Þegar Guðný Sæbjörg hitti sjálfan Mugison
Mugison hefur heldur betur verið í fréttum að undanförnu. Reyndar ekki að ástæðulausu og hreint ekki í fyrsta sinn. Þegar Guðný Sæbjörg Jónsdóttir á Reykhólum var stödd á Ísafirði fyrir jólin fór hún í búð til að kaupa nýja diskinn hans. Þá hittist svo á, að Mugison var sjálfur í búðinni ýmist að spila og syngja eða árita diskinn fyrir alla sem vildu. Myndin var tekin þegar listamaðurinn var búinn að árita diskinn sem Guðný keypti af honum til að gefa Hrefnu systur sinni í jólagjöf.
...Meira