Tenglar

Skriðuland í Saurbæ, verslun, íbúðarhús og gistihús, er til sölu og tilboða óskað. Ástæða þess að hér á vef Reykhólahrepps er birt frétt um eign til sölu í öðru sveitarfélagi er tvíþætt. Saurbærinn handan Gilsfjarðarins er nánasta grannsveit Reykhólahrepps. Seljandinn, Dórothea Sigvaldadóttir, er frá Hafrafelli í Reykhólasveit og margt af hennar nánasta fólki búsett á Reykhólum. Frétt þessi er því alls ekki fordæmisgefandi varðandi eignasölu á landinu almennt ...

...
Meira
Elínborg og Fanney Sif við afhendingu verðlaunanna í Háskólanum í Reykjavík.
Elínborg og Fanney Sif við afhendingu verðlaunanna í Háskólanum í Reykjavík.
1 af 2

Eins og hér hefur verið greint frá lentu þær Elínborg Egilsdóttir og Fanney Sif Torfadóttir í Reykhólaskóla í verðlaunasætum í samkeppni Landsbyggðarvina í Reykjavík og nágrenni um hugmyndir til góðs fyrir heimabyggðina. Þegar verðlaunin voru afhent kom í ljós, að þær höfðu ekki aðeins unnið til verðlauna heldur hlutu þær efsta sætið í sameiningu. Dómnefndin treysti sér ekki til að gera upp á milli þeirra, þannig að þær teljast hvor um sig hafa lent í 1.-2. sæti. Hér eru nöfn þeirra tveggja þess vegna í stafrófsröð!

...
Meira
Frétt Sveins á Miðhúsum á baksíðu Morgunblaðsins 7. febrúar 1968.
Frétt Sveins á Miðhúsum á baksíðu Morgunblaðsins 7. febrúar 1968.
1 af 2

Ýmsum þótti nóg um stórviðrið sem dundi yfir Reykhólasveit fyrir skömmu og landsþekkt varð vegna nærri sautján tíma útivistar Harðar Grímssonar á Tindum. Það veður var þó hjóm eitt í samanburði við illviðrið sem gekk yfir Reykhóla og nágrenni fyrir réttum 44 árum og varð tilefni fréttar á baksíðu Morgunblaðsins með ofangreindri fyrirsögn. „Mestar munu skemmdirnar hafa orðið að Reykhólum, en staðurinn lítur út eins og eftir loftárás“, segir í frétt Sveins Guðmundssonar á Miðhúsum, fréttaritara blaðsins í Reykhólasveit.

...
Meira
Varmaland í Borgarfirði.
Varmaland í Borgarfirði.

Ingimundur Ingimundarson í Borgarnesi stefnir að því að vera með frjálsíþróttabúðir á Varmalandi í Borgarfirði fyrir börn og ungmenni á aldrinum 11-18 ára núna eftir miðjan mánuðinn. Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB) býður Ungmennasambandi Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) að vera með í þessum æfingabúðum en Umf. Afturelding í Reykhólahreppi er innan vébanda UDN. Verið er að kanna hver þátttakan gæti orðið og áhugasamir beðnir að láta vita af sér í síðasta lagi núna á þriðjudag.

...
Meira

Sú hugmynd kom upp að safna upplýsingum um hringingar á hverjum bæ í héraðinu þegar „gamli sveitasíminn“ með sveifinni var við lýði. Þá voru allnokkrir bæir saman á hverri „línu“ og hver um sig hafði sína einkennishringingu, sem samsett var úr stuttum og löngum. Hringingin heyrðist á öllum bæjum á sömu línu. Dæmi um slíkar hringingar eru „tvær stuttar og ein löng“ eða „löng, stutt, löng“. Misjafnlega margir fóru jafnan í símann þegar hann hringdi. Á einum stað var svarað en annars staðar var tólinu lyft ofurvarlega til að hlusta á samtalið.

...
Meira
Guðrún, Friðrún og Björg leikskólastjóri, Ketill, Aníta Hanna og Margrét Helga (nánar í meginmáli).
Guðrún, Friðrún og Björg leikskólastjóri, Ketill, Aníta Hanna og Margrét Helga (nánar í meginmáli).

Dagur leikskólans er á mánudag, 6. febrúar, og haldinn hátíðlegur með ýmsum hætti í öllum leikskólum landsins. Á leikskólanum Hólabæ á Reykhólum verður opið hús fyrir gesti og gangandi allan daginn fram til klukkan fjögur. Í fyrradag tók starfsfólkið vídeómynd af börnunum að starfi og leik og verður hún rúllandi á kaffistofu Hólabæjar þar sem gestir geta líka fengið sér hressingu í leiðinni. „Svo er öllum velkomið að rölta um skólann og spjalla við börn og fullorðna“, segir Björg Karlsdóttir leikskólastjóri. „Verið velkomin í heimsókn“, segja börnin og starfsfólkið á Hólabæ.

...
Meira

Á morgun er fyrsti laugardagur í febrúar. Þess vegna skal hér á það minnt, að bókasafnið á Reykhólum er opið fyrsta laugardag í mánuði kl. 10-12. Þegar sá tími er hálfnaður eða kl. 11 les Harpa bókavörður fyrir krakkana. Að þessu sinni les hún skemmtilegar frásagnir úr riti sem heitir Tröllaspor. Þar eru saman komnar tröllasögur sem Alda Snæbjörnsdóttir safnaði héðan og þaðan úr arfi íslenskra þjóðsagna.

...
Meira

Uppfært, námskeið staðfest. Þörungaverksmiðjan á Reykhólum og rækjuvinnslan Hólmadrangur á Hólmavík hafa komið því til leiðar, að réttindanámskeið á smærri vinnuvélar verður haldið í húsakynnum Hólmadrangs dagana 14. og 15. febrúar, þannig að menn losni við Reykjavíkurferð í slíkum erindagerðum. Námskeiðið tekur einn og hálfan dag og veitir bókleg réttindi á lyftara með 10 tonna lyftigetu og minni, dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4 tonn og undir), körfukrana, steypudælur, valtara, útlagningarvélar fyrir bundið slitlag og hleðslukrana á ökutækjum með allt að 18 tonna lyftigetu.

...
Meira
Mynd: Morgunblaðið.
Mynd: Morgunblaðið.

Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því, að Áhugamannafélag um bátasafn Breiðafjarðar hyggist nota gamla flugskýlið af flugvellinum á Patreksfirði til að hýsa gamla báta við höfnina á Reykhólum. Félagið keypti flugskýlið til niðurrifs en hætt var að nota það fyrir mörgum árum. Hafliði Aðalsteinsson, formaður félagsins, segir í Morgunblaðinu að frá upphafi hafi verið ætlunin að reisa það á Reykhólum. Hann segir að forsvarsmenn sveitarfélagsins hafi verið jákvæðir þegar nefnt var að reisa bátaskýlið á fyllingu sem gerð var í tengslum við nýjan varnargarð sem gerður hefur verið í höfninni.

...
Meira
Frá opnun bókasafnsins í nýjum húsakynnum í Reykhólaskóla 1. des.
Frá opnun bókasafnsins í nýjum húsakynnum í Reykhólaskóla 1. des.

Næsta sjálfboðaliðakvöld bókasafnsins á Reykhólum verður annað kvöld, fimmtudag, milli kl. 20 og 22. Nóg er af verkefnum og margar hendur vinna létt verk. Öllum sem áhuga hafa á því að taka þátt í þessu er velkomið að mæta og aðstoðin er vel þegin. Kaffi og snarl verður í boði.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31