Tenglar

Sveitarfélagaskipan. Kort af vef Landmælinga Íslands (lmi.is).
Sveitarfélagaskipan. Kort af vef Landmælinga Íslands (lmi.is).

Ósamkomulag er meðal eigenda Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða (AtVest) vegna tillögu Fjórðungssambands Vestfirðinga um slit á félaginu. Tillöguna átti að bera upp á hluthafafundi sem halda átti í gær en var frestað um hálfan mánuð. Tillaga þessi felst í því að Fjórðungssambandið yfirtaki alla starfsemi AtVest og var miðað við að sameining tæki gildi um síðustu áramót. Hluthafar í AtVest eru liðlega hundrað og þeirra stærstir Byggðastofnun, Fjórðungssambandið (og þar með Reykhólahreppur) og AtKonur.

...
Meira
Snæbjörn ásamt einum félaga sínum í sumarferð Breiðfirðingafélagsins.
Snæbjörn ásamt einum félaga sínum í sumarferð Breiðfirðingafélagsins.

„Nei, við höfum ekkert tilboð fengið“, segir Snæbjörn Kristjánsson, formaður Breiðfirðingafélagsins, aðspurður hvort falast hafi verið eftir léninu bf.is fyrir hinn nýja flokk Guðmundar Steingrímssonar, Bjarta framtíð. Fjallað var um þetta á vefmiðlinum Pressunni fyrir helgi. Þar kom fram, að Snæbjörn hefði tekið því dræmt þegar hann var spurður hvort lénið væri til sölu. Það yrði samt skoðað ef til kæmi. „Við myndum í rauninni ekki vilja láta lénið af hendi“, segir Snæbjörn í samtali við Reykhólavefinn, „en ég vildi svo sem ekki vera að loka á neitt þegar Pressan hafði samband við mig.“

...
Meira
Tumi (til hægri) og branduglan.
Tumi (til hægri) og branduglan.
1 af 3

Þrír menn á Reykhólum fóru í gær í hina árlegu fuglatalningu, þeir Tómas Sigurgeirsson, Jón Atli Játvarðarson og Eiríkur Kristjánsson. „Það var óvenjumikið af fugli en oft hafa tegundirnar verið fleiri. Núna sáum við tuttugu og eina tegund en þær hafa stundum verið á bilinu 25 til 28“, segir Tómas. „Oft höfum við séð toppönd, tjald, auðnutittling, teistu, smyril og fálka en þessar tegundir vantaði núna.“ Sérstaklega sáu þeir félagar mikið af æðarfugli eða kringum tvö þúsund og síðan komu á fjórða hundrað stokkendur og eitthvað svipað af snjótittlingum.

...
Meira

„Þetta hefur gengið fínt og verkefnin verið nóg“, segir Brynjólfur Smárason verktaki á Reykhólum (Bolli frá Borg í Reykhólasveit). Eftir hrunið hafa almennt orðið mikil umskipti hjá verktökum, samdráttur og jafnvel algert verkefnaleysi þar sem áður var bullandi góðæri. Stórveldi í þessum geira hafa skroppið saman í nánast ekki neitt og sum farið í þrot eins og t.d. vestfirska fyrirtækið KNH sem var með stór verkefni hér og þar um landið. Litlu verktakarnir hafa sumir sloppið miklu betur og Brynjólfur kvartar ekki.

...
Meira

Skipulagsstofnun staðfesti í fyrradag fyrir sitt leyti breytingu á aðalskipulagi varðandi nýtt vegstæði Vestfjarðavegar nr. 60 úr Vattarfirði vestur í Kjálkafjörð vestast í Reykhólahreppi, þrátt fyrir að hafa fyrir mánuði gefið mjög neikvæða umsögn um þá framkvæmd. Umsögn þessi hlaut sérlega slæmar viðtökur hjá sveitarstjórnum á sunnanverðum Vestfjörðum og fleirum. Um er að ræða að aflagður verði 24 km langur varasamur malarvegur en í staðinn komi 16 km malbiksvegur og 8 km stytting með fyllingum og brúm yfir Kjálkafjörð og Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði.

...
Meira

Búið er að ákveða að þorrablótið hefðbundna á Reykhólum verður laugardagskvöldið 21. janúar eða rétt í þorrabyrjun. Hér er strax greint frá dagsetningunni svo að fólk geti tekið kvöldið frá. Fljótlega verður sagt hér nánar frá blótinu og tilhögun þess og hvar hægt verður að panta miða. Hins vegar liggur fyrir, að auk þorramatarins verða á dagskránni lifandi tónlist og gamanmál.

...
Meira
Jón Kristinsson og Dalli eigast við.
Jón Kristinsson og Dalli eigast við.
1 af 4

Jón Kristinsson fyrrum Íslandsmeistari og landsliðsmaður í skák sigraði á skákmótinu sem efnt var til á Reykhólum í kvöld. Heimamönnum var það vissulega óvænt ánægja og óvæntur heiður þegar hann birtist í Barmahlíð ásamt eiginkonu sinni rétt áður en mótið hófst. Jón vann allar sínar skákir eins og vænta mátti en þurfti sem betur fer að hafa svolítið fyrir sigri í einhverjum tilvikum. Jafnir í öðru til fjórða sæti urðu Eiríkur Kristjánsson, Guðjón D. Gunnarsson (Dalli) og Hlynur Þór Magnússon.

...
Meira
Gott kvöld! Ljósm. Jón Jónsson.
Gott kvöld! Ljósm. Jón Jónsson.

Fimmta og síðasta sýning Leikfélags Hólmavíkur á leikritinu Gott kvöld, sem er barnaleikrit með söngvum, hefur verið færð aftur um klukkustund vegna flugeldasýningar sem auglýst var á sama tíma. Leiksýningin hefst því kl. 21 annað kvöld, föstudaginn 6. janúar, í félagsheimilinu á Hólmavík. Leikritið er eftir Áslaugu Jónsdóttur en leikstjóri er Kristín S. Einarsdóttir. Það var frumsýnt milli jóla og nýárs og hefur fengið góðar viðtökur. Þrátt fyrir að um sé að ræða barnaleikrit hafa áhorfendur á öllum aldri notið sýningarinnar. Hún tekur aðeins tæpan klukkutíma svo að áhorfendur á öllum aldri hafa þolinmæði til að sitja og njóta hennar allt til enda.

...
Meira

Rétt fyrir áramótin sáust þrjár kindur fyrir neðan túnið á Kambi í Reykhólasveit. Þetta reyndust vera ær frá Hríshóli sem komnar voru af fjalli í haust. Eftir leitir er Hríshólsánum sleppt aftur niður fyrir veg en þessar þrjár hafa ekki skilað sér þegar smalað var og tekið á hús í lok nóvember. Karl Kristjánsson bóndi á Kambi segir að ærnar hafi verið í góðu standi, aðeins farnar að leggja af, og voru óþekkar þegar átti að koma þeim heim.

...
Meira
3. janúar 2012

Skákkvöld á Reykhólum

Sígræna skákin (lokastaða).
Sígræna skákin (lokastaða).

Dálítill hópur skákfólks hefur tekið sig saman að tefla á Reykhólum á fimmtudagskvöld kl. 20. Allir eru velkomnir og ekki væri verra að fá nærsveitunga af Ströndum og úr Dalabyggð í heimsókn, rétt eins og Reykhólamenn fara jafnan til Hólmavíkur og spila brids. Fólk er beðið að hafa með sér töfl og klukkur, ef kostur er, en það er samt alls ekki skilyrði. Ákveðið verður í sameiningu hvaða tími verður á hverja skák. Teflt verður í sal á efri hæð Dvalarheimilisins Barmahlíðar.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31