Tenglar

Bræðurnir þrír á Gróustöðum.
Bræðurnir þrír á Gróustöðum.
1 af 4

Á þessu ári hafa tvö börn, tveir státnir drengir, fæðst í hóp fólksins í Reykhólahreppi eftir því sem best er vitað. Foreldrar drengsins sem var fyrr á ferð eru Bára Borg Smáradóttir og Bjarki Stefán Jónsson á Gróustöðum við Gilsfjörð. Fyrir áttu þau tvo syni, Sumarliða Gilsfjörð, sem er rétt að verða sex ára, og Smára Gilsfjörð, sem er liðlega hálfs þriðja árs. Þriðji bróðirinn leit ljós dagsins á fæðingardeildinni á Akranesi 21. október. Hann var 54,5 cm langur og þyngdin var 4495 grömm.

...
Meira

Félagsþjónustan og sóknarprestur Reykhólaprestakalls auglýsa eftir umsóknum um aðstoð vegna matarinnkaupa um jólin. Verið velkomin að hafa samband við Hildi Jakobínu Gísladóttur félagsmálastjóra í síma 842 2511 eða sr. Elínu Hrund Kristjánsdóttur í síma 860 9987.

...
Meira
Guðlaugur Theódórsson.
Guðlaugur Theódórsson.
1 af 3

„Jú, þetta var nokkuð gott ár og það kom mér svolítið á óvart“, segir Guðlaugur Theódórsson á Reykhólum um steypuverkefnin á árinu sem nú er senn að kveðja. „Maður hélt að þetta væri að minnka því að árið í fyrra var það lélegasta frá því að ég byrjaði. Árin þar á undan voru svipuð og núna.“ Guðlaugur segir að á þessu ári hafi farið um 95 tonn af sementi í steypuna sem hann framleiddi. Sandinn og mölina í steypuna sækir hann í námur inni á Seljanesi og harpar eftir þörfum.

...
Meira
Silvía Björk Birkisdóttir.
Silvía Björk Birkisdóttir.

„Viðtökurnar hafa verið mjög góðar, alveg fram úr björtustu vonum“, segir Silvía Björk Birkisdóttir, sem í sumar opnaði hárgreiðslustofu á neðri hæðinni í húsi Grettislaugar á Reykhólum undir nafninu Flottir lokkar. Þegar spurt var hvort mikið væri pantað fyrir jólin sagði Silvía að ástæðulaust væri sín vegna að minna á jólaklippinguna því að mjög lítið væri eftir af lausum tímum. Hins vegar má geta þess hér hvenær stofan er opin enda hefur tíminn breyst frá því sem var í upphafi.

...
Meira
Halldóra Guðjónsdóttir.
Halldóra Guðjónsdóttir.

Halldóra Guðjónsdóttir, sem lengi bjó í Gröf í Þorskafirði, er 95 ára í dag. Hún er nú búsett á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Guðmund Sveinsson eiginmann sinn (Munda í Gröf) missti hún snemma á þessu ári. Þau opinberuðu trúlofun sína árið 1943.

...
Meira
Harpa Björk Eiríksdóttir.
Harpa Björk Eiríksdóttir.

„Nei, ég get nú eiginlega ekki sagt það. Ef það er eitthvað sem ég get, þá er það að tala!“ segir Harpa Eiríksdóttir aðspurð hvort hún sé stressuð í beinni útsendingu. „Bara spurning hvort það rétta komi út úr manni. Það er nú svolítil spenna þegar maður er í útsendingu en bara skemmtilegt. Þetta er svo rosalega skemmtilegt að eiginlega fatta ég ekkert að ég sé í útvarpi.“ Tveir fyrstu þættirnir hjá Hörpu á Lífæðinni FM, vestfirsku jóla- og menningarútvarpi, voru fyrir helgi. Síðan verður hún þar milli kl. 11 og 13 á morgun eins og alla virka daga fram yfir þrettándann. Tíðnin á sendi Lífæðarinnar FM á Reykhólum er 103,5 eins og fram kemur á auglýsingaborðanum hér neðan við efstu frétt.

...
Meira
Þannig er vegurinn um Hrafnseyrarheiði og hefur verið hátt í sjötíu ár.
Þannig er vegurinn um Hrafnseyrarheiði og hefur verið hátt í sjötíu ár.

Gerð svokallaðra Dýrafjarðarganga, sem leysa eiga af hólmi veginn illræmda yfir Hrafnseyrarheiði milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, verður frestað fram til 2019-2022, samkvæmt drögum að nýrri samgönguáætlun sem samþykkt hefur verið í ríkisstjórn. Þrjátíu ár eru liðin síðan fyrst var farið að athuga með gerð jarðganga milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar enda þótti á þeim tíma orðin brýn nauðsyn á þeirri framkvæmd.

...
Meira
Hólmavíkurkirkja (strandir.is).
Hólmavíkurkirkja (strandir.is).
1 af 2

Regína Ósk heldur núna á þriðjudaginn jóla- og fjölskyldutónleika í Hólmavíkurkirkju og hefjast þeir kl. 20. Hægt er að nálgast miða á www.midi.is og við innganginn, en miðaverð er kr. 2.900. Frítt föruneyti tekur þátt í tónleikunum, Haraldur Vignir spilar á píanó og hljómborð og Matthías Stefánsson á gítar og fiðlu, auk þess sem Svenni Þór, maður Regínu, og Aníta dóttir hennar koma fram. Einnig syngur barna- og unglingakór Hólmavíkurkirkju með Regínu undir stjórn Sigríðar Óladóttur.

...
Meira

Iðnaðarráðuneytið í samvinnu við Orkustofnun/Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis í þeim tilgangi að draga úr orkunotkun og þar með kostnaði við upphitun þess. Þessu verkefni er beint að húsnæði sem byggt er fyrir 1945, áður en lágmarkskröfur til einangrunargilda (U-gilda) byggingarhluta voru settar í reglugerðir. Um styrk getur sótt hver sá eigandi húsnæðis (byggt fyrir 1945) sem fær húshitunarkostnað sinn niðurgreiddan úr ríkissjóði. Upphæð styrks til einstakra verkefna getur numið allt að kr. 600.000 en þó aldrei hærri upphæð en 50% af innkaupsverði efnis.

...
Meira
Reykhólar. Mynd: Árni Geirsson. Sjá ótal fleiri myndir undir Ljósmyndir > Ýmis myndasöfn í valdálkinum vinstra megin.
Reykhólar. Mynd: Árni Geirsson. Sjá ótal fleiri myndir undir Ljósmyndir > Ýmis myndasöfn í valdálkinum vinstra megin.

Í ósamþykktum drögum að skólastefnu Reykhólahrepps kemur fram, að stefnt skuli að sameiningu Grunnskólans á Reykhólum (Reykhólaskóla) og Leikskólans Hólabæjar á Reykhólum. Á síðasta fundi mennta- og menningarmálanefndar var þetta mál rætt samkvæmt ósk formanns nefndarinnar, Eiríks Kristjánssonar. Bókað var að fram hafi komið að forsendur yrðu að vera góðar, bæði fjárhagslega og faglega. Bókun nefndarinnar var tekin fyrir á fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps í gær og þar var skrifstofu hreppsins falið að gera kostnaðaráætlun varðandi launaþátt sameiningar.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31