Tenglar

Hin árlega árshátíð Breiðfirðingafélagsins á þorra verður haldin í Breiðfirðingabúð við Faxafen á laugardagskvöld. Veislustjóri verður Sigurður Jökulsson á Vatni. Sýndir verða þjóðdansar og hljómsveitin Klassík (Haukur Ingibergsson & Co.) leikur fyrir dansi fram á nótt.

...
Meira
Eiríkur, Brynjólfur og Tumi við stýrið renna upp að Blíðunni.
Eiríkur, Brynjólfur og Tumi við stýrið renna upp að Blíðunni.
1 af 3

„Okkur finnst merkilegt hvernig svartfuglinum er stöðugt að fjölga hér inn frá á veturna. Ekki eru nein fuglabjörg hérna nálægt. Honum hefur farið fjölgandi ár frá ári og hefur aldrei verið eins og núna“, segir Tómas Sigurgeirsson á Reykhólum. Þetta má ef til vill telja athyglisvert í ljósi þess að til stendur að alfriða svartfugl hérlendis. Núna einn daginn fór Tómas ásamt þeim Eiríki Kristjánssyni og Brynjólfi Smárasyni á gúmmítuðru út um Breiðafjarðareyjar til að kanna fuglalífið.

...
Meira
Staðarhólskirkja og félagsheimilið Tjarnarlundur á Kirkjuhóli í Saurbæ.
Staðarhólskirkja og félagsheimilið Tjarnarlundur á Kirkjuhóli í Saurbæ.

Fimmtugasta þorrablót Ungmennafélagsins Stjörnunnar verður haldið í Tjarnarlundi í Saurbæ laugardaginn 28. janúar. Þorrablót félagsins hafa verið haldin í félagsheimilinu Tjarnarlundi óslitið frá 1963 og hafa þau Margrét Guðbjartsdóttir í Miklagarði og Sigurður Þórólfsson í Innri-Fagradal setið öll blótin 49 sem komin eru. Húsið verður opnað kl. 20 og borðhaldið hefst kl. 20.30. Siggi frá Hólum sér um matinn en hljómsveitin Dísel leikur fyrir dansi.

...
Meira
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu, formaður Landssambands eldri borgara.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu, formaður Landssambands eldri borgara.

Það er ótrúleg upplifun að enn skuli vera höggvið í sama knérunn og þrengt að þjónustu við veika aldraða. Þessi gjörningur mun skapa óöryggi og mikið rask meðal þessara sjúklinga og aðstandenda þeirra. Það er líka undarlegt, að á sama tíma og rannsóknir sýna að það vantar hjúkrunarrými í landinu, þá skuli eiga að leggja það niður sem fyrir er. Hver er eiginlega forgangsröðunin í opinberum fjármálum? Hver er sparnaðurinn? Þarf ekki áfram að hjúkra þessu fólki og er ekki betra að það fái að vera þar sem það hefur verið og það starfsfólk sinni umönnun þess sem hefur sérhæft sig til þess á undanförnum árum?

...
Meira
Frá opnunardeginum 1. desember.
Frá opnunardeginum 1. desember.

Síðustu mánuði hefur Héraðsbókasafn Reykhólahrepps verið að koma sér fyrir í gamla íþróttasalnum í Reykhólaskóla og var opnað þar 1. desember. Margt er þó enn ógert við að ganga frá öllum þeim bókum sem ratað hafa á safnið. Geiradalsbókasafn hefur nú verið flutt úr Vogalandi í Reykhólaskóla og mikil vinna er eftir við að merkja bækur þess, plasta og skrá. Einnig á eftir að skrá og merkja bækur sem gefnar hafa verið á safnið. Óskað er eftir sjálfboðaliðum til aðstoðar við þessa vinnu.

...
Meira

Álagning gjalda í Reykhólahreppi 2012 var ákveðin á fundum hreppsnefndar í desember og núna í janúar. Þar er um að ræða útsvarsprósentu svo og fasteignagjöld (fasteignaskatt, holræsagjald, vatnsgjald, lóðaleigu og sorpeyðingargjald) ásamt gjalddögum. Jafnframt reglur um afslátt af fasteignagjöldum elli- og örorkulífeyrisþega. Þessar upplýsingar er að finna í einu pdf-skjali í reitnum Tilkynningar neðst til hægri á síðunni og líka með því að smella hér.

...
Meira

Handverksfélagið Assa í Reykhólahreppi byrjar enn á ný með Opnu húsin sín í Vogalandi í Króksfjarðarnesi klukkan 20 í kvöld. Þau verða síðan annað hvert þriðjudagskvöld fram á vor. Allir eru velkomnir og ekki þarf að vera skráður félagi. Þarna er tilvalið að koma með prjónana, saumadótið, skrappið og kortin eða bara til að spjalla. Yfirleitt stendur þetta í tvo til tvo og hálfan tíma og öllum er frjálst að koma og fara hvenær sem er.

...
Meira
Fæst m.a. hjá Karli á Kambi.
Fæst m.a. hjá Karli á Kambi.

Út er komið fyrir skömmu þriðja bindið í stórvirki Útgáfufélags Búnaðarsambands Vestfjarða um byggðir og fólk á Vestfjarðakjálkanum. Það nefnist Vestfjarðarit III, Fólkið, landið og sjórinn, Vestur-Barðastrandarsýsla 1901-2010. Ritstjóri er Birgir Þórisson frá Hvalskeri við Patreksfjörð. Hér er á ferðinni mikil fróðleiksnáma og gott uppsláttarrit fyrir alla sem hafa áhuga á liðnum tíma og fólki sem horfið er af heimi. Einnig nær ritið til nútíðar – stöðu sveita og þéttbýlis í Vestur-Barðastrandarsýslu. Þetta bindi er tæplega 600 blaðsíður. Fyrir utan allan annan fróðleik, svo sem um atvinnuhætti, þéttbýli, kaupfélög, prestaköll, heilbrigðismál, skóla og samgöngur, er greint frá öllum sveitabæjum í sýslunni á þessum tíma og fólkinu sem þar bjó hverju sinni, foreldrum þess og afkomendum. Urmull ljósmynda er í ritinu.

...
Meira
Gústaf Gústafsson forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða.
Gústaf Gústafsson forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða.

Námskeið um markaðssamskipti verður haldið í Reykhólaskóla þriðjudaginn 7. febrúar kl. 13-17. Kennari er Gústaf Gústafsson forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Tilgangur námskeiðsins er að kynna helstu áherslur og leikreglur í markaðsmálum og almannatengslum. Markmiðið er að auka skilning á þeim leiðum sem best nýtast auk þess að fjalla um verkefni sem hafa náð framúrskarandi árangri hér á landi.

...
Meira
1 af 4

Ærin Tímaskekkja á Bakka í Geiradal ber nafnið sitt með rentu. Sjálf er hún í heiminn borin í byrjun mars fyrir tæpum þremur árum eða rúmlega tveimur mánuðum áður en sauðburður hefst að jafnaði. Hún bar lambakónginum Lukku-Láka núna þann 7. janúar og var því enn lengra frá almennum sauðburðartíma en þegar hún sjálf sá dagsins ljós í fyrsta sinn. Ennþá ólíklegra er þetta þegar ærin hefur einnig borið vorið áður en Tímaskekkja bar gimbrarlambi 28. apríl og var þannig aðeins með fyrra fallinu í það skiptið. Fyrirsætan á myndinni ásamt þeim Tímaskekkju og Lukku-Láka er Ásgerður Ásta Kjartansdóttir á Bakka, dóttir Ebbu Gunnarsdóttur og Kjartans Daníelssonar búenda þar.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31