Fæst m.a. hjá Karli á Kambi.
Út er komið fyrir skömmu þriðja bindið í stórvirki Útgáfufélags Búnaðarsambands Vestfjarða um byggðir og fólk á Vestfjarðakjálkanum. Það nefnist Vestfjarðarit III, Fólkið, landið og sjórinn, Vestur-Barðastrandarsýsla 1901-2010. Ritstjóri er Birgir Þórisson frá Hvalskeri við Patreksfjörð. Hér er á ferðinni mikil fróðleiksnáma og gott uppsláttarrit fyrir alla sem hafa áhuga á liðnum tíma og fólki sem horfið er af heimi. Einnig nær ritið til nútíðar – stöðu sveita og þéttbýlis í Vestur-Barðastrandarsýslu. Þetta bindi er tæplega 600 blaðsíður. Fyrir utan allan annan fróðleik, svo sem um atvinnuhætti, þéttbýli, kaupfélög, prestaköll, heilbrigðismál, skóla og samgöngur, er greint frá öllum sveitabæjum í sýslunni á þessum tíma og fólkinu sem þar bjó hverju sinni, foreldrum þess og afkomendum. Urmull ljósmynda er í ritinu.
...
Meira