Tenglar

Að loknu hóglífi stórhátíðanna byrja blakæfingarnar í íþróttahúsinu á Reykhólum á nýjan leik kl. 20 annað kvöld, miðvikudag. Þær verða á þeim tíma í hverri viku í allan vetur, fjórða veturinn í röð, og allir eru velkomnir. Framan af var blakið á Reykhólum einokað af kvenfólki en karlar eru farnir að koma líka og fer fjölgandi. Jafnframt er vonast eftir ennþá fleiri konum. Til að fá nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við Herdísi Ernu Matthíasdóttur.

...
Meira

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti þann 10. nóvember 2011 breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018, Vestfjarðavegur frá Eiði í Vattarfirði að sveitarfélagamörkum í Kjálkafirði. Tillagan var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga og bárust engar athugasemdir.

...
Meira

Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli sendi myndirnar sem hér fylgja – með yfirskriftinni Sögur í snjónum. Hann rölti upp fyrir tún rétt fyrir áramótin og sá þessar slóðir. „Þarna hafa verið að minnsta kosti tvær tófur á ferðinni og krafsað hér og þar og svo hafa þær skilið eftir sig heljarmikið traðk. Ég er ekki nógu vel að mér um atferli refa til að vita hvort þarna hefur verið bardagi eða leikur. Svo hafði líka mús verið þarna á stökki“, segir hann.

...
Meira
Kolfinna Ýr, Erla Björk og Guðmundur.
Kolfinna Ýr, Erla Björk og Guðmundur.
1 af 2

Daginn fyrir gamlársdag afhenti Handverksfélagið Assa Kvenfélaginu Kötlu og Lionsklúbbnum í Reykhólahreppi ágóðann af sölu á Bóka- og nytjamarkaði sínum í Króksfjarðarnesi á árinu 2011. Salan nam 160 þúsund krónum, sem skiptust jafnt milli félaganna tveggja. Erla Björk Jónsdóttir gjaldkeri Össu afhenti Kolfinnu Ýri Ingólfsdóttur f.h. Kvenfélagsins Kötlu og Guðmundi Ólafssyni f.h. Lionsklúbbsins féð.

...
Meira
Karlsey BA við bryggju í Reykhólahöfn í nafngjafanum Karlsey 31. júlí 2008. Reykhólar og Reykjanesfjall í baksýn.
Karlsey BA við bryggju í Reykhólahöfn í nafngjafanum Karlsey 31. júlí 2008. Reykhólar og Reykjanesfjall í baksýn.
1 af 9

Þörungaverksmiðjan hf. á Reykhólum hefur selt flutningaskipið Karlsey BA í brotajárn. Ráðgert er að skipið gamla kveðji sína heimahöfn - Reykhólahöfn í Karlsey - mjög fljótlega eftir áramótin. Kaupandinn er Jón P. Pétursson í Hafnarfirði fyrir hönd endurvinnslustöðvarinnar Van Heygen Recycling í borginni Gent í Belgíu, þar sem skipið mun enda ævi sína í stálbræðsluofnum. Vegferð Karlseyjar lýkur ekki svo mjög fjarri þeim stað þar sem hún hófst, því að skipið var smíðað í bænum Hoogezand í Hollandi. „Nei, ég sakna hennar ekkert“, segir Gylfi Helgason á Reykhólum, sem var skipstjóri á Karlsey í fjórðung aldar og stýrimaður nokkur ár þar á undan.

...
Meira

Kveikt verður í áramótabálkestinum á Reykhólum á venjulegum stað neðan við þorpið kl. hálfníu á gamlárskvöld - þó með fyrirvara um bæði vindáttina og vindstyrkinn. Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Heimamanna byrjar svo um korteri seinna. Stíf suðvestanátt er óheppileg hvað brennuna varðar því að þá leggur svæluna yfir þorpið. Eins og sakir standa núna síðdegis á næstsíðasta degi ársins eru horfur þó allsæmilegar. Gert er ráð fyrir fremur hægri suðlægri átt - en skjótt skipast veður í lofti stundum. Þyki ekki ráðlegt að kveikja í kestinum að þessu sinni verður brennunni og flugeldasýningunni frestað fram á þrettándann. Ef frestun verður ákveðin einhvern tímann á morgun verður strax greint frá því hér á vefnum.

...
Meira
29. desember 2011

Annáll ársins 2011 í myndum

Fjöldi mynda sem birst hafa með fréttum á Reykhólavefnum á árinu sem er að kveðja er kominn inn í Ljósmyndir > Myndasyrpur > Svipmyndir ársins 2011 í valmyndinni til vinstri. Með því að fletta þeim rifjast efalítið sitthvað upp af viðburðum ársins enda er hér um eins konar annál að ræða. Líkt og þar kemur fram er auðvelt að finna þær fréttir sem myndirnar fylgdu, fyrir þá sem hafa áhuga, og þá líka í mörgum tilvikum fleiri myndir með hverri frétt.

...
Meira

Björgunarsveitin Heimamenn í Reykhólahreppi hefur ekki setið auðum höndum á árinu sem er að kveðja fremur en endranær. Útköllin hafa verið um 20 og sem betur fer aðallega vegna aðstoðar á vegum. Einnig unnu menn sveitarinnar í þrjá daga við öryggisgæslu á tökustað við Staðarhöfn þar sem verið var að kvikmynda og fengu það vel launað. Landróverinn góði hefur verið í breytingum, búið er að hækka hann upp og gera ýmislegt fleira. Hægt verður að skoða djásnið við hús Heimamanna við Suðurbraut á Reykhólum á morgun og gamlársdag þegar flugeldasalan stendur yfir.

...
Meira

Hið árvissa jólaball Kvenfélagsins Kötlu í Reykhólahreppi verður í íþróttahúsinu á Reykhólum á föstudag, daginn fyrir gamlársdag. Það hefst kl. 16 og stendur í tvo tíma eða þar um bil. Gengið verður kringum jólatré (ekki einiberjarunn) og dansað og sungið og farið í leiki og jólasveinar koma í heimsókn. Steinunn Ólafía Rasmus spilar undir dansinum og söngnum. Ballið er öllum opið, börnum og fullorðnum, konum og köllum. Enginn aðgangseyrir en veitingar verða í boði.

...
Meira
1 af 4

Núna kringum áramótin sýnir Leikfélag Hólmavíkur leikritið Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur. Þetta er barnaleikrit með söngvum fyrir gesti á öllum aldri og leikarar alls 22, flestir á grunnskólaaldri en reynsluboltar úr félaginu taka einnig þátt í sýningunni. Í leikritinu segir frá hugmyndaríkum strák sem er aleinn heima um kvöld með bangsa sér til halds og trausts þegar pabbi skreppur að sækja mömmu. Fjölmargar furðuskepnur koma í heimsókn, meðal annarra hungurvofa og hrekkjusvín, hræðslupúki og letihaugur, þannig að stráksi og bangsi hafa í nógu að snúast. Leikstjóri er Kristín Sigurrós Einarsdóttir, formaður Leikfélags Hólmavíkur.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31