Minnst 25 ára afmælis Reykhólahrepps
Meðal dagskrárliða á fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps í dag var Samantekt vegna 25 ára afmælis Reykhólahrepps. Oddvita og sveitarstjóra var falið að skoða málið. Þann 4. júlí á komandi sumri eru 25 ár frá því að Reykhólahreppur í núverandi mynd varð til með sameiningu fimm hreppa undir einu nafni, sameiningu Geiradalshrepps, Reykhólahrepps, Gufudalshrepps, Múlahrepps og Flateyjarhrepps. Þar er um að ræða alla Austur-Barðastrandarsýslu. Fyrsti oddviti hins nýja Reykhólahrepps var jafnframt áður oddviti hins gamla með því nafni, Guðmundur Ólafsson á Grund (nú Litlu-Grund í landi Grundar rétt ofan við Reykhóla).
...Meira