Tenglar

Anderssen - Kieseritsky, London 1851, lokastaða. Sjá nánar neðst í meginmáli.
Anderssen - Kieseritsky, London 1851, lokastaða. Sjá nánar neðst í meginmáli.

Skákdagur Íslands er haldinn í fyrsta sinn í dag, fimmtudag 26. janúar. Skákhreyfingin hvetur landsmenn til að taka skák á þessum degi, alveg sama hvort þeir kunna mikið eða lítið fyrir sér. Teflt verður í matsal Reykhólaskóla í kvöld kl. 20 og allir eru velkomnir (athugið að ekki er teflt í Barmahlíð að þessu sinni). Þeir sem geta hafi með sér töfl og klukkur en slíkt er þó ekkert skilyrði.

...
Meira
1 af 2

Uppfært. Götur á Reykhólum voru auðar um hádegi í dag en þá fór að snjóa í hæglætisveðri og um þrjúleytið var jafnfallinn snjór um 25 cm. Lengi fram eftir fimmta tímanum var vindurinn hæglátur en þegar klukkuna vantaði korter í fimm hvessti á andartaki og samkvæmt sjálfvirkum mæli Veðurstofunnar hefur vindurinn þá rokið upp í 26 metra á sekúndu. Mælitæki Veðurstofunnar eru á sléttlendinu góðan spöl neðan við Reykhóla og þar eru hviður ekki eins snarpar og ofar gerist þar sem sviptivindar eru harðari. Þessi læti í vindinum stóðu aðeins stutta stund.

...
Meira
Frá afhendingu búnaðarins: Guðmundur, Þuríður, Gísli og Ingibjörg Birna.
Frá afhendingu búnaðarins: Guðmundur, Þuríður, Gísli og Ingibjörg Birna.

Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, kom í morgun frá Akranesi vestur á Reykhóla og afhenti bæði sjúkrabörur og spelkur til notkunar þegar þörf kann að krefja. Nauðsyn á slíku hefur berlega komið í ljós á þessum vetri. Hér er um að ræða mjög léttar en sterkar börur sem hægt er að leggja að baki þess sem bera skal og velta síðan á réttan kjöl án þess að þurfi að lyfta honum upp á börurnar. Þannig er honum hlíft við óþarfa hnjaski en slíkt er ekki síst mikilvægt þegar grunur er um alvarleg háls- eða bakmeiðsli og oftar en það. Spelkurnar eru brotnar saman utan um útlimi.

...
Meira

Tveir nemendur í Reykhólaskóla, þær Elínborg Egilsdóttir í 9. bekk og Fanney Sif Torfadóttir í 8. bekk, hljóta verðlaunasæti í fyrri hluta ritgerðaverkefnisins Heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og forvarnir. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, verndari verkefnisins, afhenda verðlaunin við athöfn í Háskólanum í Reykjavík 31. janúar. Að þessu framtaki stendur eins og áður félagið Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni.

...
Meira

Þórarinn Ólafsson var á þorrablóti Reykhólahrepps og tók svipmyndir eins og svo oft áður við ýmis tækifæri. Þær má að venju finna undir Ljósmyndir > Myndasyrpur í valmyndinni hér vinstra megin. Enda þótt blótið hafi verið haldið á öðrum degi þorra var þetta samt ekki fyrsta blótið á þessu ári hjá sumum sem þarna voru. Réttri viku fyrr eða nærri viku fyrir þorrabyrjun var sameiginlegt þorrablót Lions haldið í Búðardal. Ástæðan er sú, að annars hefðu fleiri en eitt blót lent á einhverri þorrahelginni í Dölunum.

...
Meira
Sumir flagga sinni nekt ...
Sumir flagga sinni nekt ...

Hér á vefnum var fyrir skömmu spurst fyrir um kveðskap eftir Eystein G. Gíslason (Eystein í Skáleyjum). Jófríður Leifsdóttir systurdóttir Eysteins er að hefjast handa við að safna saman kveðskap frænda síns og vonast til að finna sem allra mest af því sem eftir hann liggur. Nokkru fyrir áramót var allvæn syrpa af limrum Eysteins birt hér á síðunni Gamanmál af ýmsu tagi (valmyndin vinstra megin). Syrpan hefur núna á rúmum mánuði verið „opnuð“ 785 sinnum, sem verður að teljast ekki lítið. Núna hafa verið settar þar inn vísur og texti af handskrifuðu blaði Eysteins, þar sem fjallað er um myndir af fáklæddu fólki sem hanga í stigagangi Barmahlíðar á Reykhólum, auk vísu um mynd í eigu Jóns Atla Játvarðarsonar á Reykhólum. Svavar Garðarsson smiður og Eysteinn kveðast á um myndirnar af þeim fáklæddu.

...
Meira
Þórisstaðir eru vestan Þorskafjarðar rétt þar sem farið er upp á Hjallaháls.
Þórisstaðir eru vestan Þorskafjarðar rétt þar sem farið er upp á Hjallaháls.

Íbúafundur til kynningar á skipulagi fyrir frístundabyggð í landi jarðarinnar Þórisstaða í Þorskafirði verður haldinn á skrifstofu Reykhólahrepps mánudaginn 30. janúar milli kl. 12 og 16. Þar munu sveitarstjóri og skipulagsfulltrúi kynna lýsingu á breytingum á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 og jafnframt lýsingu á nýju deiliskipulagi í landi Þórisstaða. Breytingin felst í því að skilgreina þrjú svæði fyrir frístundabyggð þar sem fyrirhuguð uppbygging gerir ráð fyrir 10-15 nýjum lóðum í landi Þórisstaða.

...
Meira
Ein mynda Sveins á Svarfhóli af melrakkatraðkinu torræða.
Ein mynda Sveins á Svarfhóli af melrakkatraðkinu torræða.

„Þar sem sporin skiptast í tvennt sést að „göngulagið“ er ólíkt, sem gæti bent til að hér séu tvö misstór dýr á ferð en einnig gæti verið að um eitt dýr sé að ræða sem gengur fram og til baka og þá á ólíkum hraða. Ég hef heyrt frásagnir af tófusporum sem „hætta“ líkt og dýrið hafi lyft sér upp til flugs en ekki áður séð spor sem kvíslast í tvennt eða verða að einu. Þetta er áhugavert en skýringin gæti allt eins verið einföld.“

...
Meira
Frá opnun bókasafnsins í nýjum húsakynnum í Reykhólaskóla í vetur.
Frá opnun bókasafnsins í nýjum húsakynnum í Reykhólaskóla í vetur.

Á Héraðsbókasafni Reykhólahrepps á Reykhólum hefur verið ákveðið að reyna nýjung sem er fyrir hendi a.m.k. á flestum bókasöfnum á höfuðborgarsvæðinu, en það er útleiga á myndefni. „Til að þessi skemmtilega hugmynd geti orðið að veruleika er leitað til sveitunga. Ef einhverjir eiga myndbönd eða DVD-diska sem þeir vilja að komist í góðar hendur og muni leiða gott af sér fyrir sveitina, þá endilega að gefa bókasafninu þetta“, segir Harpa Eiríksdóttir bókavörður.

...
Meira
Reykhólaskóli í forgrunni. Núna er heldur vetrarlegra. (Sjá Ljósmyndir > Ýmis myndasöfn > Árni Geirsson).
Reykhólaskóli í forgrunni. Núna er heldur vetrarlegra. (Sjá Ljósmyndir > Ýmis myndasöfn > Árni Geirsson).

Stjórn Foreldrafélags Reykhólaskóla biður fyrir kærar þakkir til þeirra einstaklinga, fyrirtækja og félaga sem studdu kaupin á upptökuvélinni sem skólanum var afhent í vetur. Það eru (í stafrófsröð): Ebenezer Jensson, Eíríkur Snæbjörnsson (Reykskemman Stað), Hólakaup, Kvenfélagið Katla, Landsbankinn, Leikfélagið Skrugga og Lionsdeildin í Reykhólahreppi.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31