverk.
1 af 5

Þegar þetta er ritað hafa níu starfsmenn Þörungaverksmiðjunnar skráð sig í Mottumars og tveir hjá Reykhólahreppi. Hjá starfsmönnum verksmiðjunnar hafa safnast 28 þúsund krónur en hjá Reykhólahreppi 9 þúsund krónur. Því er þessa getið hér núna, að í dag er mottudagurinn þegar Mottumars er hálfnaður. Eins og hér kom fram er því liði sem meira safnar heitið viðurkenningu í lok mánaðar, sem og bestu mottunni.

...
Meira
Séð yfir hluta Reykhólaþorps /  ÁG.
Séð yfir hluta Reykhólaþorps / ÁG.

Lengi hefur verið skortur á íbúðarhúsnæði á Reykhólum og verður stöðugt erfiðari viðfangs. Núna á rétt rúmum mánuði hafa borist fimm umsóknir um leiguhúsnæði í eigu Reykhólahrepps og farið á biðlista. Fyrir utan íbúðir ætlaðar starfsfólki Barmahlíðar og hreppsins sjálfs á sveitarfélagið fimm íbúðir til almennrar útleigu.

...
Meira
Svínanessel (guli punkturinn). Kort af vef Landmælinga Íslands (lmi.is).
Svínanessel (guli punkturinn). Kort af vef Landmælinga Íslands (lmi.is).

Kotbýlið Svínanessel við Kvígindisfjörð í Múlasveit í núverandi Reykhólahreppi er fyrirmyndin að Sumarhúsum í Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Kiljan Laxness. Fyrr og síðar hafa ýmsir talið, og telja jafnvel enn í dag, að Veturhús í Jökulsdalsheiði eystra hafi verið fyrirmyndin - af ástæðum sem eru mjög vel skiljanlegar þegar sagan er lesin. Kiljan sjálfur þvertók hins vegar fyrir það, kvaðst aldrei hafa þángað komið.

...
Meira

Stærsti íþróttaviðburður á Ströndum, hin árlega Strandaganga Skíðafélags Strandamanna, verður í Selárdal við Hólmavík á laugardag. Keppt verður í 5 km og 10 km göngum og aldursskiptri 20 km göngu, auk þess sem stelpur og strákar 12 ára og yngri geta keppt í 1 km göngu. Einnig verður sveitakeppni á öllum vegalengdum. Hún fer þannig fram, að þriggja manna lið ganga sömu vegalengdina og gildir samanlagður tími. Ræst verður í 1 km gönguna kl. 12.20 og aðrar vegalengdir klukkan 13.

...
Meira
Þór lemur á jötnum. Stundum eldaði hann sér hafra-graut ...
Þór lemur á jötnum. Stundum eldaði hann sér hafra-graut ...

Æsirnir okkar gömlu eru þema árshátíðar Reykhólaskóla að þessu sinni - veigamikill þáttur í menningararfi norrænna manna. Hátíðin verður í íþróttahúsinu annað kvöld, föstudagskvöld, og hefst kl. 19.30. Allir eru hjartanlega velkomnir og bæði nemendur og starfsfólk skólans hlakka til að sjá sem flesta. Að goðadagskrá lokinni - leikþáttum og kynningu á ásum - eru að venju veitingar sem foreldrar annast og selja á sanngjörnu verði. Síðan verður diskótek fram til kl. 23.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31