Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps ársgömul
Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps er eins árs í dag. Félagsmálastjóri var ráðinn í 70% starf frá 1. febrúar 2011 og hefur byggt upp félagsþjónustuna síðasta árið. Þeir málaflokkar sem þjónustan sinnir eru barnavernd, félagsleg ráðgjöf, félagsleg heimaþjónusta, fjárhagsaðstoð, málefni aldraðra og málefni fatlaðra. Til þessa nýja starfs var ráðin Hildur Jakobína Gísladóttir, sem hefur margþætta menntun og víðtæka reynslu á þessum vettvangi. Í tilefni þess að eitt ár er liðið frá því að Hildur kom til starfa hefur hún tekið saman ítarlegt yfirlit um verkefni félagsþjónustunnar.
...Meira