Bræðurnir á Gróustöðum eignuðust bróður
Á þessu ári hafa tvö börn, tveir státnir drengir, fæðst í hóp fólksins í Reykhólahreppi eftir því sem best er vitað. Foreldrar drengsins sem var fyrr á ferð eru Bára Borg Smáradóttir og Bjarki Stefán Jónsson á Gróustöðum við Gilsfjörð. Fyrir áttu þau tvo syni, Sumarliða Gilsfjörð, sem er rétt að verða sex ára, og Smára Gilsfjörð, sem er liðlega hálfs þriðja árs. Þriðji bróðirinn leit ljós dagsins á fæðingardeildinni á Akranesi 21. október. Hann var 54,5 cm langur og þyngdin var 4495 grömm.
...Meira