Tenglar

Guðný Sæbjörg og Mugison.
Guðný Sæbjörg og Mugison.
1 af 2

Mugison hefur heldur betur verið í fréttum að undanförnu. Reyndar ekki að ástæðulausu og hreint ekki í fyrsta sinn. Þegar Guðný Sæbjörg Jónsdóttir á Reykhólum var stödd á Ísafirði fyrir jólin fór hún í búð til að kaupa nýja diskinn hans. Þá hittist svo á, að Mugison var sjálfur í búðinni ýmist að spila og syngja eða árita diskinn fyrir alla sem vildu. Myndin var tekin þegar listamaðurinn var búinn að árita diskinn sem Guðný keypti af honum til að gefa Hrefnu systur sinni í jólagjöf.

...
Meira

Í fjárhagsáætlun Reykhólahrepps og stofnana hans fyrir árið 2012, sem var samþykkt við síðari umræðu 15. desember, eru engar verulegar breytingar á heildarniðurstöðum frá endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir þetta ár. Gert er ráð fyrir óbreyttu útsvarshlutfalli svo og óbreyttri álagningu fasteignagjalda en sorpgjöld hækka um 10%. Laun og launatengd gjöld hækka mikið milli ára en framlag úr Jöfnunarsjóði hækkar um rúm 15%. Helstu framkvæmdir á komandi ári verða á sorpsvæðum hreppsins og haldið verður áfram viðhaldsvinnu við húsnæði grunnskóla og leikskóla.

...
Meira
Nýi garðurinn sem ver höfnina á Reykhólum fyrir norðaustanáttinni.
Nýi garðurinn sem ver höfnina á Reykhólum fyrir norðaustanáttinni.
1 af 2

Í drögum að nýrri fjögurra ára samgönguáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir fjárveitingu árið 2013 upp á 20,1 millj. króna til dýpkunar í Reykhólahöfn og til þess að útbúa þar aðstöðu fyrir smábáta. Samkvæmt frumáætlun Siglingastofnunar er kostnaður við dýpkunina 18 milljónir og kostnaðurinn við gerð flotbryggju fyrir smábáta 10 milljónir eða samtals 28 milljónir til verkanna beggja. Þar af myndi ríkið greiða 90% en Reykhólahreppur 10%. Í áætluninni er 25,5% vsk. meðtalinn en upphæðin fer niður í 22,3 milljónir eftir að búið er að draga hann frá. Framlag ríkisins er 90% af þeirri upphæð eða 20,1 millj. króna.

...
Meira
Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir.
Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir.

Hátíðarmessan sem átti að vera í Gufudalskirkju fellur niður vegna ófærðar. Að öðru leyti er sr. Elína Hrund sóknarprestur á Reykhólum að venju með helgihald á mörgum stöðum í hinu víðlenda prestakalli sínu um jólin. Guðsþjónusturnar og helgistundirnar frá aðfangadegi  og fram á annan í jólum eru þessar:

...
Meira
24. desember 2011

Hátíðarkveðjur frá Skruggu

Leikfélagið Skrugga í Reykhólahreppi óskar vinum sínum og velunnurum gleðilegrar jólahátíðar. Sjáumst hress og kát á nýju ári!

...
Meira
1 af 2

„Hann er strax farinn að rífa kjaft rétt eins og venjulega og það er auðvitað góðs viti“, sagði Bergsveinn Reynisson (Beggi á Gróustöðum) síðdegis í gær kampaglaður um bróður sinn, Sævar Inga Reynisson, sem slasaðist við vinnu sína í bátnum Knolla BA í Reykhólahöfn í gær. Fólki á Reykhólum brá í brún þegar fyrst kom lögreglujeppi með bláum ljósum á gríðarlegri siglingu á flughálkunni, síðan björgunarsveitarbíll og loks sjúkrabíll, líka með bláum blikkljósum. Björgunarsveitarmenn í Reykhólahreppi brugðust snarlega við og jafnvel elstu menn muna ekki eins mikinn flýti á þeim annars þó hvatlega manni Tómasi Sigurgeirssyni (Tuma bónda á Reykhólum) og svo alvarlegan svip á þeim annars glaðlega manni.

...
Meira

Ungmennafélagið Stjarnan verður með félagsvist í Tjarnarlundi í Saurbæ kl. 20 annan jóladag, mánudag. Veitt verða fyrstu, önnur og þriðju verðlaun og setuverðlaun karla og kvenna. 700 krónur kostar á mann. Sjoppa er á staðnum en enginn posi. „Sjáumst vonandi hress og kát“, segir í tilkynningu.

...
Meira
22. desember 2011

Rann á lyktina af þangmjöli

Grýlu malt og appelsín - eða ellegar þá hvað þetta nú heitir.
Grýlu malt og appelsín - eða ellegar þá hvað þetta nú heitir.
1 af 3

Gáttaþefur þefaði sig inn í Þörungaverksmiðjuna á Reykhólum í nótt. Eins og fram hefur komið í fréttum er smjörskortur í Noregi og þess vegna voru send frá Reykhólum til Noregs ein 1.400 tonn af þangmjöli svo að þar væri hægt að baka og hafa líka eitthvað ofan á brauð. Þeir Artur og Torfi voru á vakt í verksmiðjunni í nótt og gáfu Gáttaþef brauð með þangáleggi og þjóðlega blöndu af malti og appelsíni. Þegar Einar Sveinn og Þorgeir komu í morgun voru þeir ekki ánægðir og sögðu að hér væri þjóðlegast að drekka hveravatn með þangmjölinu.

...
Meira

Ljóðabókin hans Manna í Mýrartungu (Jóns heitins Snæbjörnssonar frá Stað í Reykhólasveit) seldist upp í Hólakaupum á Reykhólum nánast á samri stundu og hún kom þangað. Vonast er til að meira berist í Hólakaup á morgun, Þorláksmessu, ef ferð fellur. Annars verður bókin þar eftir helgina.

...
Meira
Þórólfur Halldórsson.
Þórólfur Halldórsson.

„Þrátt fyrir alla þessa umferð með tilheyrandi umferðarhávaða hafa ernir við Vestfjarðaveg komið upp ungum ár eftir ár. Þessi vegagerðarhávaði sem Skipulagsstofnun virðist hafa uppgötvað hlýtur að vera alveg sérstakt fyrirbæri og sætir furðu að ekki hafi verið birtar um þetta lærðar greinar“, segir Þórólfur Halldórsson, fyrrv. sýslumaður í Barðastrandarsýslum og núverandi og frá upphafi nefndarmaður í Breiðafjarðarnefnd.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31