Tenglar

14. janúar 2012

Kvennaveldi í Reykhólahreppi

Í Reykhólahreppi er sveitarstjórinn kona, allir starfsmennirnir á skrifstofu hreppsins eru konur. Oddviti hreppsins er kona. Presturinn er kona. Skólastjóri Reykhólaskóla er kona. Skólastjóri leikskólans er kona. Forstjóri Dvalarheimilisins Barmahlíðar er kona. Forstöðumaður Grettislaugar og tjaldsvæðis hreppsins á Reykhólum er kona. Félagsmálastjórinn er kona. Ferðamálafulltrúinn er kona. Formaður leikfélagsins er kona ...

...
Meira

Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík, sem á sæti í starfshópi um breytingar á niðurgreiðslum á raforku til húshitunar, segir að ekki sé annað að heyra en samhljómur sé innan iðnaðarráðuneytisins með tillögur hópsins. Núna í desember skilaði hópurinn skýrslu með tillögum til ráðuneytisins. „Eins og staðan er í dag er mikið lagt upp úr því að árið í ár verði notað til að afgreiða tillögurnar, og ef þær verða samþykktar, þá koma þær til framkvæmda á næsta ári.“

...
Meira

Núna liggur fyrir allt sem máli skiptir varðandi þorrablótið hefðbundna sem haldið verður í íþróttahúsinu á Reykhólum laugardagskvöldið 21. janúar. Skógarpúkarnir gamalreyndu leika fyrir dansi en hljómsveitina skipa þrír menn brottfluttir úr Reykhólahreppi, bræðurnir Aðalgeir og Ólafur Bragi Halldórssynir frá Gilsfjarðarmúla og Óskar Valdimarsson frá Reykhólum. Á borðum verður fjölbreyttur úrvals þorramatur eins og venjulega og þorrablótsannállinn verður á sínum stað - raunar er óþarfi að nefna svo sjálfsagða hluti. Aldurstakmark á blótinu er 16 ár. Skipað verður til sætis.

...
Meira
Gústaf Jökull og blásarinn. Traktorinn er með drif á öllum og keðjur á öllum.
Gústaf Jökull og blásarinn. Traktorinn er með drif á öllum og keðjur á öllum.

Snjóþyngslin í vetur hafa kallað á mikla vinnu í Reykhólahreppi eins og annars staðar. Gústaf Jökull Ólafsson á Reykhólum, sem er með kúabú á Miðjanesi, fékk fyrir stuttu snjóblásara aftan á dráttarvél svo að mjólkurbíllinn komist upp heimreiðina en þar er mikil snjósöfnun. Núna er bíll Mjólkursamlagsins aðeins með drifi að aftan en ekki á öllum eins og áður tíðkaðist og þess vegna þarf að ryðja vel alveg heim á hlað á bæjum. „Það er víða ótrúlega mikill snjór“, segir Gústi.

...
Meira
Guðný Sæbjörg Jónsdóttir á Reykhólum og Örn Elías (Mugison) á góðri stund.
Guðný Sæbjörg Jónsdóttir á Reykhólum og Örn Elías (Mugison) á góðri stund.

Vikublaðið Bæjarins besta og fréttavefurinn bb.is á Ísafirði gengust núna í ellefta sinn fyrir kjöri Vestfirðings ársins. Heiðurinn hlaut Örn Elías Guðmundsson tónlistarmaður, betur þekktur sem Mugison. Þetta er í fyrsta sinn sem sami maður hlýtur þennan titil tvisvar, en áður var Mugison kjörinn Vestfirðingur ársins 2004. Stjarna hans hefur aldrei risið eins hátt og núna undir lok nýliðins árs þegar hann gaf út hljómdiskinn Haglél sem selst hefur í tugþúsundum eintaka. Til þess að þakka fyrir sig hélt Örn Elías fjölmarga tónleika víðs vegar um landið auk þrennra tónleika í Hörpu þar sem þúsundir fólks hlustuðu á hann án endurgjalds.

...
Meira
12. janúar 2012

Menntaþing á Ströndum

Frá smábátahöfninni á Hólmavík.
Frá smábátahöfninni á Hólmavík.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra ávarpar Menntaþing á Ströndum sem haldið verður í félagsheimilinu á Hólmavík kl. 16.30 í dag, fimmtudag. Þingið er öllum opið og fólk í grannhéruðum boðið velkomið. Ýmsir sérfræðingar flytja erindi um skólastarf og menntun fólks á öllum aldri og síðan verða pallborðsumræður. Tónskólinn á Hólmavík annast tónlistarflutning og menntastofnanir í Strandabyggð kynna starfsemi sína.

...
Meira
Eysteinn G. Gíslason. Myndin er tekin árið 1998.
Eysteinn G. Gíslason. Myndin er tekin árið 1998.

Eysteinn G. Gíslason (Eysteinn í Skáleyjum) var á sínum tíma þjóðkunnur hagyrðingur og lausavísur hans flugu víða. Jófríður Leifsdóttir systurdóttir hans er að hefjast handa við að safna saman kveðskap frænda síns og vonast til að finna sem allra mest af því sem eftir hann liggur. Sjálfur er Eysteinn kominn á níræðisaldur og búsettur á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum seinustu árin. Eins og svo margt fólk sem komið er á þennan aldur hefur hann tapað minninu þannig að ekki þýðir lengur að leita til hans í þessu efni.

...
Meira
Séð yfir Svefneyjar. Ljósmynd og höfundarréttur: Mats Wibe Lund.
Séð yfir Svefneyjar. Ljósmynd og höfundarréttur: Mats Wibe Lund.

Svefneyjar á Breiðafirði, sem tilheyra Reykhólahreppi, eru til sölu. Þar eru tvö nýuppgerð íbúðarhús, allnokkur útihús og friðaður torfkofi, Ranakofinn. Svefneyjar eru fornfræg hlunnindajörð rétt austur af Flatey og skilur Flateyjarsund á milli. Þær eru skammt suðvestur af Hvallátrum og þar handan við eru Skáleyjar. Heimaeyjan í Svefneyjum er litlu minni en Flatey eða um hálfur annar kílómetri á lengd og allt upp í hálfan kílómetra á breidd. Fjöldi annarra smærri eyja, hólma og skerja tilheyrir Svefneyjum.

...
Meira
Erlingur við gamla góða Benzann.
Erlingur við gamla góða Benzann.
1 af 4

Erlingur Jónsson vörubílstjóri á Reykhólum hefur í samræmi við tíðarfarið átt annríkara við snjóruðing á þjóðvegum á þessum vetri en í mjög mörg ár á undan. „Þetta hefur ekki verið svona síðan fyrir Gilsfjarðarbrú“, segir hann, en þverun fjarðarins komst í gagnið í nóvember árið 1998. Svæðið sem Erlingur þjónar er austurhluti hins víðlenda Reykhólahrepps eða allt frá Gilsfirði á austurmörkum og vestur í Kollafjarðarbotn og hefur snjóruðningurinn verið í hans höndum í fjórðung aldar. Þegar ryðja þarf leggur hann venjulega af stað milli hálfsex og sex á morgnana og samkvæmt núgildandi reglum er rutt fimm daga vikunnar.

...
Meira

Á fundi skipulags-, bygginga-, húsnæðis- og hafnarnefndar Reykhólahrepps í gær var tekin fyrir umsókn frá Áhugamannafélagi um bátasafn Breiðafjarðar um lóð við Reykhólahöfn undir 540 fermetra bátaskýli. Erindið var afgreitt með þeim hætti, að samþykkt var að fara í nauðsynlega undirbúningsvinnu vegna lóðarinnar en afgreiðslu umsóknarinnar að öðru leyti frestað.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31