Tenglar

Knolli BA í öreigaslippnum svokallaða í Reykhólahöfn (mynd úr safni).
Knolli BA í öreigaslippnum svokallaða í Reykhólahöfn (mynd úr safni).

Maður slasaðist við vinnu sína um borð í báti í Reykhólahöfn í morgun og var fluttur til Reykjavíkur með þyrlu. Hann skarst illa á handlegg á slípirokk og missti mikið blóð. Við komuna á slysadeild í Reykjavík fór hann strax í aðgerð. Læknar telja líklegast að maðurinn bíði engan varanlegan skaða af þessu þó að hugsanlegt sé að hann missi einhvern mátt í fingrum.

...
Meira

Skötuveisla Lions verður eins og endranær í matsal Reykhólaskóla á Þorláksmessu og stendur milli kl. 12 og 14. Saltfiskur verður í boði fyrir þá sem treysta sér ekki í skötuna. Að sjálfsögðu er skatan ekta vestfirsk og kemur frá Flateyri. „Skatan í ár lofar góðu“, segir Halldór Hermannsson úr Ögurvík við Djúp, hinn landsþekkti skötufræðingur á Ísafirði, sem hefur um langan aldur verið fastur álitsgjafi fjölmiðla um skötu líkt og Ólafur Þ. Harðarson prófessor (sem er af vestfirskum ættum) um stjórnmál. Eins og með suðræn vín þykir sérfræðingum skatan vera misjöfn eftir árgöngum.

...
Meira
Gilsfjarðarhringurinn.
Gilsfjarðarhringurinn.
1 af 4

Út var að koma hjá Vestfirska forlaginu handbók um hjólreiðaleiðir á Vestfjörðum og kemur hún hjólreiðafólki í góðar þarfir þegar sumrar. Þar eru meðal annars lýsingar á nokkrum leiðum sem liggja um Reykhólahrepp. Handbókin heitir Hjólabókin og undirtitill er Dagleiðir í hring á hjóli. Höfundur er Ómar Smári Kristinsson á Ísafirði. Í riti þessu, sem er nýlunda hérlendis, er að finna ítarlegar upplýsingar um fjórtán freistandi dagleiðir í hring á hjóli.

...
Meira
X-unum hefur fjölgað á landakortum.
X-unum hefur fjölgað á landakortum.
1 af 3

„Við erum á þjóðvegi númer 60, Vestfjarðavegi milli Bjarkalundar og Flókalundar, sem margir telja með fegurstu þjóðleiðum á Íslandi. Hérna fara menn fjörð eftir fjörð án þess að sjá eitt einasta byggða ból. Á leið að vestan aka menn um samfelldar eyðibyggðir í einn og hálfan tíma áður en komið er að Skálanesi, sem nú er orðið útvörður byggðarinnar. En þannig var það ekki þegar Hallgrímur Jónsson var þar að stíga sín fyrstu spor fyrir meira en áttatíu árum. Þegar hann var ungur var búið á um fjörutíu bæjum í Múlasveit og Gufudalssveit og í eyjunum úti fyrir sem heyrðu undir Flateyjarhrepp. Síðan hafa heimilin horfið hvert af öðru og X-unum fjölgað á landakortum, táknum eyðibýla.“

...
Meira
Færeyska flutningaskipið til vinstri. Síðan Grettir, Karlsey og fleiri fleytur.
Færeyska flutningaskipið til vinstri. Síðan Grettir, Karlsey og fleiri fleytur.
1 af 2

Færeyska flutningaskipið HAV SAND frá Runavík er við bryggju í höfninni á Reykhólum og búið að lesta 1.400 tonn af þangmjöli frá Þörungaverksmiðjunni. Ætlunin er að skipið leggi úr höfn á flóðinu í nótt en vindur og ofankoma gætu raskað því rétt eins og öllum mannanna áformum. Förinni er heitið til Haugasunds á Rogalandi í Noregi þar sem mjölinu verður skipað upp milli jóla og nýárs.

...
Meira
Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir fyrir altarinu í Garpsdalskirkju.
Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir fyrir altarinu í Garpsdalskirkju.
1 af 2

Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur á Reykhólum verður með helgihald á mörgum stöðum í hinu víðlenda prestakalli sínu um jólin, allt frá Gufudalskirkju í vestri og til Skarðskirkju á Skarðsströnd í suðri. Guðsþjónusturnar og helgistundirnar frá aðfangadegi og fram á annan í jólum eru þessar:

...
Meira

Milli jóla og nýárs verður skrifstofa Reykhólahrepps lokuð og hvorki byggingafulltrúinn og félagsmálastjórinn verða með viðtalstíma. Hins vegar verður afgreiðslan frá útibúi Landsbankans í Króksfjarðarnesi á sínum venjulega tíma á skrifstofu hreppsins á Reykhólum.

...
Meira
18. desember 2011

Aðventuljós við Einireyki

Hverir eru margir á Reykhólum og þar í kring enda er þetta mesta jarðhitasvæðið á Vestfjarðakjálkanum og húshitun í þéttbýli á Vestfjörðum hvergi nærtækari. Fornfræg er Grettislaug sem núna er reyndar þorrin eftir boranir á svæðinu á sínum tíma. Ummerki hennar eru rétt fyrir ofan núverandi Grettislaug - sundlaugina góðu neðan við þorpið. Hverinn Einireykir (heitið hefur bæði fyrr og síðar verið ritað ýmist með þessum hætti eða Einir Reykir) stendur hins vegar ennþá fyrir sínu. Hann er á flatlendinu suðaustur af þorpinu á Reykhólum og þangað er ekki langt að rölta frá Grettislaug vorra daga.

...
Meira
Tré úr Barmahlíð við Barmahlíð. Næst á dagskrá var að ganga frá ljósaseríunni.
Tré úr Barmahlíð við Barmahlíð. Næst á dagskrá var að ganga frá ljósaseríunni.
1 af 3

Þeir Egill Sigurgeirsson og Jón Þór Kjartansson reistu í gær hin árvissu hreppsjólatré á Reykhólum, bæði á „Markúsartorginu“ við gatnamót Maríutraðar og Hellisbrautar og við Dvalarheimilið Barmahlíð. Trén eru úr Barmahlíð (þ.e. hlíðinni minni fríðu hans Jóns Thoroddsens, ekki dvalarheimilinu). Þeir sem vilja geta fengið að höggva eða saga sér jólatré í skógræktinni þar gegn hóflegri þóknun, að því tilskildu að það sé gert í samráði við forsvarsmenn Skógræktarfélagsins Bjarkar í Reykhólahreppi enda er ekki sama hvar grisjað er.

...
Meira
Belgískt konfekt er heimsfrægt. Myndin lýsir ekki endilega því sem gert verður á námskeiðinu.
Belgískt konfekt er heimsfrægt. Myndin lýsir ekki endilega því sem gert verður á námskeiðinu.

Enn eru örfá pláss laus á námskeið í konfektgerð, sem haldið verður í félagsheimilinu á Hólmavík á mánudagskvöld. Það hefst klukkan 18 og stendur um þrjá tíma. Þar kynnast þátttakendur leyndardómum konfektgerðar, læra að gera 3-4 mismunandi konfektmola og taka afraksturinn með sér heim. Leiðbeinandi er Halldór Karl Valsson matreiðslumeistari í Bolungarvík, sínum heimabæ. Halldór Karl varð Norðurlandameistari í matreiðslu árið 2004 og hefur starfað bæði á Hótel Holti og Hótel Ísafirði.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31