Tenglar

Hildur Jakobína Gísladóttir.
Hildur Jakobína Gísladóttir.

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps er eins árs í dag. Félagsmálastjóri var ráðinn í 70% starf frá 1. febrúar 2011 og hefur byggt upp félagsþjónustuna síðasta árið. Þeir málaflokkar sem þjónustan sinnir eru barnavernd, félagsleg ráðgjöf, félagsleg heimaþjónusta, fjárhagsaðstoð, málefni aldraðra og málefni fatlaðra. Til þessa nýja starfs var ráðin Hildur Jakobína Gísladóttir, sem hefur margþætta menntun og víðtæka reynslu á þessum vettvangi. Í tilefni þess að eitt ár er liðið frá því að Hildur kom til starfa hefur hún tekið saman ítarlegt yfirlit um verkefni félagsþjónustunnar.

...
Meira

Æfingar til að auka vöðvastyrk og þol, ætlaðar báðum kynjum jafnt, hefjast í íþróttahúsinu á Reykhólum í kvöld, þriðjudag, og verða svo framvegis fjóra daga í viku undir stjórn Sirrýjar Birgis. „Þetta er hreyfing sem hentar öllum. Fólk ræður ferðinni sjálft og ræður hvort það vill taka vel á eða fara rólega í sakirnar. Við verðum fjórum sinnum í viku fyrir þá sem vilja en svo er það bara undir hverjum og einum komið hversu oft er mætt“, segir Sirrý.

...
Meira
Grettislaug á Reykhólum / ÁG.
Grettislaug á Reykhólum / ÁG.
1 af 2

Íþróttaæfingar barna og unglinga í íþróttahúsinu á Reykhólum sem Sirrý Birgis annast byrja á miðvikudag, 1. febrúar. Sundæfingar í Grettislaug sem Andrea Björnsdóttir annast byrja á mánudag, 6. febrúar. Æfingarnar eru á vegum Umf. Aftureldingar og verða síðan þessa daga í viku hverri eitthvað fram á vor. Skráðir félagar í Umf. Aftureldingu greiða engin æfingagjöld en aðrir greiða kr. 2.000. Æfingarnar verða á þessum tímum:

...
Meira
Hörður á Tindum og Patrolinn.
Hörður á Tindum og Patrolinn.
1 af 3

Fréttin af nærri sautján tíma útivist Harðar Grímssonar á Tindum í Geiradal í liðinni viku flaug um landið og miðin. Hann lagði af stað frá Hólakaupum á Reykhólum í nánast logni áleiðis heim að Tindum laust eftir klukkan hálffimm á miðvikudag. Leiðin var greið enda Erlingur Jónsson á Reykhólum nýbúinn að fara hana með snjóplóginn og önnur akreinin þess vegna alveg snjólaus. Hins vegar var mikil lausamjöll á jörðu eftir þétta logndrífu þá um daginn.

...
Meira

Nýjar gjaldskrár fyrir ýmsa þjónustu hjá Reykhólahreppi eru komnar hér inn á vefinn. Þar er um að ræða gjaldskrá (ásamt reglum) fyrir íþróttahúsið á Reykhólum, gjaldskrár fyrir Grettislaug, tjaldsvæði hreppsins við Grettislaug, matsölu í Barmahlíð og Reykhólaskóla og á Leikskólanum Hólabæ og loks fyrir útleigu á Reykhólaskóla undir ættamót og fundi.

...
Meira
Ingvar Samúelsson flytur þorrablótsannálinn 2012.
Ingvar Samúelsson flytur þorrablótsannálinn 2012.

„Menningin stóð í blóma í Reykhólahreppi á liðnu ári. Gallerí Gylfi í Króksfjarðarnesi var vettvangur auglýsingamyndar fyrir BMW Mini, þar sem hálf sveitin mætti í tökur í heila fimm daga. Fáeinum sást bregða fyrir í fáeinar sekúndur þegar auglýsingin loksins birtist – Sollu í leikfélaginu, hundinum Toppi sem er starfsmaður í Gallerí Gylfa, Jóni á Gróustöðum og Indu á Reykhólum.“

...
Meira
Sveitarfélög á Vestfjörðum. Kort af vef Landmælinga Íslands (lmi.is).
Sveitarfélög á Vestfjörðum. Kort af vef Landmælinga Íslands (lmi.is).

Ósætti er meðal eigenda Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða (AtVest) vegna áforma um yfirtöku Fjórðungssambands Vestfirðinga á félaginu. Ákvörðun um slit félagsins var frestað á átakafundi á Ísafirði í vikunni og ákveðið að skipa starfshóp til að leita lausnar. Auka-fjórðungsþing Vestfirðinga, sem haldið var seint í nóvember, samþykkti tillögu um sameiningu stofnana stoðkerfis atvinnu og byggðar á Vestfjörðum. Um er að ræða stofnanir sem sveitarfélög á Vestfjörðum koma að með beinni eignaraðild eða samstarfssamningum og greiða árleg framlög til. Sameiningin tæki til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Markaðsstofu Vestfjarða og Menningarráðs Vestfjarða ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga. Reykhólahreppur á hlut að þessu starfi öllu.

...
Meira
Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir.
Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir.

Sunnudagaskóli verður í Reykhólakirkju kl. 11 á morgun, sunnudag. Hafdís og Klemmi mæta á svæðið ásamt Mýslu og Rebba og Harpa kemur líka. Síðan verður messa í Reykhólakirkju kl. 13.30. Viðar er mættur aftur og spilar á orgelið og kórinn syngur með kirkjugestum. Helgistund verður í Barmahlíð kl. 14.30. Kórinn og Viðar fylgja sr. Elínu Hrund að þessu sinni.

...
Meira
27. janúar 2012

Lionsfélagar enn á ferðinni

Þuríður, Guðmundar tveir og Eyvindur ásamt Eysteini í Skáleyjum.
Þuríður, Guðmundar tveir og Eyvindur ásamt Eysteini í Skáleyjum.
1 af 2

Enn voru Lionsfélagar í Reykhólahreppi á ferð færandi hendi. Að þessu sinni komu þeir í heimsókn á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum með tvískipt hjólaborð, sem verða heimilisfólkinu til ýmissa nota. Til kaupa á borðunum var notað fé sem Handverksfélagið Assa gaf Lionsklúbbnum. Þar var um að ræða helminginn af andvirði þess varnings sem seldur var á bóka- og nytjamarkaðinum í Nesi á liðnu ári.

...
Meira
Birna E. Norðdahl, skákmeistari og frumkvöðull í kvennaskák.
Birna E. Norðdahl, skákmeistari og frumkvöðull í kvennaskák.
1 af 2

Einhver allra merkasta skákkona Íslendinga fyrr og síðar á sterk tengsl við Reykhóla. Það er Birna E. Norðdahl, sem varð tvívegis Íslandsmeistari kvenna og tefldi á tveimur Ólympíumótum fyrir Íslands hönd. Síðasta áratug ævinnar bjó Birna í Barmahlíð á Reykhólum og þar úti fyrir má sjá handaverk hennar. Meðal barna Birnu eru þær Indiana Ólafsdóttir á Reykhólum og Vaka Helga Ólafsdóttir sem var á sínum tíma búsett á Reykhólum. Birnu Norðdahl er minnst hér núna í tilefni af fyrsta Skákdegi Íslands (sjá næstu frétt á undan).

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31