Fyrsti Skákdagur Íslands - líka á Reykhólum
Skákdagur Íslands er haldinn í fyrsta sinn í dag, fimmtudag 26. janúar. Skákhreyfingin hvetur landsmenn til að taka skák á þessum degi, alveg sama hvort þeir kunna mikið eða lítið fyrir sér. Teflt verður í matsal Reykhólaskóla í kvöld kl. 20 og allir eru velkomnir (athugið að ekki er teflt í Barmahlíð að þessu sinni). Þeir sem geta hafi með sér töfl og klukkur en slíkt er þó ekkert skilyrði.
...Meira