Tenglar

Morgunblaðið 7. júlí 1987.
Morgunblaðið 7. júlí 1987.
1 af 4

Meðal dagskrárliða á fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps í dag var Samantekt vegna 25 ára afmælis Reykhólahrepps. Oddvita og sveitarstjóra var falið að skoða málið. Þann 4. júlí á komandi sumri eru 25 ár frá því að Reykhólahreppur í núverandi mynd varð til með sameiningu fimm hreppa undir einu nafni, sameiningu Geiradalshrepps, Reykhólahrepps, Gufudalshrepps, Múlahrepps og Flateyjarhrepps. Þar er um að ræða alla Austur-Barðastrandarsýslu. Fyrsti oddviti hins nýja Reykhólahrepps var jafnframt áður oddviti hins gamla með því nafni, Guðmundur Ólafsson á Grund (nú Litlu-Grund í landi Grundar rétt ofan við Reykhóla).

...
Meira
Frá Reykhóladögum 2011.
Frá Reykhóladögum 2011.

Ákveðið hefur verið að Reykhóladagarnir 2012 verði 26.-29. júlí eða frá fimmtudegi og fram á sunnudag eins og á síðasta ári. Þá voru þeir helgina eftir verslunarmannahelgi en núna verða þeir helgina á undan henni. Ástæðan fyrir þessari breytingu eru athugasemdir eftir hátíðina í fyrra um að of mikið hefði verið um að vera á sama tíma og sérstaklega fyrir börnin. Á helsta umsvifadeginum var bátsferð vegna messu í Flatey og síðan var Ólafsdalshátíðin við Gilsfjörð síðasta daginn. Ákveðið var að færa þessa héraðshátíð fram en ekki aftur vegna þess að þá líður að skólabyrjun.

...
Meira
Rauðu örvarnar: Eldri vegur. Gulu örvarnar: Núverandi þjóðvegur.
Rauðu örvarnar: Eldri vegur. Gulu örvarnar: Núverandi þjóðvegur.

Í framhaldi af fyrirspurn varðandi hringingar á bæjum í héraðinu þegar gamli „sveitasíminn“ var enn við lýði skal spurst fyrir um veginn neðst í hlíðinni ofan við Reykhóla. Nú er fönnum þannig háttað eftir hláku undanfarinna daga að hann sést óvenjuvel (rauðu örvarnar). Smellið á myndina til að stækka hana. Hvenær var þessi vegur lagður og hverjir unnu að lagningu hans? Voru það innanhéraðsmenn eða aðkominn vegavinnuflokkur? Hvenær var svo núverandi þjóðvegur lagður (gulu örvarnar) og leysti gamla veginn af? Hverjir unnu það verk?

...
Meira

Aðalfundur Breiðfirðingafélagsins verður haldinn í Breiðfirðingabúð við Faxafen á fimmtudagskvöldið í næstu viku. „Eins og ævinlega mun Félag breiðfirskra kvenna sjá um kaffi og meðlæti“, segir í nýjasta fréttabréfi Breiðfirðingafélagsins. Starfsemi félagsins er í fullum gangi og gengur vel eins og endranær. Félagsvist er spiluð á sunnudögum og bridge á sunnudagskvöldum. Þátttaka í spilum hefur verið góð í vetur. Prjónakaffið heldur sínu striki og er alltaf vel sótt. Vísnakvöldin halda áfram og hefur aðsókn verið að aukast, að því er þar kemur fram.

...
Meira

„Stjórn Lífeyrissjóðs Vestfirðinga hefur ekki farið í eina einustu boðsferð og ég held að við höfum ekki fengið boð í eina einustu boðsferð“, segir Guðrún K. Guðmannsdóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestfirðinga (LV) í samtali við fréttavefinn bb.is á Ísafirði. „Ég fór í einhverjar kynnisferðir erlendis, flestar til Lundúna, þar sem við vorum að kaupa erlend skuldabréf og í skuldabréfasjóðum. Þessar ferðir voru greiddar af sjóðnum en ég fór í engar boðsferðir. Það hefur alltaf verið okkar regla að sjóðurinn borgi slíkar ferðir.“

...
Meira
Frá Reykhólahöfn. Ljósm. Sv. Ragnarss.
Frá Reykhólahöfn. Ljósm. Sv. Ragnarss.

Af erlendum skipum sem hafnarríkiseftirlit Siglingastofnunar skoðaði hérlendis á síðasta ári var aðeins eitt skoðað í vestfirskri höfn - á Reykhólum. Alls tók eftirlitið skip til skoðunar í fjórtán höfnum allt í kringum landið. Þetta gerðist líka árið áður - aðeins eitt erlent skip skoðað á Vestfjarðakjálkanum og það var á Reykhólum.

...
Meira
7. febrúar 2012

„Hvert stefnum við?“

Magnús Ólafs Hansson.
Magnús Ólafs Hansson.

„Getur verið að samstöðu vanti hjá fólkinu sem hér bjó/býr? Getur verið að félagslegir þættir hafi stuðlað að fólksfækkuninni? Í litlum samfélögum gerist það því miður iðulega, að þegar einhver vill gera hluti sem gætu verið til uppbyggingar samfélaginu koma næstu nágrannar eða jafnvel burtfluttir og níða af viðkomandi skóinn og ekkert verður úr neinu. Illdeilur eru því miður allt of oft uppi meðal manna í okkar litla samfélagi. Getur þetta verið ein af ástæðum fólksfækkunar hér?“

...
Meira
Elínborg og Fanney Sif.
Elínborg og Fanney Sif.

Fyrsti súpufundurinn í nýrri lotu á Reykhólum verður annað kvöld, þriðjudag, í matsal Reykhólaskóla. Þar kynna þær Elínborg Egilsdóttir og Fanney Sif Torfadóttir verðlaunahugmyndir sínar fyrir sveitungum og svara spurningum. Auk þess verður fjallað um Landsbyggðarvini. Húsið verður opnað kl. 18.30 og þá getur fólk fengið sér veitingar en fundurinn byrjar kl. 18.45. Steinar í Álftalandi sér um veitingarnar sem kosta 800 krónur.

...
Meira
Þörungaverksmiðjan, stórstraumsfjara. Ljósm. Árni Geirsson.
Þörungaverksmiðjan, stórstraumsfjara. Ljósm. Árni Geirsson.

Tveir af þingmönnum Norðvesturkjördæmis, þeir Ásmundur Einar Daðason og Gunnar Bragi Sveinsson, verða til skrafs og ráðagerða á súpufundi í kaffistofu Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum milli tólf og eitt í hádeginu á morgun, þriðjudag. Fundurinn er öllum opinn og gefur fólki tækifæri að koma sjónarmiðum sínum milliliðalaust á framfæri við þingmennina - og segja þeim til syndanna ef ástæða þykir til. Vonast er eftir góðri mætingu og fjörugum umræðum.

...
Meira

Stjórn Leikfélagsins Skruggu í Reykhólahreppi auglýsir almennan félagsfund sem haldinn verður mánudag 13. febrúar kl. 20 í anddyri íþróttahússins á Reykhólum. Fundarefni er vorstarfið. Kaffi á könnunni. Allir velkomnir, bæði félagsfólk og aðrir sem hafa áhuga.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31