Ósamkomulag varðandi Atvinnuþróunarfélagið
Ósamkomulag er meðal eigenda Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða (AtVest) vegna tillögu Fjórðungssambands Vestfirðinga um slit á félaginu. Tillöguna átti að bera upp á hluthafafundi sem halda átti í gær en var frestað um hálfan mánuð. Tillaga þessi felst í því að Fjórðungssambandið yfirtaki alla starfsemi AtVest og var miðað við að sameining tæki gildi um síðustu áramót. Hluthafar í AtVest eru liðlega hundrað og þeirra stærstir Byggðastofnun, Fjórðungssambandið (og þar með Reykhólahreppur) og AtKonur.
...Meira